Samgönguráðuneyti

871/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flutningaflug nr. 193/2006. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi orðskýringar í I. hluta taka breytingum eins og hér segir:

  1. EASA IR (EASA Implementing Rules): Framkvæmdareglugerðir kenndar við EASA en gefnar út af Evrópubandalaginu, teknar inn í EES-samninginn og innleiddar í íslenskan rétt.
  2. EASA IR, M-hluti (Part-M, Continuing Airworthiness): Framkvæmdareglugerð EASA um samþykki fyrir viðhaldsstöðvar. Sjá reglugerð um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði, nr. 206/2007 með síðari breytingum.
  3. EASA IR, 145.-hluti (Part-145, Airworthiness and Environmental Certification of Aircraft and related Products, Parts and Appliances, as well as for the Certification of Design and Productions Organisations): Framkvæmdareglugerð EASA varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja. Sjá reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, nr. 205/2007 með síðari breytingum.

2. gr.

Inngangur í II. hluta orðast svo:

JAR-OPS 1, 12. BREYTING (1. þáttur)

II. hluti reglugerðar þessarar um flutningaflug flugvéla hefur að geyma JAR-OPS 1, 12. breytingu útgefna af JAA þann 1. desember 2006. JAR-OPS 1, 12. breyting, tekur til flutningaflugs flugvéla. JAR-OPS 1, 12. breyting er gefinn út af JAA í tveimur þáttum. 1. þáttur (Section 1) hefur að geyma reglur þær sem hér eru birtar. 2. þáttur (Section 2) hefur að geyma texta sem inniheldur útskýringar, túlkanir eða tækar leiðir til að fullnægja skilyrðum 1. þáttar (á ensku: "Advisory Circular Joint, ACJ"), viðeigandi og tækar leiðir til að fullnægja skilyrðum 1. þáttar (á ensku: "Acceptable Means of Compliance") ásamt leiðbeinandi skýringarefni (á ensku: "Interpretative/Explanatory Material, IEM"). Víða í texta 1. þáttar er vísað til þessa skýringarefnis, en annan þátt JAR-OPS 1, 12. breytingu er hægt að panta hjá Flugmálastjórn Íslands.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á ákvæðum II. hluta reglugerðar um flutningaflug nr. 193/2006:

(a)

Við JAR-OPS 1.945 bætist nýr liður sem orðast svo:

JAR-OPS 1.945 Þjálfun og próf vegna flugvélaskipta

(d) Flugmaður sem sest á námskeið sem fer fram eingöngu í flughermi (ZFTT) skal:

(1) hefja leiðarflug undir umsjón (eftirliti) eins fljótt og unnt er áður en 21 dagur er liðinn frá því að færniprófi er lokið.

Ef leiðarflug(i) undir umsjón (eftirliti) er ekki hafið innan 21 dags skal flugrekandi sjá fyrir þjálfun sem flugmálayfirvöld telja ásættanlega.

(2) Ekki seinna en 21 degi eftir að færniprófi er lokið (skal) ljúka sex flugtökum og lendingum eins og krafa er um í 1. viðbæti við JAR-FCL 1.261 (c)(2) í flughermi, sem er samþykktur samkvæmt JAR-STD og samþykktur til notkunar fyrir viðkomandi flugrekanda af flugmálayfirvöldum.

Tegundarkennari (flugvél) TRI(A) sem situr í sæti flugmanns skal stjórna þessari flughermissetu.

Þegar matsnefnd JAA í flugrekstrarmálum (JOEB) mælir með og flugmálayfirvöld samþykkja má fækka fjölda flugtaka og lendinga.

Hafi þessi flugtök og lendingar ekki verið framkvæmd innan 21 dags skal flugrekandinn sjá fyrir upprifjunarþjálfun sem flugmálayfirvöld telja ásættanlega.

(3) Framkvæma fyrstu fjögur flugtökin og lendingarnar í flugvél í leiðarflugi undir umsjón (eftirlit) (í flugvél skal framkvæma) undir umsjón (eftirliti) tegundarkennara (flugvél) (TRI(A)) sem situr í sæti flugmanns.

Þegar matsnefnd JAA í flugrekstrarmálum (JOEB) mælir með og flugmálayfirvöld samþykkja má fækka fjölda flugtaka og lendinga.

(b)

JAR-OPS 1.243 orðast svo:

JAR-OPS 1.243 Starfræksla á svæðum þar sem krafist er [sérstakrar] nákvæmni í flugleiðsögu

(Sjá [ACJ] OPS 1.243)

(a) Flugrekandi skal [sjá til þess] að flugvél, sem starfrækt er innan svæðis [] eða [fer um] [hluta] loftrýmis [] [eða leiðir þar sem gerðar eru tilgreindar kröfur um flugleiðsögu], [] hafi verið vottuð í samræmi við þessar kröfur og [hlotið viðeigandi rekstrarsamþykki frá flugmálayfirvöldum ef krafa er um það (sjá einnig 2. tölul. c-liðar JAR-OPS 1.865, 1.870 og 1.872.)]

[(b) Flugrekandi flugvélar sem starfrækt er á svæðum sem lýst er í (a) skal sjá til þess að allar reglur yfirvalds viðkomandi svæðis komi fram í flugrekstrarbókinni.]

[1. breyting, 01.03.98; 10. breyting, 01.03.06]

(c)

(c) (2) liður JAR-OPS 1.865 orðast svo:

(c) (2) uppfylli skilyrði um nákvæmni í svæðisleiðsögu (RNP) sem krafist er við starfrækslu í viðkomandi loftrými (sjá einnig [ACJ] OPS 1.243).

(d)

JAR-OPS 1.398 orðast svo:

JAR-OPS 1.398 Notkun árekstrarvarakerfis flugvélar (ACAS)

(Sjá ACJ OPS 1.398)

Flugrekandi skal setja verklagsreglur til að tryggja:

(a) að þegar árekstrarvarakerfi er uppsett og nothæft skuli það notað á flugi í tilteknum starfshætti sem gerir kleift að framkalla ráðleggingar (RA) nema það sé ekki viðeigandi við aðstæður á þeim tíma.

(b) að ef árekstrarvarakerfi (ACAS) greinir óvænt nálægð við annað loftfar (RA) [verði] flugstjórinn eða sá flugmaður, sem hefur verið falin stjórn, að sjá til þess að [tafarlaust sé farið eftir] (brugðist við) [sérhverri] [ráðleggingu (viðvörun) árekstrarvarans] [nema slíkt myndi stofna öryggi flugvélarinnar í hættu.]

[Viðbrögðin:

(i) mega aldrei á nokkurn hátt fara þvert á ráðleggingar (RA) árekstrarvarans.

(ii) verða að vera í samræmi við ráðleggingar (RA) árekstrarvarans jafnvel þótt það brjóti í bága við fyrirmæli eða séu ekki í samræmi við leiðbeiningar flugumferðarstjórnar um hæðaraðskilnað.

(iii) mega ekki vera meiri en nauðsynlegt er til að fara eftir ráðleggingum (RA) árekstrarvarans.

(c) Reglur um fjarskipti við flugumferðarstjórn varðandi árekstrarvara séu fyrir hendi.

(d) Þegar hættan er liðin hjá sé samstundis aftur farið eftir fyrirmælum, leiðbeiningum og heimildum flugumferðarstjórnar.]

[3. breyting, 01.12.01; 10. breyting, 01.03.06]

(e)

JAR-OPS 1.978 orðast svo:

JAR-OPS 1.978 [Sérhönnuð þjálfunaráætlun] (ATQP)

[(Sjá 1. viðbæti við JAR- OPS 1.978)]

(Sjá ACJ OPS 1.978)

(a) Flugrekandi, sem hefur stundað samfelldan flugrekstur í minnst tvö ár, má í stað þess að fara eftir kröfum um þjálfun og próf fyrir flugliða í 1. viðbæti við JAR-OPS 1.978 (a) fara eftir sérhannaðri þjálfunaráætlun (ATQP) sem flugmálayfirvöld hafa samþykkt. Lækka má kröfur um tveggja ára samfelldan flugrekstur að ákvörðun flugmálayfirvalda.

(b) Í sérhannaðri þjálfunaráætlun, ATQP, verða að felast kröfur um að sýna fram á minnst jafn mikla hæfni og viðhald hæfni og sem næst með því að fara eftir JAR-OPS 1.945, 1.965 og 1.970. Staðall og gæði þjálfunar skal staðfest áður en farið er að þjálfa og prófa samkvæmt sérhannaðri þjálfunaráætlun, ATQP; staðlar um gæði ATQP þjálfunar skulu einnig tilgreindir (vera fyrir hendi).

(c) Flugrekandi sem sækir um samþykki flugmálayfirvalda til að innleiða sérhannaða þjálfunaráætlun, ATQP skal leggja fram innleiðingaráætlun sem er í samræmi við (c) lið 1. viðbætis við JAR-OPS 1.978.

(d) Til viðbótar við prófin sem krafa er um í JAR-OPS 1.965 og 1.970 skal flugrekandi sjá til þess að allir flugliðar fari í frammistöðumat í leiðarflugi (LOE).

(1) Frammistöðumat í leiðarflugi, LOE, skal fara fram í flughermi. Það má framkvæma um leið og önnur sérhönnuð þjálfun fer fram (ATQP).

(2) Frammistöðumat í leiðarflugi, LOE, gildir í 12 almanaksmánuði til viðbótar við það sem eftir er af útgáfumánuði. Ef það er gefið út fyrir lok þriggja síðustu mánaða síðasta gildistíma skal gildistíminn vera frá útgáfudegi í 12 mánuði frá þeim degi sem síðasta mat, LOE, féll úr gildi.

(e) Eftir að hafa stundað flugrekstur í samræmi við samþykkta sérhannaða þjálfunaráætlun, ATQP í tvö ár getur flugrekandi, ef flugmálayfirvöld samþykkja það, lengt gildistímann í JAR-OPS 1.965 og 1.970 á eftirfarandi hátt:

(1) Hæfnipróf flugrekanda - í 12 almanaksmánuði til viðbótar við það sem eftir er af útgáfumánuði. Ef það er framkvæmt á síðustu 3 mánuðum gildistíma síðasta hæfniprófs skal gildistíminn vera frá útgáfudegi í 12 almanaksmánuði frá því að síðasta hæfnipróf flugrekanda féll úr gildi.

(2) Leiðarflugspróf - 24 almanaksmánuði til viðbótar við það sem eftir er af útgáfumánuði. Ef það er gefið út á síðustu 6 mánuðum gildistíma síðasta frammistöðumats skal gildistíminn frá útgáfudegi í 24 mánuði frá því að síðasta mat féll úr gildi. Leiðarflugspróf má sameina frammistöðumati í leiðarflugi (LOEQE) með samþykki flugmálayfirvalda.

(3) Próf á neyðar- og öryggisbúnaði - í 24 mánuði til viðbótar við það sem eftir er af útgáfumánuði. Ef staðfesting prófs er gefin út á síðustu 6 almanaksmánuðum gildistíma síðasta prófs skal gildistíminn vera frá útgáfudegi í 24 mánuði frá því að síðasta próf féll út gildi.

(f) Sérhannaða þjálfunaráætlunin, ATQP, skal vera á ábyrgð tilnefnds yfirmanns.

[10. breyting, 01.03.06; 11. breyting, 01.08.06]

(f)

1. viðbætir við JAR-OPS 1.978 orðast svo:

[1. viðbætir við JAR-OPS 1.978 Sérhönnuð þjálfunaráætlun

(Sjá ACJ við 1. viðbæti við JAR-OPS 1.-6. og 9. tölul. b-liðar 1.978)

(Sjá ACJ við 1. viðbæti við JAR-OPS i-liður 1. töluliðar c-liðar 1.978)

(a) Sérhönnuð þjálfunaráætlun flugrekanda, ATQP, getur átt við eftirfarandi kröfur varðandi þjálfun og hæfni:

(1) JAR-OPS 1.450 og 1. viðbæti við JAR-OPS 1.450 - Rekstur í lélegu skyggni - Þjálfun og hæfni;

(2) JAR-OPS 1.945 Þjálfun og próf vegna flugvélaskipta og 1. viðbæti við JAR-OPS 1.945;

(3) JAR-OPS 1.950 Mismunarþjálfun og kynningarþjálfun;

(4) JAR-OPS 1.955 (b) Tilnefning flugstjóra;

(5) JAR-OPS 1.965 Reglubundin þjálfun og próf og 1. og 2. viðbæti við JAR-OPS 1.965;

(6) JAR-OPS 1.980 Starfræksla fleiri en einnar tegundar eða tegundarafbrigðis og 1. viðbæti við JAR-OPS 1.980.

(b) Í sérhannaðri þjálfunaráætlun, ATQP skal eftirfarandi felast:

(1) Skjöl þar sem skráð er umfang og kröfur þjálfunaráætlunarinnar;

(2) Verkgreining: til að ákveða hvaða verkefni skal greina varðandi:

(i) þekkingu;

(ii) færni sem krafist er;

(iii) viðeigandi færniþjálfun; ef það á við;

(iv) gildandi skor við atferlismat (mat á hegðun);

(3) Námsefni - Samsetning og innihald námsefnis skal ákvarðað með því að greina verkefnið og í því skal felast markmið varðandi hæfni og hvernig þeim markmiðum skal náð. Flugmálayfirvöld skulu telja aðferð við þróun námsefnis ásættanlega;

(4) Sérstök þjálfunaráætlun fyrir:

(i) Allar tegundir/flokka flugvéla sem sérhannaða þjálfunaráætlunin, ATQP; tekur til

(ii) Kennarana

Flokkskennara/flugþjálfakennara/tegundarkennara (CRI/SFI/TRI) og aðra starfsmenn sem hafa með höndum kennslu flugáhafna;

(iii) Prófdómarana

Flokksprófdómara/flugþjálfa prófdómara/tegundarprófdómara (CRE/SFE/TRE); ásamt aðferð til að samræma störf kennara og prófdómara.

(5) Svörunarkerfi til að meta og bæta námskrá og tryggja að þjálfunarskráin sé í samræmi við markmið varðandi hæfni;

(6) Aðferð til að meta flugáhafnir í þjálfun bæði vegna námskeiðs til flugvélaskipta og vegna reglubundinnar þjálfunar og prófa. Í prófaferlinu skulu felast óvæntir atburðir sem hluti af frammistöðumati í leiðarflugi. Prófaðferðin skal vera í samræmi við JAR-OPS 1.965;

(7) Samþætt gæðaeftirlitskerfi sem tryggir að uppfylltar séu allar kröfur og reglur í þjálfunaráætluninni;

(8) Aðferð sem lýsir því hvernig bregðast á við ef áætlun varðandi eftirlit og mat tryggir ekki að uppfylltir séu hefðbundnir hæfni- og færnistaðlar fyrir flugáhafnir;

(9) Áætlun um gagnaeftirlit og greiningu.

(c) Innleiðing - Flugrekandi skal þróa áætlun um mat og innleiðingu sem er fullnægjandi að mati flugmálayfirvalda; uppfylla skal eftirfarandi kröfur:

(1) Innleiðingarferlið skal vera í eftirfarandi stigum:

(i) Öryggisferli sem færir sönnur á gildi

(A) á endurskoðuðum þjálfunar- og hæfnistöðlum þegar borið er saman við gæði þjálfunar samkvæmt JAR-OPS áður en þjálfun samkvæmt sérhannaðri þjálfunaráætlun, ATQP, hófst;

(B) á öllum nýjum aðferðum við þjálfun sem eru innleiddar sem hluti af sérhönnuðu þjálfunaráætluninni, ATQP.

Ef flugmálayfirvöld samþykkja getur flugrekandinn notað jafngóða aðferð aðra en formlegt öryggisferli.

(ii) Framkvæmd verkgreiningar eins og krafa er um í lið (b)(2) að framan til þess að útbúa þjálfunaráætlun flugrekandans sem stefnt er að með viðkomandi þjálfunarmarkmiðum.

(iii) Tímabil flugrekstrar meðan upplýsingum er safnað og þær greindar til að tryggja gagnsemi öryggisferilsins eða sambærilegrar aðferðar og staðfesta verkgreininguna. Á þessu tímabili skal flugrekandinn halda áfram að starfa samkvæmt kröfum JAR-OPS 1 (fyrir innleiðingu ATQP). Komast skal að samkomulagi við Flugmálayfirvöld um lengd þessa tímabils;

(2) Síðan er hægt að samþykkja að flugrekandinn annist þjálfun og próf eins og lýst er í sérhönnuðu þjálfunaráætluninni (ATQP).]

[10. breyting, 01.03.06]

(g)

c-liður JAR-OPS 1.943 og tilvísanir undir fyrirsögn ákvæðis orðast svo:

JAR-OPS 1.943 Grunnþjálfun flugrekanda í stjórnun áhafnarsamvinnu (CRM).

(Sjá [] [ACJ] OPS [(AMC)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður. 1.965)

(Sjá [ACJ] OPS [(IEM)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965(e))

(c) Grunnþjálfun í stjórnun áhafnarsamvinnu skal vera í höndum a.m.k. eins kennara í stjórnun áhafnarsamvinnu sem flugmálayfirvöld geta fallist á sem má njóta aðstoðar sérfræðinga til að fjalla um tiltekin svið. (Sjá [] ACJ OPS [(AMC)] 1.943/1.945(a)(9)/1.955(b)(6)/1.965(e)).

(h)

9. tölul. a-liðar JAR-OPS 1.945 og tilvísanir undir fyrirsögn ákvæðis orðast svo:

JAR-OPS 1.945 Þjálfun og próf vegna flugvélaskipta

(Sjá 1. viðbæti við JAR-OPS 1.945)

(Sjá AMC OPS 1.945)

(Sjá IEM OPS 1.945)

(Sjá [] [ACJ] OPS [(AMC)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965)

(Sjá [] [ACJ] OPS [(IEM)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955)

(9) að hlutar úr þjálfun í stjórnun áhafnarsamvinnu séu samþættir við námskeið vegna flugvélaskipta. (Sjá [] [ACJ] OPS [(AMC)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965 [] & [ACJ] OPS [(IEM)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965 og AMC OPS 9. tölul. a-liðar 1.945 og IEM OPS 9. tölul. a-liðar 1.945)

(i)

6. töluliður b-liðar JAR-OPS 1.955 Tilnefning flugstjóra orðast svo:

(6) Hluta úr stjórnun áhafnarsamvinnu (CRM). (Sjá [] [ACJ] OPS [(AMC)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965 & [] [ACJ] OPS [(IEM)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965).

[3. breyting, 01.02.01; 11. breyting, 01.08.06]

(j)

B-liður iv-liðar 3. töluliðar a-liðar JAR-OPS 1.965 og tilvísanir undir fyrirsögn ákvæðis orðast svo:

JAR-OPS 1.965 Reglubundin þjálfun og próf

(Sjá 1. og 2. viðbæti við JAR-OPS 1.965)

(Sjá AMC OPS 1.965)

(Sjá [] [ACJ] OPS [(AMC)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965)

(Sjá [] [ACJ] OPS [(IEM)] 1.943/ 9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955 /e-liður 1.965)

(Sjá IEM OPS 1.965)

(B) að áfangaþjálfun í stjórnun áhafnarsamvinnu skal vera í höndum a.m.k eins kennara í stjórnun áhafnarsamvinnu sem flugmálayfirvöld geta fallist á (sjá [] [ACJ] OPS [(AMC)] 1.943/1.945(a)(9)/1.955(b)(6)/1.965(e)) sem má njóta aðstoðar sérfræðinga til fjalla um tiltekin svið.

(k)

Tilvísanir undir fyrirsögn 1. viðbætis við JAR-OPS 1.945 orðast svo:

1. viðbætir við JAR-OPS 1.945 Námskeið flugrekanda vegna flugvélaskipta

(Sjá AMC OPS 1.945)

(Sjá [] [ACJ] OPS [(AMC)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965)

(Sjá [] [ACJ] OPS [(IEM)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965)

(Sjá IEM OPS 1.945)

(l)

Við bætist nýr (iii) liður undir 4. tölul. a-liðar í 1. viðbæti við JAR-OPS 1.965 og tilvísanir undir fyrirsögn ákvæðis sem orðast svo:

1. viðbætir við JAR-OPS 1.965 Reglubundin þjálfun og próf - flugmenn

(Sjá AMC OPS 1.965)

(Sjá [] [ACJ] OPS [(AMC)] 1.943/9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður 1.965)

(Sjá [] [ACJ] OPS [(IEM)] 1.943/ 9. tölul. a-liðar 1.945/6. tölul. b-liðar 1.955/e-liður l.965)

(Sjá IEM OPS 1.965)

[(iii) Flugrekendur skulu semja verklagsreglur um endurskoðun á þjálfunaráætlun varðandi reglubundna þjálfun í stjórnun áhafnarsamstarfs (CRM). Endurskoðunin skal framkvæmd á tímabili sem er ekki lengra en 3 ár. Við endurskoðun á þjálfunaráætluninni skal taka tillit til ópersónugreinanlegrar útkomu í mati á áhöfnum í stjórnun áhafnarsamstarfs og upplýsinga sem hafa komið í ljós í áætlunum um slysavarnir og flugöryggi.]

(m)

Við bætist nýr (iii) liður undir 3. tölulið b-liðar í 1. viðbæti við JAR-OPS 1.965 og númeraröð annarra liða breytist til samræmis:

[(iii) Mat á stjórnun í áhafnarsamstarfi (CRM) má ekki nota eitt sér sem ástæðu fyrir því að próf í leiðarflugi hefur ekki verið staðist.]

(n)

1. mgr. c-liðar 1. viðbætis við JAR-OPS 1.1010 orðast svo:

(c) Notkun dyra og útganga. Flugrekandi skal sjá til þess:

(1) að hver þjónustuliði noti og opni [] í reynd [allar tegundir eða tegundarafbrigði] venjulegra útganga og neyðarútganga [] eins og þeir eru notaðir við [venjulegar aðstæður og í neyðartilvikum, einnig þegar bilun er í átaksléttikerfum (power assist systems) þar sem þau eru til staðar. Í þessu skulu einnig felast þau viðbrögð og það afl sem þarf að beita til að stjórna og setja neyðarrennur út.

Þessi þjálfun skal fara fram] í flugvél eða í dæmigerðu þjálfunartæki.

(o)

1. tölul. c-liðar 1. viðbætis JAR-OPS 1.1015 orðast svo:

(1) [] [að hver þjónustuliði noti og opni í reynd allar tegundir eða tegundarafbrigði venjulegra útganga og neyðarútganga eins og þeir eru notaðir við eðlilegar aðstæður og í neyðartilvikum, einnig þegar bilun er í átaksléttikerfum (power assist systems) þar sem þau eru til staðar. Í þessu skulu einnig felast þau viðbrögð og það afl sem þarf að beita til að stjórna og setja neyðarrennur út. Þessi þjálfun skal fara fram] í flugvél eða í dæmigerðu þjálfunartæki.

(p)

3. tölul. a-liðar 1. viðbætis JAR-OPS 1.1020 orðast svo:

(3) Að nota og opna í reynd [] [allar tegundir og tegundarafbrigði] venjulegra útganga og neyðarútganga [] eins og þeir eru notaðir við [venjulegar aðstæður og í neyðartilfellum, einnig þegar bilun er í átaksléttikerfum (power assist systems) þar sem þau eru til staðar. Í þessu skulu einnig felast þau viðbrögð og það afl sem þarf að beita til að stjórna og setja neyðarrennu út. Þessi þjálfun skal fara fram] [] í flugvél eða í dæmigerðu þjálfunartæki.

(q)

C-liður JAR-OPS 1.070 Flutningur sportvopna og skotfæra orðast svo:

(c) Flytja má skotfæri í sportvopn í skráðum farþegafarangri, með fyrirvara um vissar takmarkanir í samræmi við tæknilegu fyrirmælin (sjá 5. tölul. b-liðar JAR-OPS 1.1160) eins og skilgreint er í [15.] tölul. a-liðar JAR-OPS 1.1150.

[1. breyting, 01.03.98; 12. breyting, 01.12.05]

(r)

Í stað JAR-OPS 1.080 Afhending á hættulegum varningi til flutnings koma orðin: Hér á að vera eyða.

(s)

JAR-OPS 1.135 orðast svo:

JAR-OPS 1.135 Viðbótarupplýsingar og eyðublöð sem skylt er að hafa um borð

(a) Flugrekandi skal sjá til þess að til viðbótar þeim skjölum og handbókum, sem mælt er fyrir um í JAR-OPS 1.125 og JAR-OPS 1.130, séu eftirfarandi upplýsingar og eyðublöð, er varða viðkomandi tegund flugs og flugsvæði, um borð í hverju flugi:

(1) leiðarflugáætlun þar sem koma fram að minnsta kosti þær upplýsingar sem krafist er í JAR-OPS 1.1060,

(2) tækniflugbók flugvélar þar sem koma fram að minnsta kosti þær upplýsingar sem krafist er í [EASA IR, M hluta, M.A.306, Tækniflugbók flugrekanda],

(3) nákvæm sundurliðun á skráðri flugáætlun fyrir flugumferðarþjónustuna (ATS),

(4) viðeigandi upplýsingar til flugmanna (NOTAM/AIS),

(5) viðeigandi upplýsingar um veður,

(6) massa- og jafnvægisskrár sem tilgreindar eru í J-kafla,

(7) tilkynningar um sérstaka flokka farþega, til dæmis öryggisverði, ef þeir teljast ekki til áhafnar, fatlað fólk, óæskilega farþega, menn sem vísað er úr landi og gæslufanga,

(8) tilkynningar um sérstakan farm, til dæmis hættulegan varning, með skriflegum upplýsingum handa flugstjóranum, eins og kveðið er á um í [c]-lið JAR-OPS 1.1215,

(9) gildandi landabréf og kort og skjöl þeim tengd, eins og mælt er fyrir um í 7. tölul. b-liðar JAR-OPS 1.290,

(10) önnur skjöl sem ríki, sem eiga hlut að máli í viðkomandi flugi, kunna að krefjast eins og farmskrá, farþegaskrá og fleira, og

(11) eyðublöð sem skylt er að skila til flugmálayfirvalda og flugrekanda.

(b) Flugmálayfirvöld geta heimilað að upplýsingarnar, sem um getur í a-lið hér að framan, séu lagðar fram í öðru formi en prentuðu. Það þarf að vera tryggt að þær séu auðveldlega tiltækar, nothæfar og áreiðanlegar.

[12. breyting, 01.12.06]

(t)

4. tl. (d) liðar JAR-OPS 1.420 Skýrslur um atvik orðast svo:

(4) [] [Flugatvik eða slys er varða hættulegan varning. Flugrekandi skal tilkynna flugatvik og slys er varða hættulegan varning til flugmálayfirvalda og viðkomandi yfirvalda þess ríkis þar sem atvikið eða slysið átti sér stað í samræmi við það sem kemur fram í 1. viðbæti við JAR-OPS 1.1225. Fyrstu tilkynningu skal senda áður en 72 tímar er liðnir frá því að atburðurinn átti sér stað, nema alveg sérstakar aðstæður komi í veg fyrir það. Í tilkynningunni skal felast allt það sem þá er vitað. Ef nauðsynlegt er skal eins fljótt og unnt er útbúa aðra tilkynningu með viðbótar upplýsingum sem hafa komið fram. (Sjá einnig JAR-OPS 1.1225).]

(u)

Nýr c-liður 9. liðar A liðar 1. viðbætis við JAR-OPS 1.1045 bætist við og breytist númer annarra liða til samræmis.

[(c) Sérstakar kröfur um tilkynningu ef slys eða einhver atburður á sér stað þegar hættulegur varningur er fluttur í flugvél.]

(v)

d- og e-liðir 11. liðar A liðar 1. viðbætis við JAR-OPS 1.1045 orðast svo:

(d) Verklagsreglur um munnlega tilkynningu til flugumferðarþjónustudeilda um flugatvik sem tengjast leiðbeiningum frá árekstrarvörum (ACAS RA), hættu af fuglum [] og hættulegum aðstæðum;

(e) Verklagsreglur um afhendingu skriflegra skýrslna um flugumferðaratvik, leiðbeiningar frá árekstrarvörum, árekstra við fugla, flugatvik eða slys í tengslum við hættulegan varning og ólögmæt afskipti;

(x)

JAR-OPS 1.1145 Almennt orðast svo:

[JAR-OPS 1.1145 Almennt

Flugrekandi skal fullnægja viðeigandi skilyrðum í tæknilegu fyrirmælunum án tillits til þess hvort:

(a) flugið er alveg eða að hluta til innan eða alveg utan lögsögu ríkis; eða

(b) hvort fyrir hendi sé heimild til að flytja hættulegan varning í samræmi við JAR-OPS 1.1155.]

[12. breyting, 01.12.06]

(y)

JAR-OPS 1.1150 Orðskýringar orðast svo:

(a) Hugtök sem notuð eru í þessum kafla hafa þá merkingu sem hér segir:

(1) Gátlisti við móttöku. Skjal sem notað er við skoðun á ytra útliti pakka með hættulegum varningi, ásamt tilheyrandi skjölum, til að staðfesta að allar viðkomandi kröfur hafi verið uppfylltar.

[(2) Samþykki. Heimild fyrir flutningi sem er gefin út af flugmálayfirvöldum, eingöngu samkvæmt 2. tölulið b-liðar JAR-OPS-1.1165 og getið er um í tæknilegu fyrirmælunum vegna flutnings á hættulegum varningi sem venjulega er bannað að flytja eða af öðrum ástæðum eins og tiltekið er í tæknilegu fyrirmælunum.]

[(3)] Vöruloftfar. Loftfar sem flytur vörur og eigur en ekki farþega. Í þessu samhengi eru eftirtaldir ekki taldir til farþega:

(i) flugverjar,

(ii) starfsmenn flugrekanda sem leyfilegt er að flytja í samræmi við fyrirmæli í flugrekstrarhandbókinni,

(iii) samþykktir fulltrúar flugmálayfirvalda, eða

(iv) menn sem hafa störfum að gegna vegna sérstakra sendinga um borð.

[(4) Hættulegur varningur. Hlutir eða efni sem geta verið hættuleg heilsu, öryggi, eignum eða umhverfi og sem eru á lista yfir hættulegan varning í tæknilegu fyrirmælunum eða eru flokkuð samkvæmt þeim fyrirmælum.]

([5]) Slys í tengslum við hættulegan varning. Atvik, tengt flutningum á hættulegum varningi, sem hefur í för með sér alvarleg meiðsl, dauðsfall eða mikið eignatjón. (Sjá 5. og 6. tölul. a-liðar ACJ OPS (IEM) 1.1150.)

([6]) Flugatvik í tengslum við hættulegan varning. Atvik, annað en slys í tengslum við hættulegan varning, tengt flutningum á hættulegum varningi, sem gerist ekki endilega um borð í loftfari en hefur í för með sér meiðsl á mönnum, eignatjón, eldsvoða, brot, leka eða að vökvi hellist niður, geislavirkni eða önnur ummerki þess að umbúðir hafi gefið sig. Öll atvik tengd flutningi á hættulegum varningi, sem stofna loftfari eða þeim sem um borð eru í hættu, teljast einnig vera flugatvik í tengslum við hættulegan varning. (Sjá 5. og 6. tölul. a-liðar ACJ OPS (IEM)1.1150.)

([7]) Flutningsskjal fyrir hættulegan varning. Skjal sem er tilgreint í tæknilegu fyrirmælunum. Það er fyllt út af þeim sem afhendir hættulegan varning til flutnings flugleiðis og í því eru upplýsingar um hættulega varninginn.

([8]) Undanþága. Heimild sem er að finna í tæknilegum fyrirmælum og gefin út af viðkomandi flugmálayfirvöldum sem veitir undanþágu frá kröfum í tæknilegu fyrirmælunum og aðeins í þeim tilgangi sem samræmist þessum kafla.

([9]) Vörugámur. Vörugámur, sérstaklega búinn til flutnings á geislavirkum efnum, sem á að auðvelda flutninga á slíkum efnum, hvort heldur er innpökkuðum eða óinnpökkuðum, með einni eða fleiri flutningsaðferðum. (Aths.: sjá "Hleðslueiningabúnaður" hér á eftir, ef hættulegi varningurinn er ekki geislavirkt efni.)

([10]) Umboðsaðili. Umboðsskrifstofa sem hefur með höndum suma eða alla starfsemi flugrekanda fyrir hans hönd, þar á meðal að taka á móti, ferma, afferma, flytja eða á annan hátt sjá um farþega eða farm. []

([11]) Safnumbúðir. Umbúðir utan um einn eða fleiri pakka sem saman mynda eina afgreiðsluheild og einstakur sendandi notar til hagræðingar við afgreiðslu og geymslu. (Aths.: hugtakið "hleðslueiningabúnaður" fellur ekki undir þessa skilgreiningu.)

([12]) Pakki. Frágengin vörusending, þ.e. umbúðir og innihald, tilbúin til flutnings.

([13]) Umbúðir. Ílát ásamt hlutum eða efnum sem nauðsynleg eru til þess að ílátið gegni hlutverki sínu. []

([14]) Alvarleg meiðsl. Meiðsl sem maður verður fyrir í slysi og:

(i) hafa í för með sér meira en 48 klukkustunda sjúkrahúsvist er hefst innan 7 daga frá þeim degi að maðurinn slasast, eða

(ii) eru fólgin í beinbroti (að frátöldu minni háttar broti á fingrum, tám eða nefi), eða

(iii) eru fólgin í skurðsári sem hefur í för með sér alvarlegar blæðingar eða skemmdir á taugum, vöðvum eða sinum, eða

(iv) eru fólgin í áverka á innra líffæri, eða

(v) eru fólgin í annars eða þriðja stigs bruna, eða brunasárum sem þekja meira en 5% af yfirborði líkamans, eða

(vi) eru fólgin í því að maður hefur orðið fyrir smiti eða skaðlegri geislun, sem hefur verið staðfest. []

([15]) Tæknileg fyrirmæli. Nýjasta gildandi útgáfa af "tæknilegu fyrirmælunum um öruggan flutning á hættulegum varningi flugleiðis" [], ásamt viðbæti og hvers kyns viðbótum, sem hafa verið samþykktar og birtar (að) með ákvörðun ráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). (ICAO skjal 9284-AN/905). []

([16]) Hleðslueiningabúnaður. Gámur eða netvörupallur, með eða án hvolfþaks, sem er sérstaklega gerður fyrir loftför. (Aths.: þessi skilgreining nær ekki til safnumbúða, sjá skilgreiningu á vörugámi að því er varðar gáma sem í eru geislavirk efni.)

[1. breyting, 01.03.98, 3. breyting, 01.12.01, 12. breyting, 01.12.06]

(z)

JAR-OPS 1.1155 Samþykki fyrir flutningi á hættulegum varningi orðast svo:

JAR-OPS 1.1155 Samþykki fyrir flutningi á hættulegum varningi []

[(a)] Flugrekandi skal ekki flytja hættulegan varning nema að fengnu samþykki flugmálayfirvalda.

[(b) Áður en heimild til að flytja hættulegan varning er veitt skal flugrekandinn sýna yfirvöldum fram á að nægileg þjálfun hafi verið veitt, að í öllum viðkomandi gögnum (þ.e. um meðferð á jörðu, meðferð í flugvél, þjálfun) séu upplýsingar og leiðbeiningar um hættulegan varning og að fyrir hendi séu verklagsreglur til að tryggja örugga meðferð hættulegs varnings á öllum stigum flutnings með flugi.

Aths.: Undanþágan eða heimildin sem getið er í 1. eða 2. tölulið b-liðar í JAR-OPS 1.1165 er til viðbótar ofangreindu og skilyrðin í b-lið þurfa ekki endilega að eiga við.]

[12. breyting, 01.12.06]

(þ)

JAR-OPS 1.1160 Gildissvið orðast svo:

JAR-OPS 1.1160 Gildissvið

[Undanþegnar frá kröfum í þessum kafla eru hlutir og efni sem annars væri flokkað sem hættulegur varningur en er ekki getið í tæknilegu fyrirmælunum samkvæmt hluta 1 og 8 í þeim fyrirmælum að því tilskildu að:

(a) þegar það er sett um borð með samþykki flugrekanda til þess að veita sjúklingi læknishjálp meðan á flugi stendur (sjá a-lið ACJ OPS 1.1160) þá er það:

(1) meðferðis til notkunar í flugi; eða er hluti af föstum búnaði sem hefur verið aðlagaður sérstaklega fyrir brottflutning af læknisfræðilegum ástæðum eða eru um borð í sömu flugvél til að sækja sjúkling eða eftir að sjúklingur hefur verið fluttur frá borði þegar það er ógerlegt að ferma eða afferma hættulega varninginn þegar verið er að flytja sjúkling en ætlunin er að afferma eins fljótt og gerlegt er; og

(2) þegar hættulegur varningur er settur um borð með samþykki flugrekanda til að veita sjúklingi læknishjálp meðan á flugi stendur þá skulu eftirfarandi skilyrði eiga við og skal varningnum komið fyrir í stöðu sem hann er í þegar hann er í notkun og gengið örugglega frá honum þegar ekki er verið að nota hann og festa rækilega í flugtaki og lendingu og alltaf þegar flugstjóri telur það nauðsynlegt af öryggisástæðum:

(i) Gashylki verða að vera sérstaklega framleidd fyrir áfyllingu og flutning viðkomandi gastegundar;

(ii) Þegar lyf og önnur sjúkragögn eru í notkun í flugvél skulu þau að vera í umsjá þjálfaðs starfsfólks;

(iii) Búnað sem í eru blautsýrurafhlöður verður að geyma í lóðréttri stöðu til að koma í veg fyrir að það skvettist úr þeim rafvökvi og ef nauðsynlegt er þarf að festa hann.

(b) Það sé krafa um að það sé um borð í flugvélinni og í samræmi við viðeigandi kröfur JAA eða af rekstrarástæðum (sjá b-lið ACJ OPS 1.1160). Þó að hlutir eða efni hafi verið ætluð til skipta eða hafi verið fjarlægt vegna skipta verður að flytja það í flugvél eins og lýst er í tæknilegu fyrirmælunum.

(c) Það sé í farangri

(1) farþega eða flugverja í samræmi við tæknilegu fyrirmælin (sjá 1. tölulið c-liðar ACJ OPS 1.1160); eða

(2) sem hefur orðið viðskila við eiganda við skipti milli flugvéla (þ.e. týndur farangur eða röng merking farangurs) en er fluttur af flugrekandanum (sjá 1. tölulið c-liðar ACJ OPS 1.1160).]

[1. breyting, 01.03.98, 3. breyting, 01.12.01, 12. breyting, 01.12.06]

(æ)

JAR-OPS 1.1165 Takmarkanir á flutningi á hættulegum varningi orðast svo:

JAR-OPS 1.1165 Takmarkanir á flutningi á hættulegum varningi

(a) Flugrekandi skal [] tryggja að hlutir og efni, [eða annað sem telst hættulegur varningur] sem er sérstaklega tilgreint með heiti eða með almennri lýsingu í tæknilegu fyrirmælunum og bannað er að flytja samkvæmt þeim, séu aldrei flutt með flugvél.

(b) [(Sjá b-lið [ACJ] OPS [(IEM)] 1.1165)] Flugrekandi skal [ekki flytja] hluti og efni eða annan varning sem [telst hættulegur varningur], sem tilgreindur er í tæknilegu fyrirmælunum og bannað er að flytja við venjulegar aðstæður [] samkvæmt þeim, [nema eftirfarandi kröfur í fyrirmælunum séu uppfylltar]:

(1) [Öll viðkomandi ríki hafi veitt nauðsynlega undanþágu] fyrir þessa hluti í samræmi við ákvæði tæknilegu fyrirmælanna [], eða

(2) [] [Öll viðkomandi ríki hafi veitt samþykki sitt í þeim tilfellum þegar tæknilegu fyrirmælin gefa til kynna að aðeins sé krafa um slíkt samþykki.]

[12. breyting, 01.12.06]

(ö)

Greinar JAR-OPS 1.1170, 1.1175, 1.1180 og 1.1185 skulu falla brott.

(aa)

JAR-1.1190 orðast: JAR-1.1190 Hér á að vera eyða.

(bb)

JAR-OPS 1.1195 Móttaka á hættulegum varningi orðast svo:

JAR-OPS 1.1195 Móttaka á hættulegum varningi

(a) Flugrekandi skal ekki taka á móti hættulegum varningi [nema]

[(1)] pakkinn, safnumbúðirnar eða vörugámurinn hafi verið skoðaður í samræmi við verklagsreglur um móttöku þeirra í tæknilegu fyrirmælunum.

[(2) Ef ekki er annað tekið fram í tæknilegu fyrirmælunum skulu tvö eintök fylgiskjala varðandi flutning hættulegs varnings fylgja með.

(3) Við eftirfarandi skal nota enska tungu

(i) merkingu pakka og merkimiða; og

(ii) fylgiskjöl vegna flutnings hættulegs varnings

til viðbótar við hvaða annað tungumál sem er krafa um.]

(b) Flugrekandi [] skal nota gátlista við móttöku hættulegs varnings [þar sem] hægt er að athuga öll atriði sem máli skipta og skal hann vera í því formi að unnt sé að færa þar inn niðurstöður skoðunar við móttöku, hvort heldur er handskrifað, vélrænt eða í tölvu.

[12. breyting, 01.12.06]

(cc)

JAR-OPS 1.1205 Mengun fjarlægð orðast svo:

JAR-OPS 1.1205 Mengun fjarlægð

(a) Flugrekandi skal sjá til þess:

(1) að mengun af völdum leka eða skemmda, sem finnst á hlutum eða pökkum sem innihalda hættulegan varning, sé tafarlaust fjarlægð og hafist handa til að koma í veg fyrir hvers konar hættu eins og lýst er í tæknilegu fyrirmælunum, og

(2) að flugvél, sem hefur mengast af geislavirkum efnum, sé þegar í stað tekin úr notkun og ekki tekin aftur í notkun fyrr en geislavirkni á öllum aðgengilegum stöðum og geislamengun, sem ekki situr föst, er ekki yfir þeim mörkum sem tilgreind eru í tæknilegu fyrirmælunum.

[(b) Ef upp kemur ósamræmi geislunarstigs og mengunar við einhver þau takmörk sem eru í tæknilegu fyrirmælunum,

(1) þá skal flugrekandinn:

(i) sjá til þess að vörusendandinn sé upplýstur ef ósamræmis verður vart meðan á flutningi stendur;

(ii) gera tafarlaust ráðstafanir til þess að milda afleiðingar ósamræmisins;

(iii) hafa samband við vörusendandann og viðkomandi flugmálayfirvöld eins fljótt og unnt er og tafarlaust ef hættuástand hefur skapast eða er að skapast;

(2) flugrekandinn skal einnig, í samræmi við sína ábyrgð:

(i) rannsaka ósamræmið og orsakir þess, kringumstæður og afleiðingar;

(ii) gera viðeigandi ráðstafanir til að lagfæra það sem olli þessu og kringumstæður þær sem urðu þess valdandi að ósamræmi varð og hindra að sambærilegar aðstæður skapist sem urðu til þess að ósamræmi varð.

(iii) hafa samband við viðkomandi flugmálayfirvöld varðandi orsakir ósamræmisins og um leiðréttingar og fyrirbyggjandi aðgerðir sem hafa verið framkvæmdar eða á að framkvæma.]

[12. breyting, 01.12.06]

(dd)

JAR-OPS 1.1215 Ákvæði um miðlun upplýsinga orðast svo:

JAR-OPS 1.1215 Ákvæði um miðlun upplýsinga

[(a) Upplýsingar til starfsmanna. Flugrekandi skal sjá til þess að upplýsingar í flugrekstrarhandbók og öðrum viðeigandi handbókum geri starfsfólki kleift að framkvæma skyldustörf sín varðandi flutning hættulegs varnings eins og kveðið er á um í tæknilegu fyrirmælunum ásamt aðgerðum sem þarf að framkvæma ef hættuástand skapast við flutning hættulegs varnings. Ef það á við skal einnig veita umboðsaðilum slíkar upplýsingar.]

[]

[]

(b) Upplýsingar til farþega og annarra hlutaðeigandi aðila.[]

(1) Flugrekandi skal sjá til þess að upplýsingum sé komið á framfæri við farþega eins og krafist er í tæknilegu fyrirmælunum, þannig að þeir fái viðvörun um hvers konar varning sem þeim er bannað að hafa meðferðis í flugvélum, og

(2) Flugrekandi [] skal sjá til þess að á stöðum, þar sem tekið er á móti farmi séu veittar upplýsingar um flutning á hættulegum varningi.

[]

([c]) Upplýsingar til flugstjóra. Flugrekandi skal sjá til þess að []:

[(1) flugstjórinn fái skriflegar upplýsingar um hættulegan varning sem á að flytja í flugvél eins og tilgreint er í tæknilegu fyrirmælunum;

(2) séð sé fyrir upplýsingum um hvernig bregðast skuli við hættuástand í flugi eins og tilgreint er í tæknilegum fyrirmælum;

(3) haldið sé eftir, aðgengilegu á jörðu niðri, læsilegu afriti af skriflegum upplýsingum til flugstjóransþar til flugi sem upplýsingarnar eiga við er lokið. Þetta afrit eða upplýsingarnar í því verður að vera auðvelt að nálgast á síðasta brottfararflugvelli og næsta áætlaða komustað þar til flugi sem upplýsingarnar eiga við er lokið;

(4) þegar hættulegur varningur er fluttur með flugi sem fer fram alveg eða að hluta til utan lögsögu ríkis þá séu skriflegu upplýsingarnar fyrir flugstjórann á ensku auk annarra tungumála sem krafa er um.]

(Sjá töflu 1 við viðbæti 1 við JAR-OPS 1.1065 fyrir varðveislutíma skjala).

([d]) Miðlun upplýsinga ef verður flugslys eða flugatvik [].

(1) Verði flugatvik þar sem flugvél flugrekanda á hlut að máli skal hann, ef þess er krafist, láta í té allar upplýsingar sem krafist er í tæknilegu fyrirmælunum.

(2) Verði slys eða alvarlegt flugatvik þar sem flugvél flugrekanda á hlut að máli skal hann [án tafar veita allar upplýsingar eins og krafa er um í tæknilegu fyrirmælunum.]

[(3) Flugrekandi skal setja verklagsreglur í viðeigandi handbækur og viðbúnaðaráætlanir varðandi ófyrirsjáanleg slys til að auðvelda upplýsingamiðlun.

(e) Upplýsingar ef hættuástand skapast í flugi (Sjá e-lið ACJ OPS 1.1215)

Ef hættuástand skapast í flugi skal flugstjórinn um leið og ástand leyfir tilkynna viðkomandi flugstjórnardeild um allan hættulegan farm um borð í flugvélinni eins og lýst er í tæknilegu fyrirmælunum.]

[1. breyting, 01.03.98, 3. breyting, 01.12.01, 12. breyting, 01.12.06]

(ee)

JAR-OPS 1.1220 Þjálfunaráætlanir orðast svo:

JAR-OPS 1.1220 Þjálfunaráætlanir

(Sjá [] [(ACJ)] OPS [AMC] 1.1220) []

(a) Flugrekandi skal setja saman og viðhalda þjálfunaráætlunum fyrir starfsmenn sína eins og krafist er í tæknilegu fyrirmælunum og þurfa flugmálayfirvöld að samþykkja þær.

[(b) Flugrekandi skal tryggja að starfsfólkið hljóti þjálfum í samræmi við þær kröfur sem varða þeirra ábyrgð.]

[]

[(c) Þegar maður kemur til starfa hjá flugrekanda, sem varðar flutning á hættulegum varningi í flugi, verður flugrekandi að tryggja að hann fái viðkomandi þjálfun eða staðfesta að hann hafi áður fengið þá þjálfun.]

(d) Flugrekandi skal sjá til þess allir starfsmenn sem fá þjálfun gangist undir próf til að sannreyna að þeir skilji ábyrgð sína.

(e) Flugrekandi skal sjá til þess að allir starfsmenn, sem þurfa á þjálfun að halda vegna hættulegs varnings, fái reglubundna þjálfun a.m.k. á tveggja ára fresti.

(f) Flugrekandi skal sjá til þess að færðar séu skrár yfir þjálfun alls starfsfólks vegna hættulegs varnings, eins og krafist er í tæknilegu leiðbeiningunum.

(g) Flugrekandi skal sjá til þess að starfsmenn umboðsaðila hans fái þjálfun [] [eins og krafa er um í tæknilegum leiðbeiningunum.] []

[3. breyting, 01.12.01; 12. breyting, 01.12.06]

(ff)

JAR-OPS 1.1225 Skýrslur um flugatvik eða slys sem verða í tengslum við hættulegan varning orðast svo:

JAR-OPS 1.1225 Skýrslur um flugatvik eða slys sem verða í tengslum við hættulegan varning

(Sjá [] [ACJ] OPS [(AMC)] 1.1225)

(a) Flugrekandi skal tilkynna flugmálayfirvöldum og viðkomandi flugmálayfirvöldum þess ríkis þar sem slys eða flugatvik átti sér stað, eins og kemur fram í [1. viðbæti við JAR-OPS 1.1225], um öll flugatvik eða slys sem verða í tengslum við hættulegan varning. [Frum]skýrsla skal send innan 72 klukkustunda eftir að atburðurinn átti sér stað nema sérstakar aðstæður hamli því [og skal hún fjalla um það sem þá er vitað. Ef nauðsynlegt er skal semja aðra skýrslu eins fljótt og unnt er með öllum viðbótar upplýsingum sem síðar hafa komið í ljós.]

(b) Flugrekandi skal einnig tilkynna flugmálayfirvöldum [og viðkomandi flugmálayfirvöldum þess ríkis þar sem slys eða flugatvik átti sér stað], um hættulegan varning sem ekki hefur verið gefinn upp eða gefinn upp með röngum hætti sem finnst í frakt eða farangri farþega [eins og kemur fram í 1. viðbæti við JAR-OPS 1.1225]. [Frum]skýrsla skal send innan 72 klukkustunda eftir að varningurinn finnst nema sérstakar aðstæður hamli því [og skal hún fjalla um það sem þá er vitað. Ef nauðsynlegt er skal semja aðra skýrslu eins fljótt og unnt er með öllum viðbótar upplýsingum sem síðar hafa komið í ljós.]

[3. breyting, 01.12.01, 12. breyting, 01.12.06]

(gg)

Við bætist nýr 1. viðbætir við JAR-OPS 1.1225 Skýrslur um flugatvik eða slys sem verða í tengslum við hættulegan varning sem orðast svo:

[1. viðbætir við JAR-OPS 1.1225 Skýrslur um flugatvik eða slys sem verða í tengslum við hættulegan varning

1. Flugrekandi skal ábyrgjast að tilkynna hvers konar flugatvik eða slys sem verða í tengslum við hættulegan varning án tillits til þess hvort varningurinn er í farmi, í pósti, í farangri farþega eða áhafnar. Tilkynna skal einnig um hættulegan varning sem ekki hefur verið gefinn upp eða gefinn upp með röngum hætti sem finnst í farmi, pósti eða farangri.

2. Frumskýrslu skal senda innan 72 klukkustunda eftir atvikið nema sérstakar aðstæður komi í veg fyrir það. Skýrsluna má senda með ýmsum hætti svo sem tölvupósti, símleiðis eða með símbréfi. Frumskýrslan skal fjalla um það sem þá er vitað, undir fyrirsögnum sem fram koma í 3. málsgrein. Ef nauðsynlegt er skal semja aðra skýrslu eins fljótt og unnt er með öllum viðbótar upplýsingum sem ekki var vitað um þegar frumskýrslan var send. Ef munnleg tilkynning hefur verið send skal senda skriflega staðfestingu eins fljótt og unnt er.

3. Frumskýrslan og allar viðbótarskýrslur skulu vera eins nákvæmar og unnt er og skulu fela í sér eftirfarandi eins og við á:

a. Dagsetningu þegar flugatvikið eða slysið átti sér stað eða þegar fundist hefur hættulegur varningur sem ekki hefur verið gefinn upp eða gefinn upp með röngum hætti;

b. Staðsetningu, flugnúmer og dagsetningu flugs;

c. Lýsingu varnings og tilvísunarnúmer á fylgibréfi, tösku, farangursmiða og farseðli o.s.frv.;

d. Rétt sendingarheiti (ásamt tækniheitinu ef við á) og UN/ID númerið þegar það er þekkt.

e. Flokk eða deild og alla sérstaka áhættu;

f. Tegund umbúða og sérmerkingar;

g. Magn;

h. Nafn og heimilisfang sendanda, farþega o.s.frv.;

i. Öll önnur viðeigandi atriði;

j. Grunsemdir um orsakir atviksins eða slyssins;

k. Framkvæmdar aðgerðir;

l. Allar aðrar aðgerðir sem framkvæmdar eru varðandi tilkynningu; og

m. Nafn, titil, heimilisfang og símanúmer þess sem gerir skýrsluna.

4. Afrit af viðkomandi gögnum og allar ljósmyndir sem hafa verið teknar ættu að fylgja skýrslunni.]

[12. breyting, 01.12.06]

(hh)

JAR-OPS 1.1071 Tækniflugbók flugvélar orðast svo:

JAR-OPS 1.1071 Tækniflugbók flugvélar

Flugrekandi skal halda tækniflugbók flugvélar eins og mælt er fyrir um í [EASA IR, M-hluta, M.A. 306, Tækniflugbók flugrekanda.]

[12. breyting 01.12.06]

4. gr.

Með reglugerð þessari eru innleiddar eftirtaldar breytingar Flugöryggissamtaka Evrópu, JAA á JAR-OPS 1; NPA FCL/OPS 1 ZFTT, NPA OPS 39A, NPA OPS 42, NPA OPS 44, NPA OPS 46 og NPA OPS 55.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 85. gr. a og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 20. ágúst 2007.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica