Prentað þann 6. apríl 2025
368/2008
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 464/2006 um fjarskiptaráð.
1. gr.
2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:
Eftirgreindir aðilar eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa í fjarskiptaráð auk varamanns, sem hefur þekkingu á fjarskiptamálum:
- INTER - Samtök aðila er veita Internetþjónustu.
- Neytendasamtökin.
- Samband íslenskra sveitarfélaga.
- Skýrslutæknifélag Íslands.
- Fjarskiptafyrirtæki sem bjóða farsíma eða talsímaþjónustu.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 7. mgr. 2. gr. fjarskiptalaga, nr. 81 26. mars 2003, sbr. lög nr. 78 24. maí 2005, öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 1. apríl 2008.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.