Samgönguráðuneyti

146/1975

Hafnarreglugerð fyrir Borgarnes. - Brottfallin

I. KAFLI

Takmörk hafnarinnar.

1. gr.

Borgarneshöfn takmarkast að austan innan línu, sem hugsast dregin úr syðstu töngum Borgareyja inn Borgarfjörð, í 200 m fjarlægð frá syðstu töngum Stóru-Brák­areyjar og Borgarness, móts við Kveldúlfshöfða, og hornréttri línu upp í höfðann, að vestan innan línu, sem hugsast dregin úr vesturtöngum Borgareyja inn Borgarfjörð og Borgarvog, í 200 m fjarlægð frá Dílatanga og hornréttri línu upp í tangann. Að sunnan takmarkast hafnarsvæðið af línu þvert um fjörðinn 400 m fyrir innan nyrsta tanga Borgareyja.

Á landi eru takmörk hafnarsvæðisins þessi:

Lóðin liggur í framanverðri Stóru-Brákarey og er um 6000 fermetrar að stærð. Um takmörk lóðarinnar og stærð vísast að öðru leyfi til lóðarleigusamnings hafnar­innar frá 22. mars 1946.

 

II. KAFLI

Stjórn hafnarinnar.

2. gr.

Hreppsnefnd Borgarness hefur á hendi stjórn hafnarinnar undir yfirumsjón samgönguráðuneytisins. Hreppsnefndin kýs þriggja manna hafnarstjórn og jafn­margra til vara. Hafnarstjórn kýs sér formann og stýrir hann fundum hennar og boðar til þeirra. Kjörtímabil hafnarstjórnar er hið sama og sveitarstjórnar.

Hafnarstjórn hefur á hendi framkvæmd hafnarmála og eftirlit með höfninni og sér um viðhald og umbætur á henni, stýrir öllum framkvæmdum, sem þar að lúta og annast fjárhald hafnarinnar og reikningsskil fyrir hönd sveitarstjórnar. Reikningar hafnarsjóðs skulu fylgja hreppsreikningum og endurskoðast ásamt þeim.

 

3. gr.

Sveitarstjóri er hafnarstjóri nema öðruvísi sé ákveðið af hreppsnefnd.

 

4. gr.

Hafnarstjóri hefur fyrir hönd hafnarstjórnar yfirumsjón með viðhaldi og um­bótum á höfninni og stýrir öllum framkvæmdum, er þar að lúta og stjórnar fjárhaldi og daglegum rekstri hafnarinnar. Hafnarstjóri getur falið starfsmönnum hafnarinnar að annast þessi störf í sínu umboði.

 

5. gr.

Hreppsnefnd skipar fasta starfsmenn, svo sem hafnarvörð, eftir tillögu hafnar­stjórnar og setur þeim erindisbréf:

 

III. KAFLI

Um almenna reglu í höfninni og á hafnarsvæðinu.

6. gr.

Hafnarstjóri sér um að gætt sé reglu í höfninni og landi hennar. Er öllum skylt að hlýða fyrirmælum hans eða þeirra starfsmanna annarra, er hafnarstjórn setur til að gæta reglu. Þyki einhverjum sér gerður óréttur af starfsmönnum hafnar­innar, getur hann kært það fyrir hafnarstjóra, en skipun starfsmannsins ber að hlýða þegar í stað.

Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar lipurðar og kurteisi í starfi sínu.

 

7. gr.

Þeim, sem ekkert lögmætt erindi eiga, er bannað að dvelja á landi hafnarinnar, ef þeir með því tálma fermingu eða affermingu skipa eða hindra önnur störf, sem þar eru unnin. Banna má ónauðsynlegan akstur hvers konar ökutækja um bryggjur og hafnarbakka.

Fólk, sem fer um hafnarsvæðið, er þar á eigin hættu og ábyrgð.

 

8. gr.

Skylt er að gæta allrar varúðar i meðferð elds og ljósa í skipum í höfninni. Í skipum, sem flytja eldfim efni, má eigi kveikja eld eða ljós nema undir kötlum skipsins og í eldavélum skipsins og á lögboðnum ljóskerjum. Tóbaksreykingar eru bannaðar í þeim skipum og á því svæði, þar sem unnið er að fermingu eða affermingu eldfims varnings.

Bannað er að sjóða tjöru, bik, fernisolíu og annað, sem eldhætta getur stafað af, í skipum á höfninni, svo og á landi hafnarinnar, nema með leyfi hafnarstjóra.

 

9. gr.

Bannað er að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við höfnina aða á henni. Skipum er bannað að blása í flautur eða lúðra á höfninni frá kl. 24:00 að kveldi til kl. 7:00 að morgni, nema umferðin gefi tilefni til.

 

10. gr.

Ekki má kasta í höfnina kjölfestu, ösku, dauðum fiski, matarleifum, fiskúr­gangi, vírum, vöruleifum, umbúðum eða öðru þess háttar. Skal það flutt þangað sem hafnarstjóri vísar til.

Öllum skipum, farartækjum svo og verksmiðjum og öðrum atvinnurekstri er stranglega bannað að dæla eða láta renna í höfnina olíur, lýsi, olíusora eða annað sem mengun veldur.

Ber að hlýta í öllu reglugerð um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu, sem sett er skv. 3. gr. laga nr. 77 frá 10. maí 1966. Er hafnarstjóra heimilt að ákveða gjald, er innheimta má á staðnum fyrir hvers konar mengunarbrot.

 

11. gr.

Geymsla á tómum bensíntunnum eða ílátum undan eldfimum efnum svo og öðru, sem sprengi- eða eldhætta stafar af, er bönnuð á bryggjum, hafnarbökkum eða á hafnarsvæðinu.

 

12. gr.

Bannaður er hvers konar hvalskurður í og við höfnina. Eigi má draga, reka, eða flytja á annan hátt inn í höfnina hvaltegundir, eða neitt það, sem valdið getur óþrifnaði, umferðartruflunum eða óþægindum í höfninni, nema leyfi hafnar­stjóra komi til þess hverju sinni.


 

IV. KAFLI

Um legu skipa á höfninni og afgreiðslu þeirra.

13. gr.

Skip telst í reglugerð þessari sérhvert fljótandi far.

 

14. gr.

Þegar skip leitar hafnar skal skipstjóri eða umboðsmaður skipsins tafarlaust snúa sér til hafnarvarðar, sem vísar honum á legustað.

Leggist skipið að hafnarmannvirki, skulu landfestar bundnar, þar sem starfs­menn hafnarinnar segja til um.

 

15. gr.

Ef sjúkdómur er á skipinu eða ástæða þykir til að ætla að sótthætta geti stafað af því, ber hafnarverði að sjá um að fylgt sé þeim reglum, sem settar eru lögum um varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands.

 

16. gr.

Skip, sem ekki er verið að ferma eða afferma, eða ekki er unnið við, mega aldrei liggja þannig í höfninni, að þau tálmi vinna við önnur skip og skal skylt að hlýða boðum starfsmanna hafnarinnar um það, hvert þau skuli flutt. Ef ekki er orðið við boðum starfsmanna hafnarinnar í þessum efnum, er heimilt að færa skipið á kostnað eiganda.

Brottfarartíma skips skal skipstjóri tilkynna hafnaryfirvöldum með minnst tveggja tíma fyrirvara.

 

17. gr.

Sé nauðsynlegt talið að skipum, sem fermd eru eða affermd, sé lagt hverju við hliðina á öðru, er heimilt að flytja farm skipa, er utar liggja yfir þilfar hinna. Skipshöfn og farþegum þeirra skipa, sem utar liggja, er einnig heimil nauðsynleg umferð um þilför þeirra skipa, er nær liggja.

 

18. gr.

Í sérhverju skipi, sem ekki hefur leyfi hafnarvarðar til að liggja mannlaust á höfninni, skal jafnan vera einn maður að minnsta kosti, er tekið geti á móti skip­unum starfsmanna hafnarinnar og framkvæmt þær.

Skal kann sjá um, að óviðkomandi aðilar hafi ekki aðgang að skipinu, og ber eigandi fulla ábyrgð á öllu því tjóni er leiða kann af vanrækslu í þessu efni.

 

19. gr.

Eigi má festa skipum við hafnarbakka eða bryggjur nema við festarhringa eða festarstólpa að tilvísun hafnarvarðar. Séu landfestar úr járni, skulu þær vera klæddar þar sem þær hvíla á hafnarbakkanum eða bryggjunni. Festum skal þannig komið fyrir, að þær hindri sem minnst umferð um bryggju eða hafnarbakka, og skulu festar auðkenndar með veifum eða öðrum vartíðarmerkjum. Þyki hafnarverði þess ekki nægilega gætt, getur hann krafist þess, að hætt sé úr því tafarlaust.

Skylt er að hafa hlífar milli skips og hafnarbakka eða bryggju, óski hafnar­vörður þess.

 

20. gr.

Ekki má kræk,ja hökum í bryggjur eða hafnarbakka. Ekki mega skip hleypa vatni á bryggju eða hafnarbakka, hvorki við þvott á þilfari né heldur er þau hleypa burt vatni á annan hátt. Búa skal svo um með hlífum, að vatnið fari beint í höfnina.


 

21. gr.

Skip mega ekki láta vélar ganga af svo miklu afli, að öðrum skipum eða hafnarmannvirkjum stafi hætta af því.

 

22. gr.

Ef skip lendir á grynningum eða sekkur, þar sem það, að áliti hafnarstjórnar, tálmar greiðri notkun hafnarinnar, skal færa það burt svo fljótt sem auðið er. Verði dráttur á því, má hafnarvörður láta færa skipið burt á kostnað eigandans, og er honum heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum, ef nauðsyn krefur.

 

23. gr.

Áður en kjölfesta er flutt í skip eða úr skipi, skal hafnarverði gert viðvart. Ákveður hann, hvar það skuli fara fram. Við uppskipun og útskipun á kjölfestu, sandi, kolum og öðru þess háttar, er skylt að hafa nægilega sterkar hlífar milli skipsins og hafnarbakkans, bryggjunnar eða bátanna, svo að ekkert falli fyrir borð. Sé þessa eigi gætt getur hafnarvörður stöðvað verkið uns bætt hefur verið úr því, sem áfátt er. Skipstjóri skal sjá um, að kjölfesta sú, sem flutt hefur verið á land úr skipi hans, sé þegar í stað flutt burt af löndunarstaðnum, þangað sem hafnar­vörður vísar til.

 

24. gr.

Þegar lokið er fermingu eða affermingu skal sá, er séð hefur um lestun eða losun, láta ræsta bryggju þá eða hafnarbakka, sem notuð hafa verið. Farist það fyrir, skal hafnarstjóri sjá um að það sé gert, en afgreiðslumaður skipsins greiði allan kostnað, sem af því leiðir.

 

V. KAFLI

Um skip, sem lagt er í lægi.

25. gr.

Skipum, sem leggja skal í lægi, má aðeins leggja á þeim stöðum, er hafnar­stjóri leyfir. Skipunum skal lagt undir umsjá hafnarvarðar og legufæri ákveðin í samráði við hann.

Eftirlit og viðhald legufæra er á ábyrgð skipseiganda. 26. gr.

Meðan skip liggur mannlaust i læ;i í höfninni, skal ekki sjaldnar en á fjórtán daga fresti fara út í það til að líta eftir, hvort legufæri eða annað hefur farið úr lagi eða bilað. Ef svo reynist, skal lagfæra það svo fljótt sem auðið er.

Leyfi hafnarstjórnar til að leggja skipi í lægi er bundið því skilyrði, að ef skipið sekkur láti eigandi þess taka það upp eða sprengja það sundur, svo að það skemmi ekki höfnina. Sé því ekki fullnægt innan tiltekins frests, getur hafn­arstjórnin látið framkvæma verkið á kostnað eiganda.

 

27. gr.

Heimilt er að leggja skipi í lægi á höfninni, þó það sé mannlaust, sé það svo þétt, að áliti hafnarstjórnar, sem getur framkvæmt eða látið framkvæma á því rannsókn á kostnað eiganda, að ekki stafi af því nein hætta.

Á skipum þessum skal tendrað ljós samkvæmt reglum þeim, sem settar eru í alþjóðasjóferðareglum um skip er liggja fyrir akkeri.

Áður en skipstjóri fer af skipinu, skal kann skriflega tilkynna hafnarstjórn um umsjónarmann búsettan í því lögsagnarumdæmi, sem höfnin er í, sem skal hafa umsjón skipsins á hendi og skal skipstjóri gangs úr skugga um, að hafnar­stjórn sé samþykk útnefningu umsjónarmannsins. Hafnarstjórn getur krafist, ef henni finnst ástæða til, að umsjónarmaður hafi skipstjóraréttindi og hafi búsetu það nálægt hafnarsvæðinu, að auðvelt sé að ná til hans í tæka tíð, ef færa þarf skipið eða il annarra aðgerða, er skipið snertir.

Hafnarvörður heinir til umsjónarmannsins öllum þeim fyrirskipunum er skipið varða, en umsjónarmaður annað hvort framkvæmir fyrirskipanir hafnarvarðar eða sér um að þær séu framkvæmdar. Verði dráttur á því, skal hafnarvörður láta framkvæma verkið á kostnað skipseiganda.

 

VI. KAFLI

Um fermingu og affermingu eldfims og hættulegs varnings.

28. gr.

Skip, sem flytja sprengiefni, eldfima vökva, lofttegundir undir þrýstingi (flösku­gas) eða efni sem við vissar aðstæður valda eld- eða sprengihættu, mega ekki koma inn á höfnina, fyrr en leyfi hefur verið vent til þess.

Skipstjóra eða umboðsmanni ber að tilkynna hafnarstjóra og slökkviliðsstjóra um farminn 24 klst. fyrir áætlaðan komutíma.

Tilkynningaskylda nær til efna, sem samkvæmt International Maritime Danger­ous Goods Code flokkast í flokka 1, 2, 3 og 5.

Í tilkynningu skal greina nafn á varningi, magn, pökkun og lestun. Sem dæmi um hættulegan earning má nefna: Púður, dýnamit, geomit, hlaðnar patrónur, ben­sin, steinolíu, aceton, terpentínu, toulol, kosangas, kalcíumkarbit, ammoniumnitrat, natríumklórat.

 

29. gr.

Losun á vörum, sem um ræðir í 28, gr. skal að jafnaði framkvæmd strax og skip hefur lagst að bryggju og á undan losun á öðrum varningi. Við lestun skal slíkur farmur lestaður síðast, og skal skip láta úr höfn strax að lestun lokinni.

Álíti hafnarstjóri, að hætta geti stafað af fermingu eða affermingu eldfimrar vöru, getur hann stöðvað verkið, uns nauðsynlegar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar.

Hlíta skal í einu og öllu ákvæðum laga og reglugerðar um brunavarnir og brunamál.

 

30. gr.

Skylt er að hafa öryggisvörslu við skip, sem ferma eða afferma eldfiman flutning.

Hafnarstjóri getur ákveðið að lestun og losun slíkrar vöru fari fram við sér­staka hafnarbakka, þar sem tryggast er talið.

 

31. gr.

Skip, sem flytja eldfim efni, sem um ræðir í 28. gr. skulu á daginn hafa uppi rautt flagg (merkjatákn B) á framsiglu, en á nóttunni rautt ljósker.

 

VII. KAFLI

Ýmis ákvæði.

32. gr.

Þeir munir eða vörur, sem skipað er upp eða láta á í skip, mega ekki liggja á bryggju eða hafnarbakka og eigi annars staðar á landi hafnarinnar en á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarstjóra. Skal flytja burt muni og vörur jafnskjótt sem hafnarstjóri krefst þess. Sé það eigi gert, lætur hafnarstjóri gera það á kostnað og ábyrgð eiganda eða umboðsmanns hans.


 

33. gr.

Um skaðabótaskyldu vegna skemmda á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum.

Ef samningum verður ekki komið við um skaðabætur, skulu þær ákveðnar af tveimur óvilhöllum, dómkvöddum mönnum.

Hvorum aðila um sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn, frá því er matsgerð er lokið. Yfirmat skal framkvæmt af þremur óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Kostnaðinn við yfirmat greiðir sá sem krafðist yfirmats, ef það gengur honum ekki í vil. Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.

 

34. gr.

Nú veldur skip skemmdum eða mengun í höfninni eða skipstjóri verður brot­legur við ákvæði reglugerðar þessarar, og er þá óheimilt að flytja skipið tír höfninni, áður en málið er útkljáð, nema fullnægjandi trygging sé sett fyrir greiðslu, að dómi hafnarstjóra.

 

35. gr.

Hafnarstjóra skal þegar tilkynnt um allt það, sem bjargað er tír höfninni, en hann gefur aftur lögreglunni skýrslu um það.

 

36. gr.

Hverja þá skipun, sem samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa stýrimanni, ef skipstjóri er ekki á skipi og eigi heldur umboðsmaður hans, sam­kvæmt 18. gr. Ef stýrimaður er fjarverandi, má gefa einhverjum öðrum af skips­höfninni skipunina, og er það jafngilt sem skipstjóri hefði fengið skipunina sjálfur.

 

37. gr.

Allir þeir, sem æskja afgreiðslu fyrir skip, láns á tækjum eða aðstoðar á einn eða annan hátt hjá höfninni, skulu snúa sér beint til skrifstofu hafnarinnar með beiðni þar að lútandi.

Heimilt er hafnarstjóra að neita þeim aðilum um aðstoð eða afgreiðslu, sem eru í vanskilum með gjöld til hafnarinnar eða eru brotlegir við reglugerð þessa.

 

38. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að kr. 100 000.00 nema þyngri refsing liggi við, samkvæmt almennum lögum.

Sektirnar renna í hafnarsjóð Borgarness.

 

39. gr.

Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal fara að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum, nr. 45 24. apríl 1973, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Jafnframt fellur úr ildi hafnarreglugerð fyrir Borgarneskauptún, nr. 12 20. febrúar 1930, með síðari breytingum.

 

Samgönguráðuneytið, 4. mars 1975.

 

Halldór E. Sigurðsson.

 

Kristinn Gunnarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica