Samgönguráðuneyti

98/1987

Hafnarreglugerð fyrir Akureyrarhöfn. - Brottfallin

HAFNARREGLUGERÐ

fyrir Akureyrarhöfn.

 

I. KAFLI

Höfnin og stjórn hennar.

 

1. gr.

Takmörk hafnarinnar.

1.1.    Takmörk Akureyrarhafnar á sjó eru: Að norðan er lína beint í austur frá þeim stað, þar sem mörk lögsagnarumdæmis Akureyrar og Glæsibæjarhrepps koma til sjávar, fram í miðjan Eyjafjörð, þaðan inn eftir miðjum firði að línu úr Glerárós í Geldingsá og liggja mörkin þaðan til lands austan fjarðarins um þá línu. Innan þessara marks afmarkast höfnin af landinu.

1.2.    Takmörk á landi eru: Umhverfis Höepfnersbryggju takmarkast landið af austurbrún Drottningarbrautar og línum hornrétt á hana 50 metrum sunnan og norðan við hafnarmannvirkin. Frá Torfunefsbryggju takmarkast land hafnarinnar af línu horn­réttri á Drottningarbraut 50 metrum sunnan við bryggjuna og síðan af austurbrún Drottningarbrautar og Glerárgötu að Strandgötu. Suðurbrún Strandgötu að Laufás­götu. Austurbrún Laufásgötu að Silfurtanga. Norðurbrún Silfurtanga að Hjalteyrar­götu. Austurmörk Hjalteyrargötu að Glerá, þaðan niður eftir Glerá að Óseyri.

Norðausturmörk Óseyrar að götu sem liggur upp að Krossanesbraut frá Óseyri. Norðurmörk þeirrar götu að Krossanesbraut. Austurmörk Krossanessbrautar að línu sem liggur beint í austur og kemur til sjávar 50 metrum norðan við brimvarnargarð í Sandgerðisbót. Af línu úr Krossanesvik miðri að austurbrún Krossanesbrautar og síðan austurbrún Krossanesbrautar og síðar heimreiðarinnar að Ytra-Krossanesi. Þar sem heimreiðin beygir í vestur að bænum liggja mörkin til sjávar. Framangreind mörk breytast í samræmi við deiliskipulag á hverjum tíma.

1.3.    Landssvæði hafnarinnar skipast í:

- Hafnarbakka og bryggjur.

- Farmstöðvar og önnur afgreiðslusvæði.

- Götur.

- Lóðir, iðnaðar

- og baksvæði.

 

2. gr.

Stjórn hafnarinnar.

2.1.    Akureyrarbær er eigandi hafnarinnar. Bæjarstjórn Akureyrar fer með stjórn hafnar­mála undir yfirumsjón samgönguráðuneytisins, en framkvæmdastjórn og hafnarstjóra skal falin hafnarstjórn.

2.2.    Hafnarstjórn skal skipuð 5 fulltrúum, er bæjarstjórn kýs og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil hafnarstjórnar er hið sama og bæjarstjórnar.

2.3.    Bæjarstjóri og hafnarstjóri hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum hafnarstjórnar. 2.4. Hafnarstjórn kýs sér formann og stýrir hann fundum hennar og boðar til þeirra i samráði við hafnarstjóra sem einnig getur boðað fundi.

 

3. gr.

Hlutverk og valdssvið hafnarstjórnar.

3.1.    Hafnarstjórn hefur umsjón með fjármálum, rekstri, viðhaldi og nýframkvæmdum hafnarinnar. Leita skal staðfestingar bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun hafnarsjóðs svo og lántökum og óðrum fjárskuldbindingum, er binda hafnarsjóð lengur en yfirstand­andi fjárhagsár. Í fjárhagsáætluninni skal koma fram sundurliðað yfirlit um áætlaðar tekjur og gjöld ásamt áætlun um eignabreytingar svo sem nýframkvæmdir, lántökur, lánveitingar og atborganir lána.

Hafnarstjórn gerir tillögur til bæjarstjórnar um ráðningu hafnarstjóra og annarra fastra starfsmanna hafnarinnar.

3.2.    Hafnarstjórn gerir tillögur til bæjarstjórnar varðandi skipulagsmál á hafnarsvæðinu, enda hafi tillögurnar fengið umfjöllun skipulagsnefndar. Byggingamál á hafnarsvæð­inu skulu hljóta umfjöllun hafnarstjórnar áður en þau eru lögð fyrir byggingarnefnd og bæjarstjórn.

Hafnarstjórn hefur eftirlit á hafnarsvæðinu með byggingu mannvirkja sem undanþeg­in eru ákvæðum byggingarlaga nr. 54/1978.

 

4. gr.

Hlutverk hafnarstjóra.

4.1.    Hafnarstjóri sem skipaður er af bæjarstjórn að fenginni tillögu hafnarstjórnar, fer með daglega stjórn hafnarinnar í umboði hafnarstjórnar. Hafnarstjóri undirbýr mál sem leggja á fyrir hafnarstjórn og veitir viðtöku erindum til hennar. Hann sér um framkvæmd samþykkta hafnarstjórnar og veitir hafnarstjórn og bæjaryfirvöldum upplýsingar um málefni hafnarinnar.

Hann sér um að fjárhagsáætlun sé fylgt og ber í hvívetna að gæta hagsmuna hafnarsjóðs.

4.2.    Hafnarstjóri skal vinna störf sín í samræmi við ákvæði hafnalaga, reglugerðar um hafnamál og hafnarreglugerðar fyrir Akureyrarhöfn og fara að öðru leyti eftir samþykktum hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

4.3.    Hafnarstjóri sér um, að gætt sé reglu á höfninni og á landi hennar. Er öllum skylt að hlýða fyrirmælum hans, eða þeirra sem hann felur slík störf.

 

5. gr.

Aðrir starfsmenn hafnarinnar.

5.l.     Hafnarstarfsmenn, sem hafa umsjón með eignum hafnarinnar, gæta reglu og sinna hafnarvörslu, skulu beta skilríki um starf sitt og/eða einkennisbúning samkvæmt ákvörðun hafnarstjórnar.

5.2.    Þyki einhverjum sér óréttur gerður af starfsmönnum hafnarinnar getur hann kært það fyrir hafnarstjórn, en skipun starfsmannsins bezt að hlýða þegar í stað.

 

II. KAFLI

Umferð skips.

 

6. gr.

Skilgreining á skipi.

6.l.     Skip telst í reglugerð þessari sérhvert fljótandi far, sem nota má sem flutningatæki, dvalarstað, vinnustað, framleiðslustað eða geymslustað þar með taldir kafbátar.

 

7. gr.

Almennar reglur við komu og brottför.

7.1.    Við komu og brottför að degi til skulu skip önnur en íslensk fiskiskip hafa þjóðfána við hún.

7.2.    Þjónusta við skip er unnin af hafnarvörðum undir stjórn hafnarstjóra. Skip skulu við komu, brottför og siglingu um hafnarsvæðið hafa opna talstöð á viðskiptabylgju Akureyrarhafnar.

7.3.    Sérhvert skip skal boða áætlaða komu sína (ETA) til hafnarvarða með fjarskiptasam­bandi eða gegnum umboðsmann með minnst 24 klst. fyrirvara, en fiskiskip í síðasta lagi með 1 klst. fyrirvara. Tilkynna skal brottför með minnst 3 klst. fyrirvara.

7.4.    Skipstjóri skal við komu til hafnar gefa hafnarvörðum eftirfarandi upplýsingar:

- Skipsnafn, skipaskrárnúmer, þjóðerni, stærð samkvæmt mælibréfi, djúpristu og síðasta viðkomustað.

- Nafn skipstjóra.

- Stærð áhafnar og fjölda farþega.

- Tegund og magn farms.

- Um hættulegan farm, tegund (tækniheiti og IMDG flokkun) og magn.

- Um hugsanlega sjúkdóma um borð.

- Nafn umboðsmanns.

Reglur þessar gilda ekki um herskip, varðskip, rannsóknarskip og fiskiskip né um áætlunarskip nema eftir því sem við á.

7.5.    Búnaður skips skal uppfylla kröfur alþjóðasamþykkta, sem íslensk stjórnvöld hafa staðfest svo og sérreglur Siglingamálastofnunar ríkisins. Skipsstjórnarmenn skulu sýna hafnarstarfsmönnum, ef óskað er, skírteini um fullnægjandi búnað skips sinna.

 

8. gr.

Hafnsaga og önnur þjónusta við skip.

8.1.    Sérhvert skip, sem ætlar til Akureyrar og nota vill hafnsögumann, skal gera boð um það til hafnarvarða með minnst 3 klst. fyrirvara. Er hafnsögumanni skylt að fara til móts við skipið allt að ½ sjómílu út fyrir ystu mörk hafnarinnar ef skipstjóri æskir þess. Vísar þá hafnsögumaður skipinu leið til hafnar og má eigi yfirgefa það, án samþykkis skipstjóra, fyrr en skipið er lagst við festar á höfninni. Heimilt er hafnsögumanni meðan hann hefur ekki lokið starfi sínu að banns hverjum þeim sem ekki á lögmætt erindi að koma á skipsfjöl. Meðan hafnsögumaður dvelur um borð, ber skipinu að sjá honum fyrir fæði.

Um réttarstöðu hafnsögumanna vísast til lags um leiðsögu skips nr. 48/1933.

8.2. Hafnarverðir hafa eftirlit með bindingu skips, vatnsafgreiðslu og tengingu rafmagns. Hafnarstjóri getur í vissum tilfellum vein undanþágu frá slíku.

 

9. gr.

Umferð um höfnina.

9.1.    Skipstjóri sem ekki hefur hafnsögumann um borð skal með talstöðvarsambandi við hafnarverði, fá upplýsingar um hvar hann getur bundið skip sitt eða lagt því, áður en hann kemur inn á höfnina. Óheimilt er að binda skip eða leggja annars staðar en þar sem starfsmenn hafnarinnar vísa til.

9.2.    Skip mega ekki láta vélar ganga af svo miklu afli að öðrum skipum eða hafnar­mannvirkjum stafi hætta af því.

9.3.    Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð elds og ljósa í skipum á höfninni.

9.4.    Sérhvert skip, sem ekki er bundið við bryggju, skal hafa uppi fyrirskipuð ljós og dagmerki.

9.5.    Skemmti- og smábátar, þar með taldir ára- og seglbátar skulu, svo sem frekast er unnt, forðast siglingaleiðir stærri skips, sem eru á leið til eða frá höfninni. Ennfremur skal sýna sérstaks aðgæslu þegar skip leggja að og frá viðlegu.

9.6.    Ekkert skip má liggja við dufl eða akkeri á Pollinum nema með leyfi hafnarstjóra.

 

10. gr.

Skip í viðlegu.

10.1. Skip telst í viðlegu, er það liggur við bryggju, utan á öðru skipi, eða við föst legufæri.

10.2. Skip hljóta viðlegu í sömu röð og þau koma til hafnar. Undantekin eru skip, sem hafa fastar viðlegur eða umsamin forgangsafnot bryggja svo og skemmtiferðaskip.

10.3.  Ekki má festa skip við bryggju nema við festarhringi eða festarstólpa. Festum skal þannig komið fyrir, að þær hindri sem minnst umferð um bryggjurnar og skulu festar auðkenndar með veifum eða öðrum varúðarmerkjum. Þyki hafnarstjóra þessa ekki nægilega gætt, getur hann krafist, að bætt sé úr því tafarlaust.

10.4. Þegar búíð er að leggja skipi við bryggju, má ekki flytja það innan hafnarinnar án leyfis hafnarstjóra, en skyldur er skipstjóri að flytja skip sitt ef hafnarstjóri skipar svo fyrir.

Skip, sem ekki er verið að lesta eða loss, eða eru ekki í rekstri, mega aldrei liggja svo í höfninni, að þau tálmi vinnu við önnur skip og skal skylt að hlýða boðum hafnarstjóra um flutning þeirra.

Færist hlutaðeigandi undan að færa skipið samkvæmt ákvæðum þessa töluliðs eða dragist flutningur þess yfir þann tíma, er hafnarstjóri hefur fyrirskipað er hafnarstjóra heimilt að láta flytja skipið á kostnað og ábyrgð skipseiganda.

10.5. Í sérhverju skipi skal jafnan vera einn maður að minnsta kosti, er tekið getur á móti skipunum hafnarvarða og framkvæmt þær.

Skal hann sjá um að óviðkomandi aðilar hafi ekki aðgang að skipinu og her eigandi fulla ábyrgð á öllu því tjóni er leiða kann af vanrækslu í þessu efni. Heimilt er hafnarstjóra að fallast á gæslu sérstakra öryggisvarða, enda séu hjá hafnarvörðum nöfn skipstjórnarmanna, sem kalla má út vegna veðurs eða annarra orsaka.

10.6. Hafnarverðir ákveða legu fyrir skip 12 brl. og minni við viðeigandi mannvirki eftir því sem rými leyfir. Þegar skip er sjósett eða siglt í höfn, skal eigandi tilkynna það hafnarvörðum.

Skip þessi eru á ábyrgð eigenda sama hvort þau eru á floti í höfninni eða á landi hennar.

Heimilt er að fela félögum smábátaeigenda umsjón á ákveðnum svæðum undir eftirliti hafnarstjóra samkvæmt nánari reglum.

 

11. gr.

Skip í lægi.

11.1. Skip telst í lægi er það liggur fyrir akkeri eða öðrum legufærum og er ekki í rekstri.          

11.2. Skipum, sem leggja skal í lægi, má aðeins leggja á þeim stöðum, er hafnarstjóri leyfir. Skipunum skal lagt undir umsjá hafnarstjóra og legufæri ákveðin í samráði við hann. Eftirlit og viðhald legufæra er á ábyrgð skipseiganda.

Meðan skip liggur mannlaust í lægi, skal ekki sjaldnar en tvisvar í mánuði farið út í það til þess að líta eftir hvort legufæri eða annað hafi haggast eða bilað, og ef svo reynist, skal lagfæra það svo fljótt sem auðið er.

Áður en skipstjóri fer af skipinu, skal hann skriflega tilkynna hafnarskrifstofu, um siglingafróðan mann, sem búsettur er á Akureyri, sem hafa skal umsjón skipsins á hendi. Beinir hafnsögumaður til hans öllum fyrirskipunum, sem skipið varða. Sér hann um að þeim sé fullnægt. Verði dráttur á því, skal hafnarstjóri láta framkvæma þær, en skipseigandi greiði allan kostnað, sem af því leiðir.

 

III. Kafli

Afnot hafnarmannvirkja og landsvæða.

 

12. gr.

Lestun og losun, almennt.

12.1. Afnot hafnarmannvirkja og lands er öllum heimil að fengnu leyfi hafnaryfirvalda og gegn greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá.

12.2. Hafnarstjórn ber enga ábyrgð á varningi eða öðrum eignum, sem geymdar eru á hafnarsvæðinu.

12.3. Við lestun og losun skal viðhafa fyllstu gætni til að koma í veg fyrir óeðlilegt slit mannvirkja og búnaðar. Ekki má draga þunga hluti eftir bryggjum, né sturta varningi af bílum án eðlilegs hlífðarlags.

12.4. Hafnarstjóri skal færa skrá yfir lyfti- og flutningatæki og annan tækjabúnað, sem notaður er við höfnina.

Eigendur slíkra tækja skulu sækja um leyfi til notkunar þeirra á hafnarsvæðinu hjá hafnarstjóra m.a. vegna þungatakmarkana á hafnarsvæðinu.

12.5. Óheimilt er að geyma tækjabúnað á hafnarsvæðinu án leyfis hafnaryfirvalda.

12.6. Þeir munir eða vörur, sem skipað er upp eða láta á í skip, mega ekki liggja á bryggjum eða annars staðar á landi hafnarinnar en á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarstjóra. Hafnarstjóri getur flutt vörur og muni, sem geymdir eru í óleyfi, burt á kostnað og ábyrgð eiganda eða umboðsmanns hans.

12.7. Við lestun og losun á sandi, kolum og öðru þess háttar, er skylt að hafa nægilega

sterkar hlífar milli skips og bryggju, svo að ekkert falli fyrir borð. Sé þessa eigi gætt, getur hafnarstjóri stöðvað verkið uns bætt hefur verið úr því, sem áfátt er.

12.8. Þegar lokið er lestun eða losun skal sá er séð hefur um lestun eða losun, láta ræsta bryggju þá eða hafnarbakka, sem notuð hefur verið. Farist það fyrir, skal hafnarstjóri sjá um að það sé gert, en afgreiðslumaður skipsins greiði allan kostnað sem af því leiðir.

 

13. gr.

Meðferð eldfims og hættulegs varnings.

13.1. Skip sem flytur sprengiefni, eldfima vökva, lofttegundir undir þrýstingi (flöskugas) eða efni, sem við vissar aðstæður valda eld- eða sprengihættu, mega ekki leggjast að bryggju fyrr en leyfi hefur verið veitt til þess.

Skipstjóra eða umboðsmanni ber að tilkynna hafnarstjóra og slökkviliðsstjóra um farminn a.m.k. 24 klst. fyrir áætlaðan komutíma. Tilkynningarskyldan nær til efna, sem samkvæmt alþjóðareglum (International Maritime Dangerous Goods Code) flokkast í flokka 1, 2, 3, 4 og 5. í tilkynningu skal greina tækniheiti efna, og UN-tölu þeirra skv. IMDG-reglum, magn, pökkun og lestun.

13.2. Losun á vörum, sem um ræðir í þessari gr. skal að jafnaði framkvæmd strax og skip hefur lagst að bryggju og á undan losun á öðrum varningi. Við lestun skal slíkur farmur lestaður síast, og skul skip láta úr höfn strax að lestun lokinni.

Álíti hafnarstjóri að hætta geti stafað af lestun eða losun eldfimrar vöru getur hann stöðvað verkið uns nauðsynlegar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar.

13.3. Skylt er að hafa öryggisvörð við skip, sem lesta eða loss eldfimar vörur. Hafnarstjóri getur ákveðið að lestun og losun slíkrar vöru fari fram við sérstakar bryggjur, sem tryggast er talið. Varningur skal geymdur á svæði, sem hafnarstjóri eða viðkomandi eftirlitsstofnun samþykkir.

Setja skal sérstakar reglur um nánari framkvæmd og ákvæði þessarar greinar, sbr. ráðleggingar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO - Recommendation on save transport handling storage af dangerous substances in port areas). Skip sem flytja eldfim efni, skulu á daginn hafa uppi rautt flagg (merkjatákn B) á framsiglu, en á nóttunni rautt ljósker.

Tóbaksreykingar eru bannaðar í þeim skipum og á því svæði, þar sem unnið er að fermingu eða affermingu eldfims varnings.

 

IV. KAFLI

Um hafnargjöld á Akureyri.

 

14. gr.

Um hafnargjöld.

14.1. Gjöld til hafnarsjóðs skulu innheimt samkvæmt gjaldskrá, sem sett er í samræmi við ákvæði 13. gr. hafnalaga.

14.2. Séu gjöldin ekki greidd á gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina.

 

V. KAFLI

Ýmis ákvæði.

 

15. gr.

Löggæsla á hafnarsvæði, umferð og fleira.

15.1. Lögreglan á Akureyri hefur á hendi almenna löggæslu á hafnarsvæðinu.

15.2. Þeim sem ekkert lögmætt erindi eiga, er bannað að dvelja á landi hafnarinnar, ef þeir með því tálma lestun og losun eða önnur störf, sem þar eru unnin. Hafnarstjóri getur bannað ónauðsynlegan akstur hvers konar ökutækja um bryggjur, farmstöðvar og önnur afgreiðslusvæði. Hafnarstjórn getur sett þungatakmarkanir á hafnarsvæðinu. Fólk, sem fer um hafnarsvæðið, er þar á eigin áhættu og ábyrgð.

15.3. Sand- og malarnám og önnur slík starfsemi er bönnuð á hafnarsvæðinu án leyfis. Fiskveiðar á hafnarsvæðinu mega ekki trufla eðlilega umferð og afgreiðslu.

15.4. Hafnarstjóra skal þegar tilkynnt um allt það, sem bjargað er í höfninni, en hann gefur lögreglunni skýrslu um það.

 

16. gr.

Skipsflök og hlutir í hirðuleysi.

16.1. Ef skip lendir á grynningum eða sekkur, þar sem það, að áliti hafnarstjóra tálmar greiða umferð um höfnina, skal færa það Burt svo fljótt sem auðið er. Verði dráttur á því, má hafnarstjóri láta færa skipið burt á kostnað eigandans, og er honum heimilt ~ð láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum, ef nauðsyn krefur. Skipsflök má ekki draga á land á hafnarsvæðinu án leyfis hafnarstjóra.

16.2.  Ef skip, bátar, flutningatæki á landi eða annar búnaður er í hirðuleysi á hafnarsvæðinu og veldur óþrifnaði eða hættu þá skal hafnarstjóri fyrirskipa úrbætur innan ákveðins frests. Sé slíkum fyrirmælum ekki sinnt, skal fjarlægja viðkomandi hluti á kostnað eiganda án nokkurrar skaðabótaskyldu.

 

17. gr.

Varnir gegn mengun og óþrifnaði.

17.1. Engum úrgangi eða rusli má kasta í höfnina.

17.2. Eigi má draga eða flytja inn í höfnina skipsflök eða neitt það sem valdið getur óþrifnaði, umferðartruflun eða óþægindum í höfninni nema leyfi hafnarstjóra komi til.

17.3. Öllum skipum, farartækjum svo og verksmiðjum og öðrum atvinnurekstri, er stranglega bannað að dæla eða láta renna í höfnina olíur, lýsi, olíusora eða annað sem mengun veldur.

Um varnir gegn mengun sjávar og viðurlög við mengunarbrotum fer samkvæmt gildandi lagaákvæðum á hverjum tíma.

 

18. gr.

Beiðni um og skilyrði fyrir þjónustu.

18.1. Allir þeir, sem æskja afgreiðslu fyrir skip, láns á tækjum eða aðstoð á einn eða annan hátt hjá höfninni, skulu snúa sér beint til skrifstofu hafnarinnar með beiðni þar að lútandi. Heimilt er hafnarstjóra að neita þeim aðilum um aðstoð eða afgreiðslu, sem eru í vanskilum með gjöld til hafnarinnar.

 

19. gr.

Hverjum gefa skal fyrirmæli.

19.1. Hverja þá skipun, sem samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa skipstjóra, en stýrimanni ef skipstjóri er ekki á skipi og eigi heldur umboðsmaður hans, sbr. gr. 10.5.

Ef stýrimaður er fjarverandi, m& gufu einhverjum öðrum af skipshöfninni skipunina, og er það jafngilt sem skipstjóri hefði fengið skipunina sjálfur.

 

20. gr.

Um skaðabótaskyldu.

20.1.  Um skaðabótaskyldu vegna skemmda á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum.

20.2.  Nú veldur skip skemmdum í höfninni eða skipstjóri verður brotlegur við ákvæði reglugerðar þessarar, og er þá heimilt að banna för skipsins úr höfninni nema fullnægjandi trygging sé sett fyrir greiðslu, að dómi hafnarstjóra.

Hvers konar bótakröfum fylgir lögtaksréttur.

 

21. gr.

Brot, sektarákvæði og meðferð mála.

21.1. Brot gegn reglugerð þessari varða sektum.

21.2. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal fara að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum nr. 69, 28. maí 1984, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi hafnarreglugerð fyrir Akureyri nr. 48 frá 5. mars 1973.

 

Samgönguráðuneytinu, 27. febrúar 1987.

 

Matthías Bjarnason.

 

Sigurður Skúli Bergsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica