199/2001
Reglugerð um breytingu á reglugerð um flutningaflug nr. 641/1991 með síðari breytingum. - Brottfallin
199/2001
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um flutningaflug nr. 641/1991 með síðari breytingum.
1. gr.
Grein 9.1.1.1. orðast svo:
Í flutningaflugi með farþega skulu vera tveir flugmenn með tilskilin réttindi á viðkomandi flugvélartegund enda þótt flughandbók geri einungis ráð fyrir einum flugmanni, þegar um er að ræða:
|
a) |
reglubundið áætlunarflug og leigu- og þjónustuflug milli Íslands og annarra landa og |
|
b) |
reglubundið áætlunarflug og leigu- og þjónustuflug með: |
|
|
i) þotum |
|
|
ii) skrúfuþotum með jafnþrýstibúnaði, |
|
|
iii) flugvélum sem gerðar eru til flutninga á fleiri en 9 farþegum. |
2. gr.
Reglugerð þessi tekur til íslenskra flugvéla og annarra flugvéla sem íslenskur flugrekandi notar eða ræður. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 145. gr. laga nr. 60, 10. júní 1998 um loftferðir ásamt síðari breytingum og staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 5. mars 2001.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.