Samgönguráðuneyti

104/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2007 um vernd skipa og hafnaraðstöðu. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 4. gr. kemur ný málsgrein svo hljóðandi:

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 884/2005 frá 10. júní 2005 um verklagsreglur við framkvæmd skoðana fram­kvæmdastjórnarinnar á sviði siglingaverndar, sem vísað er til í XIII. viðauka við samn­inginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 34/2006 frá 10. mars 2006, sem birtist í EES-viðauka 28 bls. 20, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari og verður hluti af henni.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um siglingavernd, nr. 50/2004 með síðari breytingum og 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 17. janúar 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica