Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1043/2009

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð um greiðslur úr fóðursjóði nr. 431/1996. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 1. mgr. í 3. tl. 2. gr. reglugerðarinnar komi nýr málsliður er orðast svo:

Fyrir fóðurblöndur sem upprunnar eru frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, skal greiða að fullu andvirði þess tolls sem lagður var á við innflutning.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 31. gr. laga nr. 99/1993, um fram­leiðslu, verðlagning og sölu á búvörum, sbr. 15. gr. laga nr. 87/1995 um breytingu á þeim lögum.

Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2010 og gildir til og með 31. desember 2010.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. desember 2009.

F. h. r.
Ólafur Friðriksson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica