Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1038/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 742, 24. júlí 2008, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2008/2009. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 2. málsliðar 4. mgr. 7. gr. komi þrír málsliðir sem orðist svo: Undirmálsafla skal haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn sérstaklega af löggiltum vigtarmanni. Þó er heimilt að ákvarða magn undirmálskarfa við endurvigtun í vinnsluhúsi. Skal undirmálskarfa sem flokkaður er frá í vinnsluhúsi til ákvörðunar á magni undirmáls, haldið aðgreindum frá öðrum afla.

2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum og laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

Um áminningar og sviptingu veiðileyfa vegna brota á ákvæðum reglugerðar þessarar fer skv. ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar með síðari breytingum.

Um gjald vegna ólögmæts sjávarafla skal beita ákvæðum laga nr. 37, 27. maí 1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Frá sama tíma er felld úr gildi reglugerð nr. 1032, 10. nóvember 2008, um breytingu á reglugerð nr. 742, 24. júlí 2008, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2008/2009.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 13. nóvember 2008.

F. h. r.
Þórður Eyþórsson.

Guðný Steina Pétursdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica