Samgönguráðuneyti

361/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995 með síðari breytingum.

1. gr.

í stað "Merki þetta vísar á listasafn" við merkið E08.51 í 11. gr. komi: Merki þetta vísar á listasafn eða minjasafn.

2. gr.

Á eftir 3. málsl. í texta með merki K01.11 í 18. gr. komi: Við vinstri brún akbrautar með umferð í eina átt skal einnig nota eitt merki, - jafnt stórt og merki á hægri brún og vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir skal nota tvö aðskilin merki.

Á eftir orðinu "Í" í 4. málsl. í texta með merki K01.11 í 18. gr. komi: tvíbreiðum.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 79. og 84. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 31. mars 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica