1. ORÐASKÝRINGAR
1.1 Þegar eftirfarandi orð og orðasambönd eru notuð í þessari reglugerð hafa þau þá merkingu sem hér segir
a) Aðstoðarfólk: Fólk sem hefur fengið þjálfun í að veita hreyfiskertu fólki aðstoð.
b) Flugrekandi: Einstaklingur eða félag sem fengið hefur leyfi samgönguráðuneytis eða flugmálastjórnar eftir því sem við á, til þess að stunda flugrekstur í atvinnuskyni.
c) Hreyfiskert fólk: Fólk sem kemst ekki af sjálfsdáðum að neyðarútgangi í gólfhæð við neyðarrýmingu flugvélar.
Ath. Blint (sjóndapurt) eða heyrnarlaust (heyrnarskert) fólk er ekki talið hreyfiskert.
d) Sérflug: Áætlunarflug eða óreglubundið flug þegar hreyfiskertir farþegar eru fleiri en leyfilegt er í venjulegu flugi.
e) Venjulegt flug: Áætlunarflug eða óreglubundið flug þegar ákveðinn hámarksfjöldi farþega má vera hreyfiskert fólk.
f) Þjónustuliði: Áhafnarliði, sem er starfsmaður flugrekanda og falið er starf, nauðsynlegt öryggi farþega, um borð í loftfari, meðan á flugtíma stendur, þó ekki starf flugliða.
g) Stór flugvél: Flugvél sem hefur leyfilegan flugtaksþunga meiri en 5700 kg.
2. ALMENN ÁKVÆÐI
2.1. Flugrekanda ber að semja sérstakar leiðbeiningar um flutning hreyfiskerts fólks í venjulegu flugi fyrir allar flugvélategundir, sem hann hefur í notkun. Leiðbeiningarnar skulu skráðar í flugrekstrarbók. Sérstakar leiðbeiningar þarf líka ef svo mikill munur er á flugvélum sömu tegundar að ólíkar aðferðir þarf við neyðarrýmingu.
2.2. Ef flugrekandi ætlar að flytja fleiri hreyfiskerta farþega en leyfilegt er í venjulegu flugi ber honum að semja sérstakar leiðbeiningar fyrir slíkt sérflug. Leiðbeiningarnar skulu skráðar í flugrekstrarbók.
2.3. Áður en flug hefst ber að tilkynna flugstjóra fjölda hreyfiskertra farþega, sætisnúmer þeirra í vélinni og hvort með þeim sé hjúkrunarfólk/aðstoðarfólk.
3. FLUTNINGUR HREYFISKERTS FÓLKS Í VENJULEGU FLUGI
3.1. Hreyfiskertir farþegar mega ekki vera fleiri en:
a) helmingi fleiri en neyðarútgangar í farþegarými flugvélar þar sem þeir eru einungis af gerð A,I eða II skv. bandarískum reglum Federal Aviation Regulations (FAR), Part 25, Airworthiness Standards, Transport Category Airplanes;
b) jafnmargir og fjöldi neyðarútganga í öðrum flugvélum.
3.2. Hlutaðeigandi flugrekanda ber að ákveða hvort aðstoðarfólk þurfi að vera með hreyfiskertu fólki til að hjálpa því í neyðartilfellum.
3.3. Hreyfiskertu fólki skal koma fyrir í sætaröð í beinum tengslum við útgang af gerð A, I eða II þannig að aðgangur að honum sé óhindraður.
4. FLUTNINGUR HREYFISKERTS FÓLKS Í SÉRFLUGI
4.1 Sérflug getur verið:
a) Flug þar sem meðal farþega er hópur hreyfiskerts fólks.
b) Flug þar sem farþegar eru eingöngu hreyfiskert fólk og fólk sem er í fylgd með því (t. d. aðstoðarfólk, hjúkrunarfólk, vandamenn).
Ath. Sérflug er venjulega undirbúið fyrir fram.
4.2 Við sérflug skv. 4.1 a) að framan, ber hlutaðeigandi flugrekanda að ákveða fjölda hreyfiskertra farþega sem flyt,ja má. Þeir mega þó ekki vera fleiri en svo að unnt sé að koma þeim fyrir í þeim hluta farþegarýmis sem takmarkast af miðgangi/hliðargangi og tveim neyðarútgöngum sömu megin. Annar þessara neyðarútganga þarf að vera af gerð A, I eða I1 skv. FAR, Part 25.
4.3 Í sérflugi, skv. 4.1 b) að framan, ber hlutaðeigandi flugrekanda að ákveða fjölda hreyfiskertra farþega sem flytja má.
Ath. Fjöldi hreyfiskertra farþega getur verið ýmsu háður svo sem lengd flugs, hjálparþörf hins fatlaða á leiðinni og flugvélartegund.
4.4 Í sérflugi ber að koma hreyfiskertu fólki fyrir á þann hátt sem flugrekandi telur hentugastan. Þó má ekki setja það í sætaröð næst glugga sem jafnframt er neyðarútgangur.
4.5 Í sérflugi á a.m.k. einn aðstoðarmaður að vera með hverjum fimm manna hópi hreyfiskerts fólks sem er fram yfir þann fjölda sem er leyfilegur við venjulegt flug, skv. gr. 3 að framan. Aðstoðarmaður á að sitja alveg hjá hinum líkamlega fötluðu.
4.6 Í sérflugi þarf að .fjölga leyfilegum lágmarksfjölda þjónustuliða í farþegarými um einn fyrir hvern 15 manna hóp hreyfiskerts fólks sem er fram yfir þann fjölda sem flytja má skv. gr. 3. í venjulegu flugi. í stað þjónustuliða í farþegarými má vera aðstoðarmaður skv. 4.5 að framan, ef hann hefur fengið þjálfun, sem flugrekandi telur nægilega, um hlutaðeigandi búnað og notkun hans.
5. GILDISTAKA OG GILDISSVIÐ
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 186. og 188. gr. laga nr. 34 21. maí 1964 um loftferðir og gildir um íslensk og erlend loftför sem íslenskur aðili notar eða ræður yfir, hvar sem þau eru stödd, staðfestist hér með til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim er hlut eiga að máli.
Samgönguráðuneytið, 18. október 1979.
Magnús H. Magnússon.
Birgir Guðjónsson