Samgönguráðuneyti

165/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

IV. viðauki breytist þannig:

Undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar" í 1. tölulið við tilskipun 70/156/EB í reitina "síðari viðbætur", "stjórnartíðindi EB" og "EES-birting" kemur:

2006/40/EB

L 161 14.06.2006

*** 144/2006; 15, 29.3.2007

Á eftir tölulið 45zp undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar" kemur nýr töluliður, 45zq, þannig að í reitina "töluliður", "tilskipun", "stjórnartíðindi EB" og "EES-birting" kemur:

45zq

Mengun frá loftræstingu 2006/40

L 161 14.06.2006

*** 144/2006; 15, 29.3.2007

Undir fyrirsögninni "bifhjól" í tölulið 45x, tilskipun 97/24/EB, í reitinn "síðari viðbætur", þar sem stendur "2006/119" kemur: 2006/72.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 31. janúar 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica