Samgönguráðuneyti

349/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

1. gr. breytist þannig:

1. Á eftir undirlið "01.11 (1)" kemur nýr undirliður "01.11 (2)" sem orðast svo:

 

Nánari undirflokkun fólksbifreiða ræðst af útfærslu yfirbyggingar.

 

Undirflokkur AA: Stallbakur (sedan): Fólksbifreið með sambyggðu, fólks- og farangursrými, en aðskilnaði á milli fólks og farangurs og a.m.k. 4 sætum í a.m.k. 2 röðum, með 2 eða 4 hliðardyrum.

 

Undirflokkur AB: Hlaðbakur (hatchback): Fólksbifreið með sambyggðu fólks- og farangursrými, en aðskilnaði á milli fólks og farangurs og með a.m.k. 4 sætum í a.m.k. 2 röðum með 2 eða 4 hliðardyrum og dyrum á afturgafli.

 

Undirflokkur AC: Langbakur (station wagon): Bifreið með sambyggðu fólks- og farangursrými, með a.m.k. 4 sætum í a.m.k. 2 röðum, með 2 eða 4 hliðardyrum og dyrum á afturgafli.

 

Undirflokkur AD: Tvennra dyra bifreið með aftursæti (coupé): Fólksbifreið með takmökuðu rými aftan við framsæti og með tveimur hliðardyrum.

 

Undirflokkur AE: Blæjubifreið (kabriolet): Fólksbifreið með opnanlegu þaki.

 

Undirflokkur AF: Fjölnota bifreið: Bifreið önnur en um getur í AA til AE, ætluð til flutninga á farþegum og farangri, í einu rými. Ef slík bifreið uppfyllir hins vegar eftirtalin tvö skilyrði telst bifreiðin ekki vera fólksbifreið:

 

a)

sæti eru ekki fleiri en sjö, sæti telst vera fyrir hendi ef í bifreiðinni eru sæta­festingar.

 

b)

P-(M+75+Nx68)>Nx68

 

P = Heildarþyngd bifreiðar

 

M = Eiginþyngd bifreiðar

 

N = Fjöldi farþega

2. Liður 01.13 orðist svo:

01.13 Sendibifreið (N1).

 

(1)

Bifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna sem aðallega er ætluð til vöruflutninga, eða hefur áfestan búnað.

 

(2)

Í farmrými sendibifreiðar má hvorki vera farþegasæti né annar búnaður til farþegaflutninga.

 

(3)

Bifreið ≤ 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd með sambyggðu stýrishúsi og flutningsrými.

   

Ef slík bifreið uppfyllir hins vegar eftirtalin tvö skilyrði telst bifreiðin ekki vera sendibifreið:

   

a)

sæti eru fleiri en sjö, sæti telst vera fyrir hendi ef í bifreiðinni eru sæta­festingar.

   

b)

P-(M+75+Nx68)≤Nx68

   

P = Heildarþyngd bifreiðar

   

M = Eiginþyngd bifreiðar

   

N = Fjöldi farþega

3. Nýr liður, 01.14, orðast svo:

01.14 Vörubifreið.

 

(1)

Bifreið sem ætluð er til vöruflutninga, eða hefur áfestan búnað, með leyfða heildarþyngd meiri en 3.500 kg.

   

Vörubifreið I (N2): Vörubifreið með leyfða heildarþyngd 12.000 kg eða minna.

   

Vörubifreið II (N3): Vörubifreið með leyfða heildarþyngd meiri en 12.000 kg.

2. gr.

8. gr. breytist þannig:

Á eftir undirlið "08.208 (4)" kemur nýr undirliður "08.208 (5)" sem orðast svo:

 

(5)

Þar sem því verður við komið skal vera bakstuðningur og höfuðpúði fyrir hreyfihamlaða farþega sem fluttir eru í bifreiðum í hjólastólum.

   

Neðri brún bakstuðnings skal vera 350-450 mm yfir gólfi, efri brún skal vera a.m.k. 1350 mm yfir gólfi. Breidd skal vera 300-400 mm, halli má ekki vera meiri en 12°.  Bakstuðningur með efri öryggisbeltafestingu skal við belta­festingu þola a.m.k. 1350 daN átak, án öryggisbeltafestingar 530 daN á öllu svæðinu.

3. gr.

11. gr. breytist þannig:

Á eftir undirlið "11.208 (2)" koma tveir nýir undirliðir "11.208 (3) og (4)" sem orðast svo:

 

(3)

Ef hæð frá jörðu og upp í gólf bifreiðar er meiri en 100 mm skal vera rampi (uppkeyrslubraut) eða lyfta. Rampi skal vera í heilu lagi, halli má eigi vera meiri en 15%, breidd skal vera a.m.k. 800 mm á rampa sem er lengri en 1200 mm skulu vera brúnir a.m.k. 30 mm háar.

 

(4)

Breidd lyftupalls skal vera a.m.k. 800 mm og lengd a.m.k. 1000 mm. Á lyftupalli skal vera búnaður sem varnar því að hjólastóll geti runnið út af pallinum.

4. gr.

12. gr. breytist þannig:

  1. Í stað "10.000" í 1. málslið undirliðar 12.12 (2) kemur: 7.500.
  2. 2. málsliður undirliðar 12.12 (2) orðast svo: Ákvæði þetta gildir um hópbifreið sem er meira en 5.000 kg að leyfðri heildarþyngd frá 1. janúar 2006 í alþjóðlegri umferð og frá 1. janúar 2008 innanlands.
  3. Í stað "II" í 1. málslið undirliðar 12.14 (2) kemur: sem er meira en 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd.
  4. Í stað "2007" í 2. málslið undirliðar 12.14 (2) kemur: 2008.

5. gr.

24. gr. breytist þannig:

Á eftir lið "24.203" kemur nýr liður, "24.208" sem orðast svo:

24.208 Bifreið til að flytja hreyfihamlaða.

 

(1)

Bifreið sem búin er til flutnings á hreyfihömluðum skal búin a.m.k. þriggja festu öryggisbeltum eða öðrum öryggisbúnaði sem hæfir flutningi hins hreyfi­hamlaða.

 

(2)

Bifreið sem búin er til flutnings á hreyfihömluðum í hjólastólum skal búin a.m.k. þriggja festu öryggisbeltum eða öðrum öryggisbúnaði sem hæfir flutningi hins hreyfihamlaða. Öryggisbeltin skulu fest við yfirbyggingu bif­reiðarinnar eða með festingum tengdum yfirbyggingu. Neðri festing öryggis­beltanna skal vera eins og skástrikaða svæðið sem sýnt er á mynd 24.1.

 

(3)

Ef bifreið er útbúin fyrir sérstakan hjólastól skulu festingar vera samkvæmt lið (2) eftir því sem við á.

Mynd 24.1

6. gr.

IV. viðauki breytist þannig:

1. Undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar":

 

a.

Í tölulið 45zl, tilskipun 2005/55/EB, í reitina "síðari breytingar, Stjórnartíðindi EB og EES-birting" kemur:

 

2006/51/EB

L 152, 07.06.2006

***144/2006

 

 

b.

Í tölulið 45zo, tilskipun 2005/78/EB, í reitina "síðari breytingar, Stjórnartíðindi EB og EES-birting" kemur:

 

2006/51/EB

L 152, 07.06.2006

***144/2006

 

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum öðlast gildi 27. apríl 2007.

Samgönguráðuneytinu, 19. apríl 2007.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica