I. KAFLI
Takmörk hafnarinnar.
1. gr.
Raufarhöfn takmarkast af línu, sem dregin er úr norðausturhorni Raufarhafnarhöfða í Hólshöfðatá.
II. KAFLI
Stjórn hafnarinnar.
2. gr.
Hreppsnefnd Raufarhafnar hefur á hendi stjórn hafnarmálefna, undir yfirumsjón samgöngumálaráðuneytisins.
Hreppsnefnd Raufarhafnarhrepps kýs fimm manna hafnarnefnd, að loknum hreppsnefndarkosningum hverju sinni til fjögurra ára í senn og séu tveir þeirra hreppsnefndarmenn.
Hafnarnefnd annast framkvæmd hafnarmálefna og eftirlit með höfninni og hafnarmannvirkjum, sér um viðhald og umbætur á hvoru tveggja og stýrir öllum framkvæmdum, sem þar að lúta. Sveitarstjóri annast fjárhald og reikningsskil hafnarsjóðs. Dagleg störf við framkvæmdarstjórn og eftirlit annast sveitarstjóri og ræður hafnarstjóra og annað starfsfólk hafnarinnar, í samráði við hafnarnefnd.
3. gr.
Hreppsnefndin veitir fé úr hafnarsjóði til hafnarframkvæmda o.fl. eftir tillögum hafnarnefndar, og ákveður hvernig hann skuli ávaxta, enda ber hún ábyrgð á innstæðum hans eins og öðrum eignum hreppsfélagsins.
Reikningar hafnarsjóðs skulu fylgja reikningum hreppsins og endurskoðast og úrskurðast með þeim.
III. KAFLI
Um almenna reglu.
4. gr.
Hafnarstjóri sér um að gætt sé reglu á höfninni og landi hennar. Er öllum skylt að hlýða boðum hans og banni, og enn fremur þeirra starfsmanna, er hafnarnefnd eða hafnarstjóri setur til að gæta reglu. Þyki einhverjum sér óréttur ger af starfsmönnum hafnarinnar, getur hann hært það fyrir hafnarstjóra, en skipun starfsmannsins ber að hlýða þegar í stað.
5. gr.
Þeim, sem ekkert lögmætt erindi eiga, er bannað að dvelja á landi hafnarinnar, ef þeir, með því tefja fermingu eða affermingu skipa eða önnur störf, sem þar eru unnin.
6. gr.
Ekki má kasta kjölfestu, ösku, kolum, eða neinu öðru, sem valdið getur skemmdum á höfninni, né flytja það út í höfnina. Sama gildir um síldar- og fiskúrgang.
Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð elds og ljósa í skipum á höfninni.
Í skipum sem flytja eldfim efni, má ekki kveikja eld eða ljós, nema í eldavél skipsins og á ljóskerum. Tóbaksreykingar eru bannaðar á því svæði, sem unnið er á að fermingu eða affermingu þeirra.
Telji hafnarvörður hættu Beta stafað af fermingu eða affermingu eldfimrar vöru, er honum heimilt að stöðva verkið, unz gerðar hafa verið nauðsynlegar varúðarráðstafanir.
Enn fremur má banna að sjóða tjöru, fernisolíu og annað slíkt, sem eldhætta getur stafað af, í skipum eða á landi hafnarinnar.
Bannað er stranglega að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við höfnina eða á henni.
7. gr.
Meðfram strandlengjunni umhverfis höfnina má ekki gera í sjó fram neina bryggju eða önnur mannvirki, né heldur breyta þeim mannvirkjum, sem nú eru, og ekki fylla upp eða dýpka út frá landi, nema hreppsnefnd veiti eða hafi veitt samþykki sitt til, að fengnu leyfi samgöngumálaráðuneytisins.
Sá, sem gera vill eitthvað slíkt mannvirki, skal senda hafnarnefndinni beiðni um það, og skal beiðninni fylgja lýsing á því, svo og uppdráttur, ef með þykir þurfa, í tvennu lagi, og heldur hafnarnefnd öðru eintakinu af hvoru þeirra eftir. Hafnarnefndin afgreiðir síðan málið til hreppsnefndar, er ákveður hvort leyfið skuli veitt.
Sá, sem fengið hefur leyfi til að gera slíkt mannvirki, skal skyldur að halda því svo við, að engin hætta stafi af því. Brot gegn þessari grein varðar sektum allt að 10000.00 krónum og hafnarnefnd getur látið nema Burt mannvirkið á kostnað eigandans.
Nú hefur bryggja eða mannvirki legið ónotað í fimm ár samfleytt, og er þá hafnarnefnd heimilt að láta taka það burt án endurgjalds til eigandans og á kostnað hans.
Byggingarleyfi, sem um getur í þessari grein, falla úr gildi, hafi þau ekki verið hagnýtt og verkinu lokið innan tveggja ára frá því, að leyfið var veitt.
Ákvæði þetta tekur til aura mannvirkja, sem ekki eru fullgerð, er reglugerð þessi öðlast gildi.
8. gr.
Við bryggju eða uppfyllingu einstakra manna eða félaga innan hafnarinnar, hafa skip rétt til að leggjast í sömu röð og þau koma inn, þó skulu skip, sem sigla eftir fastri áætlun hafa forgangsrétt.
IV. KAFLI
Lega skipa og umferð þeirra á höfninni.
9. gr.
Fiskiskip og önnur skip, sem ferma ekki né afferma, mega aldrei leggjast svo á höfninni, að tálmi fermingu eða affermingu annarra skipa og skal þeim í hvert skipti skylt að hlýða boði hafnarvarðar eða starfsmanna hafnarinnar um það, hvar þau magi leggjast. Ekki mega slík skip liggja svo nærri bryggjum, að ekki sé, að dómi starfsmanna hafnarinnar, nægilegt pláss fyrir önnur skip að komast að og frá.
Skipum og bátum má ekki leggja þannig, að það hindri eða tefji umferð við höfnina.
Nú tregðast eigandi að hlýða boði hafnarvarða eða starfsmanna hafnarinnar um að flytja skip sitt, bát eða strengi á höfninni, og getur þá hafnarnefnd látið gera það á kostnað hans.
Í sérhverju skipi (að undanteknum skipum, sem hafa leyfi hafnarvarðar til að liggja mannlaus í lægi á höfninni), skal jafnan vera einn maður að minnsta kosti, sem tekið gæti á móti skipunum starfsmanna hafnarinnar og framkvæmt þær, hvort heldur að færa á skipið eða gera eitthvað annað samkvæmt reglugerð þessari.
11. gr.
Vélbátum, sem heima eiga á Raufarhöfn eða gerðir eru út þaðan og liggja við sérstök legufæri á höfninni má ekki leggja svo að tefji eða hindri umferð um höfnina. Skal hafnarnefnd ákveða, hvar og hvernig legufæri þeirra skuli lögð.
Enginn má leggja eða flytja legufæri báts síns, nema með leyfi hafnarnefndar, en heimilt er eiganda að taka þau upp, án leyfis hennar.
12. gr.
Ekki má festa skip við bólvirki eða bryggjur, nema við festarhringi eða festarstólpa. Festum skal þannig fyrir komið, að þær hindri sem minnst umferð á bryggju eða bólvirki. Þyki þess ekki nægilega gætt, má krefjast þess, að bætt sé úr tafarlaust. Skylt er að hafa tryggar hlífar milli skips og bryggju eða bólvirkis. Gufuskip og önnur vélskip mega ekki láta vélarnar gangs af svo miklu afli, að öðrum skipum eða mannvirkjum stafi hætta af.
13. gr.
Ef skip lendir á grynningum eða sekkur, þar sem það, að áliti hafnarnefndar, tálmar greiðri notkun hafnarinnar, skal færa það brott svo fljótt sem auðið er. Verði dráttur á því, getur hafnarnefnd látið færa skipið brott á kostnað eiganda, og er henni heimilt að láta selja skipið fyrir kostnaðinum ef nauðsyn krefur. Kostnaðinn má taka lögtaki.
V. KAFLI
Notkun hafnarbryggja.
14. gr.
Venjulega er skipum heimilt að leggjast við bryggjur hafnarinnar í þeirri röð, sent þau koma. Þó skulu skip, sem sigla eftir fyrir fram ákveðinni, auglýstri ferðaáætlun og flytja póst, að öðru jöfnu hafa rétt til þess að leggjast að bryggju, þótt önnur skip liggi þar fyrir, og verða þau skip að víkja meðan áætlunarskipin eru afgreidd. Sams konar rétt hafa vélskip fram yfir seglskip. Sé fermingu eða affermingu skips ekki haldið áfram með hæfilegum hraða, að dómi hafnarvarðar, ber því að víkja fyrir öðrum skipum, ef hann krefst þess. Enn fremur getur hann vísað skipum frá bryggjunni, telji hann það nauðsynlegt vegna veðurs eða annars. Ef ágreiningur rís, ræður hafnarvörður í hverri röð skip komast að bryggju.
Hafnarvörður getur ráðíð, að hvaða bryggju hafnarsjóðs áætlunarskip fá afgreiðslu ef sérstaklega stendur á.
15. gr.
Ef nauðsyn ber til þess að skipum, sem ferma eða afferma við bryggjur eða bólvirki, sé lagt hverju við hliðina á öðru, er heimilt að flytja farms þeirra skips, sem utar liggja, yfir þilför hinna. Svo er og skipshöfn og farþegum þeirra skips, sem utar liggja, heimil nauðsynleg umferð um þilför þeirra skips, sem nær liggja.
16. gr.
Við uppskipun og útskipun á kjölfestu, sandi og öðru slíku er skylt að hafa. nægilega sterka hlífidúka milli skipsins og bólvirkisins, bryggjunnar eða bitanna, svo að ekkert falli fyrir borð. Sé þess eigi gætt, getur hafnarvörður stöðvað verkið, unz bætt hefur verið úr því, sem áfátt er.
Kjölfestu má eigi aka annars staðar á lóðir eða mannvirki hafnarinnar en þar, sem hafnarvörður vísar til.
Þegar lokið er fermingu eða affermingu, skal afgreiðslumaður eða skipstjóri, ef þörf gerist, ræsta bryggju þá eða bólvirki, sem notuð hefur verið. Farist það fyrir, má hafnarnefnd gera það á þeirra kostnað.
17. gr.
Þeir munir eða vörur, seta affermdar eru eða látnar í skip, mega ekki liggja á bryggju eða bólvirki og á öðrum stöðum á landi hafnarinnar en beint, sem ætlaðar eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarvarðar. Skal flytja burt vörur og muni jafnskjótt og hann krefst þess.
18. gr.
Bannað er að gera að fiski á bryggjum hafnarinnar, nema með leyfi hafnarvarðar. Fiskúrgang skal fjarlægja að aðgerð lokinni og bryggja þrifin. Brot gegn þessu varðar sektum.
VI. KAFLI
Geymsluskip og skip, sem lagt er í lægi.
19. gr.
Sérstakt leyfi hafnarnefndar þarf í hvert sinn, til þess að leggja megi á höfninni skipum, sem ætluð eru til geymslu eða lagt er í lægi og skal leyfið bundið því skilyrði, að eigandi láti taka það upp eða sprengja það sundur, ef það sekkur, svo að það skemmi ekki höfnina, og sé því ekki fullnægt innan hæfilegs frests, getur hafnarnefndin látið gera það á kostnað eiganda. Hafnarnefnd ákveður hverju sinni, hvar slíku skipi skuli lagt, hve traust legufærin skulu vera, og hvernig þeim skuli vera fyrir komið. Nú sannar eigandi geymsluskips með vottorði tveggja óvilhallra manna, sem útnefndir séu af hafnarnefnd, að skip hans sé svo þétt, að ekki stafi nein hætta af, hvað leka snertir, þótt það sé mannlaust, er honum þá heimilt að leggja skipinu og láta það liggja án þess að menn séu á því, á þeim tíma árs, þegar ekki verður heimtað ljós á skipum. Skylt er eiganda að flyt,ja skipið tír stað, ef hafnarnefnd krefst þess.
Ljós skulu tendruð á skipum þessum, þegar hafnarnefnd krefst þess.
20. gr.
Meðan skip liggur mannlaust á höfninni, skal ekki sjaldnar en vikulega fara út í það, til þess að lita eftir því, hvort legufærin eða annað hafi haggazt eða bilað, og ef svo reynist, skal lagfæra það svo fljótt sem auðið er.
Hafnarsjóður ber enga ábyrgð á skipum þeim, sem lagt er í lægi á höfninni.
VII. KAFLI
Um hafnargjöld á Raufarhöfn.
21. gr.
Við útreikning hafnargjalda af skipum, skal alltaf talið í heilum rúmlestum, en sleppt brotum.
1. Lestargjald.
22. gr.
Öll skip, er leggjast við festar eða bryggjur innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er siðar getur, skulu greiða hafnargjöld er hér segir:
a. Skip og bátar, sem eru eign búsettra manna á Raufarhöfn og skrásett þar eða gerð út þaðan til fiskveiða, svo og skip og bátar, sem gerð eru út frá Raufarhöfn a. m. k. 2 mánuði samfleytt á ári, skulu greiða lestagjald sem hér segir: Opnir bátar greiði lágmarksgjald kr. 30.00 og auk þess kr. 5.00 á hverja brúttó rúmlest. Þilfarsbátar greiði lágmarksgjald kr. 60.00 og auk þess kr. 5.00 á hverja brúttórúmlest.
b. Innlend veiðiskip greiði 75 aura af brúttórúmlest i hvert skipti, er þau koma til hafnar, þó aldrei minna en kr. 30.00.
c. Öll önnur skip, sem til hafnarinnar koma, skulu greiða kr. 1.00 fyrir hverja brúttó rúmlest, nema strandferðaskip Skipaútgerðar ríkisins, sem greiði 60 aura af rúmlest. Hafnarnefnd er heimilt að lækka gjald þetta eða fella burtu, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Undanþegin gjaldi þessu eru þó herskip, björgunarskip, skemmtiferðaskip, skip sem gerð eru út til vísindalegra rannsókna og skip, sem leita hafnar vegna sjóskemmda, nema þau jafnframt fermi eða affermi einhverjar vörur. Sama gildir um skip, sem leita hafnar til að setja á land sjúka menn eða látna
d. Liggi skip lengur en átta daga á höfninni í einu, skal það greiða lestagjald að nýju fyrir hverja 8 daga eða brot úr þeim. Hafi skipið verið tekið á land til aðgerðar, telst sá tími ekki, sem það stóð uppi.
2. Ljósagjald.
23. gr.
Öll skip, sem koma til hafnarinnar á tímabilinu frá 1. ágúst til 14. maí og lestargjald greiða, skulu greiða ljósagjald þannig:
a. Skip, sem um getur í 22. gr. staflið a., greiði árlega kr. 50.00.
b. Skip, sem um getur í 26. gr. b-1ið, allt að 20 brúttó rúmlestar, greiði kr. 12.00 í hvert skipti. Stærri skip í þessum flokki greiða kr. 20.00 í hvert skipti, sem þau koma til hafnar.
c. öll önnur skip greiði 10 aura af brúttórúmlest í hvert skipi, sem þau koma til hafnar, þó aldrei minna en kr. 50.00.
3. Bryggjugjöld.
24. gr.
Hvert það skip eða bátur, sem leggst við bryggju eða bólvirki, eða bátur og skip, sem liggur við bryggju eða bólvirki, skal greiða bryggjugjald af brúttó stærð skipsins, talinn í heilum smálestum, en brotum skal sleppt. Gjaldið skal greiða fyrir hvern sólarhring eða hluta úr sólarhring og skal vera:
a. Bátar og skip, sem um getur í a-1ið 22. gr., greiði 5.00 kr. pr. brúttó rúmlest á ári. Gjalddagi 1. júlí ár hvert.
b. Öll önnur skip og bátar greiði kr. 0.50 af hverri rúmlest í hvert sinn, þó ekki lægra en kr. 50.00. Strandferðaskip Skipaútgerðar ríkisins greiða kr. 0.30 af hverri brúttó rúmlest.
c. Öll skip, sem stunda flutninga og leggjast að bryggju, skulu greiða festargjald. Gjaldið skal vera kr. 150.00 fyrir hvert skip allt að 1000 brúttó rúmlestum. Stærri skip greiði 10 aura fyrir hverja brúttó rúmlest fram yfir 1000 rúmlestir.
d. Íslenzkir fiskibátar greiði kr. 20.00 í hvert skipti, sem þeir leggjast að bryggju.
e. Varðskip og björgunarskip eru undanþegin bryggjugjaldi, nema þegar þau flytja vörur og farþega og taka gjald fyrir.
4. Vatnsgjald.
25. gr.
Fyrir vatn til skipa s.kal greiða það gjald sem ákveðið er í gjaldskrá vatnsveitu Raufarhafnar á hverjum tíma.
5. Uppsátursgjald.
26. gr.
Gjald fyrir að leggja skipi eða bát í fjöru til hreinsunar og eins fyrir uppsátur báta á land, ákveður hafnarnefnd hverju sinni.
6. Vörugjöld.
27. gr.
Vörugjald skal greiða af öllum vörum, svo og skepnum lifandi eða dauðum, seta eru fluttar af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað á höfninni, með undantekningum þeim, er síðar getur.
28. gr.
Ef vörur, sem samkvæmt farmskrá skips eiga að fara til annarrar hafnar en Raufarhafnar, eru látnar í land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald, þegar vörurnar eru fluttar í land.
Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur, sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.
29. gr.
Þessar vörur eru undanþegnar vörugjaldi:
a. Umbúðir, sem endursendar eru, enda sé þess getið í farmskrá .
b. Vistir og aðrar nauðsynjar báta og skipa, sem fluttar eru úr landi. c. Póstflutningur og farangur ferðamanna.
d. Vörur, sem fluttar eru úr herskipi (varðskipi), taki þau eigi gjald fyrir.
30. gr.
Vörugjald skal reikna eftir máli eða þyngd með umbúðum. Brot úr gjaldeiningu telst sem gjaldeining. Fara skal eftir farmskrám skipa við útreikning vörugjalds og er afgreiðslu skipsins eða skipstjóra þess skylt, að láta hafnarstjóra í té eftirrit af farmskrá skipsins. Sé engin farmskrá, skal skipstjóri eða formaður báts gefa drengskaparvottorð um vörumagn, sem skip hans hefur fermt eða affermt. Þyki hafnarstjóra ástaeða til, getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt, sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið meira en upp var gefið, greiðir skipið kostnaðinn.
Ef vafi leikur á, í hvaða flokki skuli telja vöru, skal hafnarstjóri úrskurða, en úrskurði hans má áfrýja til hafnarnefndar.
31. gr.
Vörugjaldskrá, aðfluttar vörur.
1. flokkur. Gjald kr. 1.50 pr. 100 kg:
Áburður, eldavélar, fóðurvörur, akkeri, garðávextir, gólfflísar, veggflísar, girðingarefni, vírnet hvers konar, hey, kornvörur, kálmeti, mjólk, mjólkurvörur, sykur stil., þakpappi, þvottapottar, kaffi og kaffibætir, smjörlíki, harðfiskur, tólg, matvara ótalin annars staðar.
2. flokkur. Gjald kr. 2.00 pr. 100 kg:
Kol, koks, cement, sykur óstil., byggingarefni, þilplötur, vikursteinn og plötur, steypustyrktar,járn, bárujárn og járnpípur.
3. flokkur. Gjald kr. 3.00 pr. 100 kg:
Gasolia, benzín, brennsluolía (fuelolía), smurolíur, ljósaolía, veiðarfæri ótalin annars staðar, vélatvistur, trolltvinni, kaðall, stál og járnvír.
4. flokkur. Gjald kr. 5.00 pr. 100 kg:
Bækur, blek, brauð, brauðvörur, Barn, gúmmívörur, kítti, einangrunarefni og plötur, gólfdúkar alls konar, vefnaðarvörur alls konar, málning og málningarvörur, olíufatnaður, pappír og pappírsvörur, stálbik, tjara, krít og gips.
5. flokkur. Gjald kr. 10.00 pr. 100 kg:
Ávextir, barnavagnar, blikkvörur, burstar, bökunarvörur, borðbúnaður, búsáhöld, blóm, eldspýtur, filer og glervörur, hreinlætisvörur, leður og leðurvörur, lyf, prjónavörur, saumavörur, efnagerðarvörur ótaldar annars staðar, smájárnvörur, leirvörur, te, tin, plastvörur og fiskumbúðir.
6. flokkur. Gjald kr. 20.00 pr. 100 kg:
Húsgögn, hljóðfæri ekki reiknuð eftir rúmmáli, fatnaður, jólatré, ljósmyndavélar, klukkur, mælar, peningaskápar, rafmagnsvörur, raflagnaefni, listmunir, skrifstofuáhöld, skófatnaður, skot og skotfæri, sprengjuefni, tóvara, símar, snurpinætur, snurpinótaefni, strigi, pokar úr striga og pappír, rotvarnarnefni, sýrur, sódi, krydd, saltpétur, verkfæri, ávaxtadrykkir, öl og skilvindur.
7. flokkur. Gjald kr. 30.00 pr. 100 kg:
Ilmvörur, snyrtivörur, spritt, spíritus, áfengir drykkir, tóbak og tóbaksvörur, súkkulaði, sælgæti, sportvörur, sýnishorn, sýningarfilmur og viðtæki.
8. flokkur. Gjald kr. 1.00 pr. stykki:
Tómar tunnur og föt, uppsett og í stöfum, búntað í hverja tunnu.
9. flokkur. Gjald kr. 0.50 pr. teningsfet:
Timbur sem reiknast í rúmmáli.
10. flokkur. Gjald kr. 1.00 pr. teningsfet:
Húsgögn, hljóðfæri, olíugeymar og altar aðrar vörur ótaldar annars staðar, sem reiknast eftir rúmmáli.
11. flokkur. Gjald kr. 5.00 pr. 100 kg:
Allar vörur ótaldar annars staðar.
12. flokkur. Gjald kr. 1.00 pr. mál:
Öll síld í bræðslu, sem flutt er á landi innan hafnarsvæðis Raufarhafnar, eða í skip á höfninni.
13. flokkur. Gjald kr. 1.00 pr. uppsaltaða tunnu:
Síld og annar fiskur þannig mældur:
14. flokkur. Gjald kr. 0.75 pr, tunnu:
Síld mæld eða vegin til frystingar.
15. flokkur. Gjald kr. 1.00 pr. 100 kg:
Þorskur og annar fiskur til verkunar, veginn upp úr sjó, slægður eða óslægður.
Útfluttar vörur.
16. flokkur. Gjald kr. 2.00 pr. 100 kg:
Saltfiskur, síldarmjöl, fiskimjöl, lýsi, soðkjarni, skreið og aðrar sjávarafurðir, ótaldar annars staðar.
17. flokkur. Gjald kr. 2.50 pr. tunnu:
Fiskur, hrogn, garnir, kjöt, síld hvers konar verkuð í tunnum.
18. flokkur. Gjald kr. 2.00 pr. 100 kg:
Landbúnaðarvörur ótaldar annars staðar.
Ýmislegt.
19. flokkur.
Kindur og loðdýr kr. 5.00 pr. grip
Stórgripir - 10.00 - -
Reiðhjól, vélknúin - 10.00 - stykki
Reiðhjól - 5.00 - -
Dráttarvélar - 100.00 - -
Jeppar og fólksbifreiðar - 150.00 - -
Vörubifreiðar - 200.00 - -
Vinnuvélar, stórvirkar - 250.00 - -
Bátar, opnir - 150.00 - -
Nótabátar - 200.00 - -
Lægsta vörugjald í öllum flokkum skal vera kr. 2.00.
Ýmis gjöld til hafnarinnar.
32. gr.
Fyrir geymslu á vörum í húsum og á lóðum hafnarinnar um stundarsakir, skal greiða það gjald, sem hafnarstjóri ákveður.
33. gr.
Fyrir lóðir og land hafnarinnar, geymsluhús og verbúðir, sem leigt er einstökum mönnum eða félögum um lengri tíma, skal greiða leigugjald, sem ákveðið verður með sérstökum samningi.
34. gr.
Fyrir geymsluskip, sem lögð eru í lægi ó höfninni, samkvæmt 19. gr., greiði eigandi árgjald kr, 1.00 af brúttórúmlest.
VIII. KAFLI
Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.
35. gr.
Hafnargjaldkeri sér um innheimtu allra hafnargjalda, og skal greiða gjöldin á skrifstofu hans.
38. gr.
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra, sem greiða ber til hafnarinnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt að afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins ef hafnarstjóri krefst þess, og hefur hafnar sjóður haldsrétt yfir skipinu unz gjöldin eru greidd. Að svo miklu leyti sem í reglugerð þessari eru ekki ákveðnir fastir gjalddagar á gjöldum, skal greiða þau áður en skip fer burt úr höfninni, og enginn skipstjóri getur vænzt þess, að hann fái afgreiðslu fyrir skip sitt hjá lögreglustjóra eða umboðsmanni hans, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra, að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.
37. gr.
Leigu samkv. 32., 33. og 34. gr., svo og gjöld fyrir að nota áhöld og tæki hafnarinnar, greiðir samningsaðili.
38. gr.
Öll gjöld samkvæmt þessari reglugerð má taka lögtaki, og hafa þau forgangsrétt sem önnur opinber gjöld, sbr. 83. gr., 3. tölulið skiptalaganna. Auk þess eru skipagjöldin tryggð með lögveði í skipinu, og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum.
Skipagjöld teljast í reglugerð þessari öll þau gjöld, sem skipi ber að greiða til hafnarinnar, svo sem lestagjald, ljósagjald, bryggjugjald, festargjald, vatnsgjald og gjald fyrir aðra þá aðstoð, sem framkvæmd er af hafnarinnar hálfu fyrir. skipið.
IX. KAFLI
Ýmis ákvæði.
39. gr.
Þeir munir eða vörur, sem affermdar eru eða látnar í skip, má ekki leggja á bryggju eða bólvirki, og eigi annars staðar á landi hafnarinnar en á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarstjóra.
Skal flytja burt muni og vörur jafnskjótt sem hafnarstjóri krefst þess. Sé það eigi gert, lætur hafnarstjóri gera það á kostnað og ábyrgð eiganda, eða umboðsmanns hans.
Ákvæði þessi taka ekki til mannvirkja einstakra manna eða félaga innan hafnarinnar.
40. gr.
Frá klukkan 21 siðdegis til kl. 6 árdegis mega skip ekki valda óþarfa hávaða með eimpípu sinni, og getur hafnarnefnd seta nánari og strangari ákvæði um þetta, ef þurfa þykir.
41. gr.
Um skaðabótaskyldur fyrir skemmdir á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum.
Ef samningum verður ekki við komið um skaðabætur, skulu þær ákveðnar af óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila um sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því, er matsgerð er lokið. Yfirmat skal framkvæmt af 4 óvilhöllum dómkvöddum mönnum. Kostnaðinn við yfirmat greiðir sá, sem krafðist matsins, ef það gengur honum ekki í vil, að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.
42. gr.
Nú veldur skip skemmdum á höfninni eða skipstjóri verður brotlegur við ákvæði reglugerðar þessarar og er þá óheimilt að flytja skipið úr höfninni, áður en málið er útkljáð, nema fullnægjandi trygging sé sett fyrir greiðslu að dómi hafnarstjóra.
43. gr.
Enginn, sem bakað hefur sér refsingu eða skaðabótaskyldu fyrir brot á reglugerð þessari, má fara burt úr höfninni meðan mál hans er óútkljáð, nema hann setji tryggingu, sem hafnarstjóri tekur gilda.
44. gr.
Hafnarstjóra skal þegar tilkynnt um allt það, sem bjargað er úr höfninni, en hann gefur aftur lögreglunni skýrslu um það.
45. gr.
Hverja þá skipun, sem samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa stýrimanni, ef skipstjóri er ekki á skipi, og eigi heldur umboðsmaður hans samkv. 10. gr. I:f stýrimaður er fjarverandi, má gefa einhverjum öðrum af skipshöfninni skipunina, og er það jafngilt, sem skipstjóri hefði fengið skipunina sjálfur.
46. gr.
Allir þeir, sem æskja afgreiðslu fyrir skip, láns á tækjum eða aðstoðar á einn eða annan hátt hjá höfninni, skulu snúa sér beint til skrifstofu hafnarinnar með beiðni þar að lútandi.
Hafnarstjóra er heimilt að neita þeim aðilum um aðstoð eða afgreiðslu, sem eru í vanskilum með gjöld til hafnarinnar.
47. gr.
Innan hafnarinnar má ekki sigla skipum hraðar en sem svarar 5 mílum á klst., nema sérstaklega standi á.
48. gr.
Hafnsögumanni er skylt að banna allar ónauðsynlegar samgöngur við skip, áður en hann hefur lokið starfi sínu á skipsfjöl.
49. gr.
Ef sjúkdómur er á skipi, eða ástæða til að halda, að sótthætta geti stafað frá því, ber hafnsögumanni að sjá um að fylgt sé reglum þeim, sem settar eru í lögum um varnir gegn því, að næmir sjúkdómar berist til landsins.
50. gr.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að 10000.00 krónum, nema þyngri refsing liggi við eftir almennum lögum. Sektirnar renna í hafnarsjóð.
51. gr.
Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal fara að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um hafnargerðir og lendingarbætur, nr. 29 23. apríl 1946, til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Jafnframt fellur niður hafnarreglugerð fyrir Raufarhöfn, nr. 73 30. júní 1959, ásamt síðari breytingum.
Samgöngumálaráðuneytið, 7. júlí 1964.
Emil Jónsson.
Brynjólfur Ingólfsson