1. gr.
22. gr. breytist þannig:
Á eftir lið 22.205 kemur nýr liður, 22.900 sem orðast svo:
22.900 Undanþága frá reglum um stærð ökutækis.
(1) |
Bifreið, dráttarvél og eftirvagn má, samkvæmt reglugerð þessari, vera stærri en hámarksgildi í reglugerð þessari og reglugerð um stærð og þyngd ökutækja segja til um sé ökutækið notað utan vegar eða á vegi þar sem almenn umferð er bönnuð. |
(2) |
Umferðarstofa getur ákveðið að framan og aftan á ökutæki, sbr. (1), séu merki sem sýna greinilega breidd og lengd ökutækis. Umferðarstofa ákveður gerð merkjanna. |
(3) |
Um akstur ökutækja, sbr. (1), á vegum og notkun þeirra þar fer eftir reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. |
3. gr.
Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt 2. mgr. 8. gr., 2. mgr. 30. gr., 1. og 2. mgr. 32. gr., 1. mgr. 33. gr. og 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987 tekur þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 31. maí 2006.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.