1. gr.
Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2007/72/EB, frá 13. desember 2007, sem vísað er til í III. kafla I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2008, frá 26. apríl 2008 og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/83/EB, frá 13. ágúst 2008, sem vísað er til í III. kafla I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2009, frá 18. mars 2009, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, I. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Við 2. viðauka reglugerðar nr. 301/1995 á eftir textanum "I. Landgræðslujurtir, grös í grasvelli og fóðurjurtir aðrar en korntegundir og rófur" bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Óheimilt er að markaðssetja fræ af eftirtöldum tegundum nema það hafi verið vottfest sem "stofnfræ" eða "vottað fræ" (sbr. 2. gr.): Brassica napus L. var. napobrassica (L.) Rchb., Brassica oleracea L. convar. acephala (DC.) Alef., Dactylis glomerata L., Festuca arundinacea Schreber, Festuca pratensis Hudson, Festuca rubra L. x Festulolium, Galega orientalis Lam., Lolium multiflorum Lam., Lolium perenne L., Lolium x boucheanum Kunth, Phleum pratense L., Medicago sativa L., Medicago x varia T. Martyn, Pisum sativum L., Raphanus sativus L. var. oleiformis Pers., Trifolium repens L. og Trifolium pratense L. Óheimilt er að markaðssetja fræ annarra fóðurjurtategunda en hér hafa verið upp taldar nema það hafi verið vottfest sem "stofnfræ" eða "vottað fræ" eða að það teljist "sölufræ" (sbr. 2. gr.).
3. gr.
Í 1. töflu b í 2. viðauka reglugerðar nr. 301/1995 skal bæta inn þeim tegundum og gæðakröfum sem tilgreindar eru í I. viðauka þessarar reglugerðar.
4. gr.
Við 2. viðauka reglugerðar nr. 301/1995 undir kafla I B. Grundvallarfræ og stofnfræ bætist nýr töluliður 8., svohljóðandi:
8. Eftirfarandi kröfur skulu gerðar til stofnfræs af tegundinni Galega orientalis:
Tegund |
Hámarksinnihald fræja af öðrum plöntutegundum |
|||||
Samtals (% af þyngd) |
Fjöldi fræja í sýni að þyngd er tilgreind er í 4. dálki VI. hluta 2. viðauka (samtals/dálk) |
|||||
Einstök tegund |
Rumex spp. aðrar en Rumex acetosella og Rumex maritimus |
Elymus repens |
Alopecurus myosuroides |
Melilotus spp. |
||
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
Galega orientalis Lam. |
0,3 |
20 |
2 |
0 (e) |
(e): Finnist eitt fræ af Melilotus spp. í sýni af fyrirskipaðri þyngd skal ekki litið á það sem óhreinindi reynist annað sýni af tvöfaldri fyrirskipaðri þyngd ekki innhalda neitt fræ af Melilotus spp.
5. gr.
Í stað 9. viðauka reglugerðar nr. 301/1995 komi II. viðauki þessarar reglugerðar.
6. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin tekur þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 20. apríl 2009.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)