Reglugerð þessi gildir um alla flugvelli sem eru opnir fyrir flugumferð í atvinnuskyni.
Í reglugerð þessari merkir:
a) | "flugvöllur": afmarkað landsvæði, að meðtöldum byggingum og búnaði sem ætlaður er til afnota við komur, brottfarir og hreyfingar loftfara á jörðu niðri; |
b) | "flugvallarkerfi": tvo eða fleiri flugvelli sem til samans þjóna tiltekinni borg eða þéttbýlissvæði eins og um getur í II. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2408/92 frá 23. júlí 1992 um aðgang bandalagsflugfélaga að flugleiðum innan bandalagsins, sbr. auglýsingu nr. 439/1994; |
c) | "flugvallarstjórn": aðila sem hefur það verksvið, jafnvel í tengslum við aðra starfsemi, samkvæmt innlendum lögum eða reglugerðum að annast umsýslu og stjórnun mannvirkja flugvallar og samræma og hafa eftirlit með starfsemi allra flugrekenda á flugvellinum eða í viðkomandi flugvallarkerfi; |
d) | "flugvallarnotandi": einstakling eða lögaðila sem stundar flutninga í lofti á farþegum, pósti og/eða farmi til eða frá viðkomandi flugvelli; |
e) | "flugafgreiðsla": þjónustu sem flugvallarnotendum er veitt á flugvöllum, eins og lýst er í viðaukanum; |
f) | "eigin afgreiðsla": þær aðstæður að notandi annast eigin flugafgreiðslu í einni eða fleiri myndum og gerir ekki samning af neinu tagi við þriðja aðila um þessa þjónustu. Í þessari skilgreiningu teljast flugvallarnotendur ekki þriðju aðilar ef: |
a. | annar á meirihlutaeign í hinum, eða | |
b. | einn aðili á meirihlutaeign í báðum; |
g) | "sá sem sér um flugafgreiðslu": einstakling eða lögaðila sem sér um að veita þriðju aðilum flugafgreiðslu í einni eða fleiri myndum. |
Frá gildistöku reglugerðar þessarar skal flugvallarstjórn á flugvöllum sem eru opnir fyrir flugumferð í atvinnuskyni og þar sem árleg umferð nemur að minnsta kosti ferðum einnar milljónar farþega eða 35.000 tonnum af farmi tryggja þeim sem sjá um flugafgreiðslu frjálsan aðgang að markaðinum til að veita þriðja aðila þessa þjónustu.
Ef flugvöllur nær tilgreindu marki fyrir flutning farms án þess að ná samsvarandi marki fyrir ferðir farþega gilda ákvæði reglugerðarinnar ekki um þá flokka flugafgreiðslu sem miðast einungis við farþega.
Flugvallarstjórn getur takmarkað fjölda þeirra sem hafa leyfi til að sjá um eftirfarandi flokka flugafgreiðslu:
a. | farangursafgreiðslu, |
b. | hlaðafgreiðslu, |
c. | afgreiðslu eldsneytis- og olíu, |
d. | flutning á farmi og pósti milli flugstöðvar og loftfars, hvort sem um er að ræða farm sem er að koma, fara eða er í umflutningi. |
Ekki má takmarka fjölda þeirra við færri en tvo fyrir hvern flokk flugafgreiðslu.
Að minnsta kosti einn af leyfishöfum flugafgreiðslu má hvorki vera beint eða óbeint undir stjórn:
a. | flugvallarstjórnar, |
b. | flugvallarnotanda sem hefur flutt meira en 25% farþega eða farms sem skráð er á flugvellinum árinu áður en framangreindir leyfishafar flugafgreiðslu voru valdir, |
c. | aðila sem beint eða óbeint stýrir eða er stýrt af flugvallarstjórn eða slíkum notanda. |
Ef flugvallarstjórn takmarkar fjölda þeirra sem fá leyfi til að sjá um þjónustu skal tryggt að flugvallarnotandi, sama hvaða hluta flugvallarins hann hefur til ráðstöfunar, hafi val, fyrir hvern flokk flugafgreiðslu sem háður er takmörkunum, milli að minnsta kosti tveggja sem sjá um flugafgreiðslu.
Frá gildistöku reglugerðar þessarar skal á flugvöllum sem eru opnir fyrir flugumferð í atvinnuskyni tryggja, óháð umferðarmagni, frelsi til að annast eigin afgreiðslu.
Á flugvöllum þar sem árleg umferð nemur ferðum fleiri en einnar milljónar farþega eða meira en 25.000 tonnum af farmi er flugvallarstjórn heimilt að takmarka heimild til að annast eigin afgreiðslu, þó ekki við færri en tvo flugvallarnotendur, að því er varðar eftirfarandi flokka flugafgreiðslu:
a. | farangursafgreiðslu, |
b. | hlaðafgreiðslu, |
c. | afgreiðslu eldsneytis- og olíu, |
d. | flutning á farmi og pósti milli flugstöðvar og loftfars, hvort sem um er að ræða farm sem er að koma, fara eða er í umflutningi, |
að því tilskildu að þeir séu valdir með aðferðum sem eru hlutlægar, gagnsæjar og án mismununar.
Nemi árleg umferð ferðum færri en einnar milljónar farþega eða minni en 25.000 tonnum af farmi er flugvallarstjórn heimilt að takmarka tilgreinda flokka flugafgreiðslu við einn flugvallarnotanda.
Þrátt fyrir ákvæði 3.-6. gr. er flugvallarstjórn heimilt að afhenda öðrum aðila stjórn sérstakra flugvallarmannvirkja sem notuð eru við flugafgreiðslu og getur hún skyldað þá sem sjá um flugafgreiðslu og flugvallarnotendur sem annast eigin afgreiðslu til að nota þessi mannvirki. Þetta á einkum við um mannvirki sem eru svo flókin, kostnaðarsöm eða hafa svo mikil umhverfisáhrif í för með sér að ekki er unnt að skipta þeim niður eða hafa fleiri en eitt af þeim, svo sem stjórn farangursflokkunar, afísingar, vatnshreinsunar og eldsneytisdreifingar.
Stjórnun þessara mannvirkja skal vera gagnsæ, hlutlæg og án mismununar og má ekki hindra aðgang þeirra sem sjá um flugafgreiðslu eða flugvallarnotendur sem annast eigin afgreiðslu.
Ef takmarkað ráðstöfunarrými eða afkastageta á flugvelli, sem stafar einkum af þrengslum og nýtingu svæðisins, gera það ókleift að koma við eigin afgreiðslu að því marki sem kveðið er á um í þessari reglugerð getur flugvallarstjórn ákveðið:
a) | að takmarka fjölda þeirra sem sjá um einn eða fleiri flokka flugafgreiðslu, aðra en þá sem um getur í 1. mgr. 4. gr., á öllum flugvellinum eða hluta hans; |
b) | að láta aðeins einn aðila sjá um einn eða fleiri flokka flugafgreiðslu eins og um getur í 1. mgr. 4. gr.; |
c) | að leyfa aðeins ákveðnum fjölda flugvallarnotenda að annast eigin afgreiðslu fyrir alla aðra flokka flugafgreiðslu en þá sem um getur í 2. mgr. 5. gr.; |
d) | að banna eigin afgreiðslu eða takmarka hana við einn flugvallarnotanda fyrir þá flokka flugafgreiðslu sem um getur í 2. mgr. 5. gr. |
Ákveði flugvallarstjórn að veita undanþágu samkvæmt a-lið gilda ákvæði 2. og 3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Undanþága samkvæmt c-lið verður aðeins veitt að því tilskildu að þessir notendur séu valdir með aðferðum sem eru hlutlægar, gagnsæjar og án mismununar.
Hyggist flugvallarstjórn veita undanþágu á grundvelli þessa ákvæðis skal hún tilkynna ráðherra þar um a.m.k. fjórum mánuðum áður en þær taka gildi og tilgreina rök fyrir þeim.
Sérhver undanþága samkvæmt 7. gr. skal:
a) | tilgreina flokk eða flokka flugafgreiðslu sem undanþágan nær til og þau vandamál í sambandi við ráðstöfunarrými eða afkastagetu svæðisins sem eru forsenda undanþágunnar; |
b) | að fylgja áætlun um viðeigandi ráðstafanir til að ráða bót á þessum vandamálum. |
Að sama skapi mega undanþágurnar ekki:
a) | grípa á ótilhlýðilegan hátt inn í markmið tilskipunar nr. 96/67/EB frá 15. október 1996 um aðgang að flugafgreiðslumarkaðinum á flugvöllum bandalagsins; |
b) | valda röskun á samkeppni milli þeirra sem sjá um flugafgreiðslu annarra og/eða flugvallarnotenda sem annast eigin afgreiðslu; |
c) | ná lengra en nauðsyn krefur. |
Undanþágur sem veittar eru samkvæmt a-, c- og d-liðum 1. mgr. 7. gr. mega ekki gilda lengur en þrjú ár. Eigi síðar en þremur mánuðum fyrir lok þess tíma skal flugvallarstjórn meta á ný þær undanþágur sem veittar hafa verið.
Undanþágur samkvæmt b-lið 1. mgr. 7. gr. mega ekki gilda lengur en tvö ár. Heimilt er á grundvelli ákvæða 1. mgr. 7. gr., að ákveða, að fengnu samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA að þessi frestur verði lengdur um önnur tvö ár í eitt skipti.
Í þeim tilvikum þar sem sett eru takmörk fyrir fjölda þeirra er veita þjónustu, sbr. 4. og 7. gr., skal val þeirra fara fram á grunni reglna samkvæmt 11. og 12. gr. reglugerðarinnar.
Flugvallarstjórn er heimilt undir þessum kringumstæðum og að höfðu samráði við nefnd flugvallarnotenda samkvæmt 16. gr. að setja stöðluð skilyrði eða tækniforskriftir sem þeir sem sjá um flugafgreiðslu skulu uppfylla. Þær valaðferðir sem mælt er fyrir um í þessum skilyrðum eða forskriftum skulu vera viðeigandi, hlutlægar, gagnsæjar og án mismununar.
Ráðherra er heimilt í þessum skilyrðum eða forskriftum að mæla fyrir um skyldu um opinbera þjónustu sem þeir sem sjá um flugafgreiðsluna skulu uppfylla á flugvöllum sem þjóna jaðarsvæðum eða þróunarsvæðum og hafa ekki viðskiptalega þýðingu.
Flugvallarstjórn skal sjá til að útboð fari fram og skal boð um að gera tilboð lagt fram og birt í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna. Skulu allir þeir sem áhuga hafa og sjá um flugafgreiðslu eiga þess kost að svara boðinu.
Þeir sem sjá um flugafgreiðslu skulu valdir eftir að flugvallarstjórn hefur haft samráð við nefnd flugvallarnotenda, sbr. þó 2. mgr.
Bjóði flugvallarstjórn fram svipaða flugafgreiðslu eða stjórnar beint eða óbeint fyrirtæki sem veitir slíka þjónustu eða eigi ítök í slíku fyrirtæki skulu þeir sem sjá um flugafgreiðslu valdir af ráðherra að höfðu samráði við nefnd flugvallarnotenda samkvæmt 16. gr. og flugvallarstjórn.
Þeir sem sjá um flugafgreiðslu skulu valdir til sjö ára í mesta lagi.
Hætti aðili sem sér um flugafgreiðslu starfsemi sinni fyrir lok tímabilsins sem hann var valinn til skal nefna annan í hans stað með sömu aðferð.
Ef fjöldi þeirra sem sér um flugafgreiðslu er takmarkaður í samræmi við 2. mgr. 4. gr. eða 7.-9. gr. er flugvallarstjórn heimilt að sjá um flugafgreiðsluna sjálf án þess að valaðferðinni sem mælt er fyrir um í 10.-12. gr. sé beitt.
Á sama hátt getur flugvallarstjórn heimilað fyrirtæki að sjá um flugafgreiðslu á viðkomandi flugvelli án þess að valaðferðinni sé beitt í neðangreindum tilvikum:
a. | ef hún stjórnar fyrirtækinu beint eða óbeint; eða |
b. | ef fyrirtækið stjórnar henni beint eða óbeint. |
Flugvallarstjórn skal tilkynna nefnd flugvallarnotenda um ákvarðanir sem eru teknar samkvæmt 10.-13. gr.
Flugvallarstjórn skal a.m.k. einu sinni á ári eiga samráð um flugafgreiðsluna við nefnd flugvallarnotenda og fyrirtæki sem sjá um flugafgreiðslu. Þetta samráð skal meðal annars ná til verðs á þeirri flugafgreiðslu sem fengist hefur undanþága fyrir samkvæmt b-lið 1. mgr. 7. gr. og til skipulagningar á þessari þjónustu.
Flugvallarstjórn skal, fyrir hvern flugvöll sem um ræðir, stofna nefnd fulltrúa flugvallarnotenda eða fulltrúasamtaka þeirra.
Hver flugvallarnotandi á rétt á að sitja í þessari nefnd eða láta samtök koma þar fram fyrir sína hönd.
Heimilt er að setja reglur fyrir þá sem sjá um flugafgreiðslu eða notendur sem annast eigin afgreiðslu með það að markmiði að tryggja að rekstur flugvallarins sé sem hagkvæmastur.
Þessar reglur verða að samræmast eftirfarandi meginatriðum:
a) | það verður að beita þeim án mismununar gagnvart öllum þeim sem sjá um flugafgreiðslu og flugvallarnotendum; |
b) | þær skulu tilgreina það markmið sem ætlunin er að ná; |
c) | þær mega á engan hátt leiða til þess í reynd að markaðsaðgangur eða frelsi til að annast eigin afgreiðslu verði í raun minni en reglugerð þessi segir til um. |
1. | Í umsýslu og yfirumsjón með flugafgreiðslu felst: |
1.1. | fyrirsvar fyrir og samskipti við staðaryfirvöld eða aðra aðila, greiðsla útgjalda fyrir hönd flugvallarnotanda og útvegun skrifstofuhúsnæðis fyrir fulltrúa hans; |
1.2. | eftirlit með hleðslu og affermingu og boðskipti; |
1.3. | afgreiðsla, geymsla og umsýsla einingahleðslutækja; |
1.4. | öll önnur eftirlitsþjónusta fyrir flug, meðan á flugi stendur og að flugi loknu og önnur umsýsluþjónusta sem flugvallarnotandi óskar eftir. |
2. | Farþegaafgreiðsla felur í sér alla aðstoð við komu-, brottfarar-, framhalds- eða áningarfarþega, þar með talið að skoða farseðla og ferðaskjöl, skrá farangur og flytja hann á flokkunarsvæðið. |
3. | Farangursafgreiðsla felur í sér afgreiðslu farangurs á flokkunarsvæðinu, flokkun og undirbúning hans fyrir brottför, að setja hann á og taka hann af búnaði sem flytur hann frá flugvélinni til flokkunarsvæðisins og öfugt, svo og að flytja farangur frá flokkunarsvæðinu yfir á afhendingarsvæðið. |
4. | Farm- og póstafgreiðsla felur í sér: |
4.1. | farmur: afgreiðslu útflutnings-, umskipunar- og innflutningsfarms, afgreiðslu skjala því tengd, tollmeðferð og öryggisráðstafanir sem viðkomandi aðilar hafa komið sér saman um eða aðstæður útheimta; |
4.2. | póstur: afgreiðslu pósts sem er að koma eða fara, afgreiðslu skjala því tengd og öryggisráðstafanir sem viðkomandi aðilar hafa komið sér saman um eða aðstæður útheimta. |
5. | Hlaðafgreiðsla felur í sér: |
5.1. | akstursstjórn loftfars við komu og brottför(*); |
5.2. | aðstoð við að koma loftfari á stæði og útvegun viðeigandi búnaðar(*); |
5.3. | boðskipti milli loftfars og þess sem sér um þjónustu á flugsvæðinu; |
5.4. | hleðslu og affermingu loftfars, þar með talið útvegun og starfræksla viðeigandi búnaðar og flutningur farþega milli loftfars og flugstöðvar og flutningur farangurs milli loftfars og flugstöðvar; |
5.5. | útvegun og starfrækslu viðeigandi búnaðar fyrir gangsetningu hreyfla; |
5.6. | tilfærslu loftfars við komu og brottför, auk þess að útvega og starfrækja viðeigandi búnað; |
5.7. | flutning til eða frá loftfari og hleðslu eða affermingu loftfars með tilliti til matar og drykkja. |
6. | Loftfaraafgreiðsla felur í sér: |
6.1. | hreingerningu loftfara að utan og innan og tæmingu salerna og áfyllingu vatns; |
6.2. | loftkælingu og upphitun farþegarýmis í loftfari, að hreinsa snjó og ís af loftfari og afísa það; |
6.3. | að búa vistarverur út með viðeigandi búnaði og geymsla þessa búnaðar. |
7. | Afgreiðsla eldsneytis og olíu felur í sér: |
7.1. | að skipuleggja og sjá um áfyllingu og aftöppun eldsneytis, þar með talið að geyma eldsneyti og hafa eftirlit með gæðum og magni þess eldsneytis sem látið er í té; |
7.2. | áfyllingu olíu og annars vökva. |
8. | Viðhald loftfars felur í sér: |
8.1. | reglubundna þjónustu fyrir flug; |
8.2. | sérstaka þjónustu sem flugvallarnotandi fer fram á; |
8.3. | að útvega og sjá um varahluti og efni til viðgerða; |
8.4. | ósk um eða pöntun á viðeigandi loftfarsstæði og/eða rými í flugskýli. |
9. | Flugumsjón og umsýsla vegna flugáhafna felur í sér: |
9.1. | undirbúning flugs á brottfararflugvelli eða öðrum stað; |
9.2. | aðstoð í flugi, þar með talið breyting á flugáætlun, ef þörf krefur; |
9.3. | starfsemi að flugi loknu; |
9.4. | umsýslu vegna flugáhafna. |
10. | Flutningur á jörðu niðri felur í sér: |
10.1. | flutning flugáhafnar, farþega, farangurs, farms og pósts milli flugstöðvarbygginga á sama flugvelli en ekki flutning milli loftfars og annars staðar á sama flugvelli; |
10.2. | allan sérflutning sem flugvallarnotandi fer fram á. |
11. | Flugvistaþjónusta felur í sér: |
11.1. | samskipti við birgi og umsýslustjórn; |
11.2. | geymslu matar og drykkja og búnaðar til tilreiðslu þeirra; |
11.3. | þvott þessa búnaðar; |
11.4. | undirbúning og afhendingu búnaðar sem og matar- og drykkjarfanga. |
(*) Að því tilskildu að flugumferðarþjónustan veiti ekki þessa þjónustu.