Samgönguráðuneyti

392/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um hafnamál nr. 232/1996. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

392/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um hafnamál nr. 232/1996.

1. gr.

1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Uppfyllingar og athafnasvæði sem teljast nauðsynlegur hluti viðlegumannvirkja geta notið framlags úr ríkissjóði. Breidd slíkra uppfyllinga takmarkast af því svæði sem þarf til að koma fyrir burðarvirkjum viðlegumannvirkisins eða því svæði sem þarf til umferðar um bryggjuna og lestunar og losunar skipa. Þar sem dýpi við bryggju er minna en 8 metrar skal miða við að mörk bryggju eða viðlegumannvirkis annars vegar og upplands hafnar hins vegar sé í allt að 20 metra fjarlægð frá bryggjukanti. Þar sem dýpi við bryggju er 8 metrar eða meira skal miða við að mörkin séu allt að 30 metrum frá bryggjukanti. Viðlegumannvirki ásamt tilheyrandi uppfyllingum geta notið framlags úr ríkissjóði en ekki uppland eða athafnasvæði á landi.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um vitamál nr. 132/1999, hafnalögum nr. 23/1994 og lögum um Siglingastofnun Íslands nr. 6/1996, öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 16. maí 2001.

Sturla Böðvarsson.
Kristín Helga Markúsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica