1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2172/2004 frá 17. desember 2004 um breytingu á reglugerð nr. 417/2002 um að flýta innleiðingu á kröfum um tvöfaldan byrðing eða sambærilega hönnun fyrir olíuflutningaskip með einföldum byrðingi, sem vísað er til í 56m í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2005 frá 29. apríl 2005 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í lögum um eftirlit með skipum nr. 47/2003, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 296/2006 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um hönnun olíuflutningaskipa.
Samgönguráðuneytinu, 3. maí 2006.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)