Samgönguráðuneyti

437/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar á grundvelli sameiginlegra tæknilegra reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 589/1994. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar

á grundvelli sameiginlegra tæknilegra reglugerða á

Evrópska efnahagssvæðinu nr. 589/1994.

1. gr.

Á eftir 8. tölulið í X. viðauka komi nýir töluliðir 9-11 sem orðist svo:

                 9)            CTR 7:    ERMES viðtæki (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 95/290/EBE): um notendabúnað, sem tengist Almennu samevrópsku boðþjónustunni (ERMES).

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 7 - september 1994 (að formála undanskildum).

                10)           CTR 8:    ISDN 3,1 kHz (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 95/526/EBE): um notendabúnað, sem tengist Samnetinu (ISDN) og veitir talsímaþjónustu með 3,1 kHz.

                                Samhæfði staðalinn er:

                                TBR 8 - september 1994 (að formála undanskildum).

                11)           CTR 11:  DECT, (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 95/525/EBE): um notendabúnað fyrir Evrópska stafræna og þráðlausa fjarskiptakerfið (DECT), kröfur varðandi almenna tengingu (Public Access Profile, (PAP).

                Samhæfði staðalinn er:

                TBR 11 - september 1994 (að formála undanskildum).

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 143/1996 og með hliðsjón af ofangreindum ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 24. júní 1997.

               

Halldór Blöndal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica