1. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að mæla fyrir um starfsaðferðir við eftirlit með stöðlun hjá flugmálayfirvöldum aðildarríkja á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við viðauka II.
2. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um eftirlit á þeim sviðum sem falla undir gildissvið 1. mgr. 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 1592/2002 sem birt er í viðauka l með reglugerð nr. 612/2005 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu.
3. gr.
Innleiðing.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 736/2006 frá 16. maí 2006 um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun, sem vísað er til í 66qa. lið XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27/2007 frá 27. apríl 2007, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar eru birt sem viðaukar með reglugerð þessari.
4. gr.
Viðurlög.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
5. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með vísan til 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, sbr. 3. gr. laga nr. 88/2004, öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 9. október 2007.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)