Samgönguráðuneyti

535/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 175/2008 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum. - Brottfallin

1. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Skipstjórnarnám A.

Sá sem lokið hefur skipstjórnarnámi A hefur öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem:

  1. Skipstjóri á skipum styttri en 12 metrar að skráningarlengd í strandsiglingum, eftir 12 mánaða siglingatíma (Smáskipaskírteini).
  2. Undirstýrimaður á skipum styttri en 45 metrar að skráningarlengd í innan­landssiglingum eftir 18 mánaða siglingatíma (Skírteini: Ab.).
  3. Stýrimaður á skipum styttri en 24 metrar að skráningarlengd í innanlands­siglingum eftir 18 mánaða siglingatíma (Skírteini: Ac.).
  4. Skipstjóri á skipum styttri en 24 metrar að skráningarlengd í innanlandssiglingum eftir 12 mánaða siglingatíma sem stýrimaður eða a.m.k. 12 mánaða siglingatíma sem skipstjóri á skipum styttri en 12 metrar að skráningarlengd (Skírteini: Ad.).

2. gr.

1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Skipstjórnarnám B.

Sá sem lokið hefur skipstjórnarnámi B hefur öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem:

  1. Yfirstýrimaður/stýrimaður á skipum styttri en 45 metrar að skráningarlengd í innanlandssiglingum eftir 18 mánaða siglingatíma (Skírteini: Ba.).
  2. Skipstjóri á skipum styttri en 45 metrar að skráningarlengd í innanlandssiglingum eftir 12 mánaða siglingatíma sem stýrimaður á skipum styttri en 45 metrar eða 12 mánaða siglingatíma sem skipstjóri á skipum styttri en 24 metrar að skráningarlengd (Skírteini: Bc.).
  3. Undirstýrimaður á fiskiskipum og öðrum skipum að ótakmarkaðri stærð og farsviði eftir 18 mánaða siglingatíma (Skírteini: Bb.).

3. gr.

1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Skipstjórnarnám C.

Sá sem lokið hefur skipstjórnarnámi C hefur öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem:

  1. Yfirstýrimaður á fiskiskipum og öðrum skipum að ótakmarkaðri stærð og farsviði og undirstýrimaður á varðskipum eftir 12 mánaða siglingatíma sem stýrimaður eða skipstjóri á skipum 24 metrar og lengri að skráningarlengd (Skírteini: Ca.).
  2. Skipstjóri á skipum að ótakmarkaðri stærð og farsviði eftir 12 mánaða siglingatíma sem yfirstýrimaður á skipum lengri en 45 metrar að skráningarlengd eða 12 mánuði sem skipstjóri á skipum lengri en 24 metrar að skráningarlengd (Skírteini: Cb.).

4. gr.

12. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Vélgæslunám.

Sá sem lokið hefur vélgæslunámi samkvæmt reglugerð settri af menntamálaráðuneyti, hefur öðlast rétt til að vera vélavörður á skipum 12 metrar og styttri að skráningarlengd með vélarafl 750 kW eða minna (Skírteini: Smáskipa vélavörður (SSV)).

Að loknu viðbótarnámi sem skilgreint er í námskrá öðlast hann rétt til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (Skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)).

5. gr.

d-liður 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

  1. Yfirvélstjóri á skipi með 1500 kW vélarafl og minna og undirvélstjóri ótakmarkað að loknum 18 mánaða siglingatíma sem vélstjóri eða vélavörður á skipi, þar af 9 mánuði sem vélstjóri (Skírteini: Vélstjóri I (VS.I)).

6. gr.

1. og 2. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Vélstjórnarnám C.

Sá sem lokið hefur vélstjórnarnámi C hefur að öðrum skilyrðum uppfylltum öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem:

  1. Vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VV)).
  2. Undirvélstjóri á skipi með minna en 3000 kW vélarafl og 1. vélstjóri á skipi með 1500 kW vélarafl og minna að loknum 1 mánaðar siglingatíma (Skírteini: Vélstjóri II (VS.II)).
  3. Yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vélarafl og minna að loknum 3 mánaða siglingatíma sem vélavörður eða vélstjóri (Skírteini: Vélstjóri (VS.III)).
  4. Yfirvélstjóri á skipi með 1500 kW vélarafl og minna og undirvélstjóri ótakmarkað að loknum 9 mánaða siglingatíma sem vélstjóri (Skírteini: Vélstjóri I (VS.I)).
  5. 1. vélstjóri á skipi með minna en 3000 kW vélarafl að loknum 12 mánaða siglingatíma sem vélstjóri (Skírteini: VF.IV).
  6. Yfirvélstjóri á skipi með minna en 3000 kW vélarafl að loknum 12 mánaða siglingatíma sem vélstjóri, eftir að hafa öðlast rétt til að vera 1. vélstjóri á skipi með minna en 3000 kW vélarafl (Skírteini: VF.III).

Til þess að fá útgefið atvinnuskírteini skv. e- og f-lið, skulu viðkomandi jafnframt hafa lokið:

  1. viðurkenndri verkstæðisþjálfun í landi eða um borð í skipi og tíminn skráður í þjálfunarbók, eða
  2. sveinsprófi í viðurkenndri málmiðnaðargrein.

7. gr.

1. og 2. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Vélstjórnarnám D.

Sá sem lokið hefur vélstjórnarnámi D - vélfræðingur, hefur að öðrum skilyrðum upp­fylltum öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem:

  1. Yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vélarafl og minna að loknum 1 mánaðar siglingatíma (Skírteini: Vélstjóri (VS.III)).
  2. Undirvélstjóri á skipi með minna en 3000 kW vélarafl og 1. vélstjóri á skipi með 1500 kW vélarafl og minna að loknum 1 mánaðar siglingatíma (Skírteini: Vélstjóri II (VS.II)).
  3. Yfirvélstjóri á skipi með 1500 kW vélarafl og minna og undirvélstjóri ótakmarkað að loknum 9 mánaða siglingatíma sem vélstjóri (Skírteini: Vélstjóri I (VS.I)).
  4. 1. vélstjóri á skipi með ótakmarkað vélarafl og yfirvélstjóri á skipi með minna en 3000 kW vélarafl, að loknum 12 mánaða siglingatíma sem vélstjóri (Skírteini: (VF.II)).
  5. Yfirvélstjóri á skipi með ótakmarkað vélarafl, að loknum 24 mánaða siglingatíma sem vélstjóri, eftir að hafa öðlast rétt til að vera 1. vélstjóri á skipi með ótakmarkað vélarafl (Skírteini: (VF.I)).

Til þess að fá útgefið atvinnuskírteini skv. d- og e-lið skulu viðkomandi jafnframt hafa lokið:

  1. viðurkenndri verkstæðisþjálfun í landi eða um borð í skipi og tíminn skráður í þjálfunarbók, eða
  2. sveinsprófi í viðurkenndri málmiðnaðargrein.

8. gr.

2. - 6. mgr. II. viðauka orðist svo:

Heimilt er að gefa út ný skírteini til skipstjórnarstarfa á íslenskum fiskiskipum og öðrum skipum skv. lögum nr. 30/2007 og þessari reglugerð í stað skírteina skv. lögum sem fallið hafa á brott á þann hátt sem eftirfarandi tafla sýnir:

Skírteini

Takmarkanir

Eldra skírteini

Skipstjóri (CB)

engar

A.6 - 2. stig

Yfirstýrimaður (CA)

fiskiskip og önnur skip

A.5 - 2. stig

Undirstýrimaður (BB)

engar

A.4 (500 brl.) - 1. stig

Skipstjóri (BC)

<45 m í innanlandssiglingum

A.4 (200 brl.) - 1. stig

Yfirstýrimaður/stýrimaður (BA)

<45 m í innanlandssiglingum

A.3 (200 brl.) - 1. stig

Undirstýrimaður (AB)

<45 m í innanlandssiglingum

A.3 (200 brl.) - 1. stig

Skipstjóri (AD)

<24 m í innanlandssiglingum

A.2 (80 brl.)

Stýrimaður (AC)

<24 m í innanlandssiglingum

A.2 (80 brl.)

Skipstjóri (SS)

<12 m í strandsiglingum

A.1 (30 brl.)

Um lágmarksfjölda skipstjórnarmanna á fiskiskipum og öðrum skipum gilda eftirfarandi reglur:

Lengd skips - skráningarlengd

Skipstjórn

<</I>12 metrar

Skipstjóri (SS), sem má vera hinn sami og vélavörður (SSV) sé hann eini réttindamaðurinn í áhöfn og hafi atvinnuskírteini til að gegna þeim störfum.

12 - 24 metrar

Skipstjóri (AD) og stýrimaður (AC). Heimilt er að vera án stýrimanns að fenginni heimild mönnunarnefndar ef útivistartími er styttri en 14 klst.

24 - 45 metrar

Skipstjóri (BC) og stýrimaður (BA)

>45 metrar

Skipstjóri (CB), yfirstýrimaður (CA) og undirstýrimaður (BB)

Heimilt er að gefa út ný skírteini til skipstjórnarstarfa á varðskipum skv. lögum nr. 30/2007 og þessari reglugerð í stað skírteina skv. lögum sem fallið hafa á brott á þann hátt sem eftirfarandi tafla sýnir:

Skírteini

Takmarkanir

Eldra skírteini

Skipherra (EA)

engar

B.5 - 4. stig

Yfirstýrimaður (DA)

engar

B.2 - 3. stig

Undirstýrimaður (CA)

engar

A.5 - 2. stig

Um lágmarksfjölda skipstjórnarmanna á varðskipum gilda eftirfarandi reglur:

Lengd skips

Skipstjórn

<24 metrar

Skipherra (EA) og stýrimaður (DA)

24 - 45 metrar

Skipherra (EA), yfirstýrimaður (DA) og undirstýrimaður (CA)

>45 metrar

Skipstjóri (EA), yfirstýrimaður (DA) og tveir undirstýrimenn (CA)

Eftirfarandi skírteini til vélstjórnar skulu gefin út að uppfylltum skilyrðum um menntun og þjálfun, siglingatíma, aldur og heilbrigði, sjón og heyrn skv. I. viðauka:

Vélgæslunám (smáskip)

Skírteini

Siglingatími

Eldra skírteini

Smáskipa vélavörður 750 kW og minna og 12 m og styttri (SSV)

Enginn

VM - vélgæslunámskeið

Vélavörður 750 kW og minna (VV)

Enginn

VV og VVY - 1. stig

Yfirvélstjóri 750 kW og minna og að 24 metrum (VVY)

4 mánuðir sem vélavörður

VVY - 1. stig

Vélstjórnarnám A (750 kW )

Skírteini

Siglingatími

Eldra skírteini

1. Vélavörður 750 kW og minna (VV)

Enginn

VV og VVY - 1. stig

2. Yfirvélstjóri 750 kW og minna (VS.III)

9 mánuðir sem vélavörður

VS.III - 2. stig
VVY - 1. stig að undangengnu viðbótarnámi

Vélstjórnarnám B (1500 kW)

Skírteini

Siglingatími

Eldra skírteini

1. Vélavörður 750 kW og minna (VV)

Enginn

 

2. Yfirvélstjóri 750 kW og minna (VS.III)

8 mánuðir sem vélavörður

 

3. 1. vélstjóri 1500 kW og minna og undirvélstjóri 3000 kW og minna (VS.II)

12 mánuðir sem vélavörður eða vélstjóri á skipi, þar af a.m.k. 3 mánuðir sem vélstjóri

VS.II - 3. stig

4. Yfirvélstjóri 1500 kW og minna og undirvélstjóri ótakmarkað (VS.I)

18 mánuðir sem vélstjóri eða vélavörður á skipi, þar af 9 mánuðir sem vélstjóri

VS.I - 3. stig

Vélstjórnarnám C (3000 kW)

Skírteini

Annað

Siglingatími

Eldra skírteini

1. Vélavörður 750 kW og minna (VV)

 

Enginn

 

2. Yfirvélstjóri 750 kW og minna (VS.III)

 

3 mánuðir sem vélavörður eða vélstjóri

 

3. 1. vélstjóri 1500 kW og minna og undirvélstjóri 3000 kW og minna (VS.II)

 

1 mánuður

 

4. Yfirvélstjóri 1500 kW og minna og undirvélstjóri ótakmarkað (VS.I)

 

9 mánuðir sem vélstjóri

 

5. 1. vélstjóri minna en 3000 kW (VF.IV)

Sveinspróf eða viðurkennd verkstæðisþjálfun í landi eða um borð

12 mánuðir sem vélstjóri

  

6. Yfirvélstjóri minna en 3000 kW (VF.III)

Sveinspróf eða viðurkennd verkstæðisþjálfun í landi eða um borð

12 mánuðir sem vélstjóri eftir að hafa öðlast réttindi sem 1. vélstjóri

VF.II - 4. stig

Vélstjórnarnám D (ótakmarkað)

Skírteini

Annað

Siglingatími

Eldra skírteini

1. Vélavörður 750 kW og minna (VV)

 

Enginn

 

2. Yfirvélstjóri 750 kW og minna (VS.III)

 

1 mánuður

 

3. 1. vélstjóri 1500 kW og minna og undirvélstjóri minna en 3000 kW (VS.II)

 

1 mánuður

 

4. Yfirvélstjóri 1500 kW og minna og undirvélstjóri ótakmarkað (VS.I)

 

9 mánuðir sem vélstjóri

VS.I - 3. stig

7. 1. vélstjóri ótakmarkað og yfirvélstjóri minna en 3000 kW (VF.II)

Sveinspróf eða viðurkennd verkstæðisþjálfun í landi eða um borð

12 mánuðir sem vélstjóri

VF.II - 4. stig

8. Yfirvélstjóri ótakmarkað(VF.I)

Sveinspróf eða viðurkennd verkstæðisþjálfun í landi eða um borð

24 mánuðir sem vélstjóri, eftir að hafa öðlast rétt til að vera 1. vélstjóri - ótakmarkað

VF.I - 4. stig

Um lágmarksfjölda vélstjórnarmanna á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum gilda eftirfarandi reglur:

Vélarafl skips

Vélstjórn

250 til og með 750 kW og skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd

Vélavörður (SSV), sem má vera hinn sami og skipstjóri (SS) sé hann eini réttindamaðurinn í áhöfn og hafi skírteini til að gegna þeim störfum. Ekki er skylt að vélavörður sé í áhöfn skips ef gerður hefur verið samningur við þjónustuaðila um viðhald vélbúnaðar skipsins og sá samningur er staðfestur af Siglingastofnun Íslands.

250 til og með 750 kW og skip 24 metrar og styttri að skráningarlengd

Yfirvélstjóri (VVy) og vélavörður (VV). Heimilt er að vera án vélavarðar að fenginni heimild mönnunarnefndar ef útivistartími er styttri en 14 klst.

250 til og með 750 kW

Yfirvélstjóri (VS.III) og vélavörður (VV). Heimilt er að vera án vélavarðar að fenginni heimild mönnunarnefndar ef útivistartími er styttri en 14 klst.

751 til og með 1500 kW

Yfirvélstjóri (VS.1) og 1. vélstjóri (VS.II)

1501 til og með 1800 kW

Yfirvélstjóri (VF.III) og 1. vélstjóri (VF.IV)

1800 kW - 3000 kW

Yfirvélstjóri (VF.III), 1. vélstjóri (VF.IV) og undirvélstjóri (VS.II)

>3000 kW

Yfirvélstjóri (VF.I), 1. vélstjóri (VF.II) og undirvélstjóri (VS.I)

9. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1., 3., og 4. mgr. 5. gr., 1. og 3. mgr. 6. gr., 3. og 4. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 19. gr. laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007 og staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 20. maí 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica