HAFNARREGLUGERÐ
fyrir Hafnarkauptún í Hornafirði.
I. KAFLI
Takmörk hafnarinnar.
1. gr.
Takmörk hafnarinnar eru að vestan Suðurfjörur, frá Hornafjarðarósi inn að Melatanga. Það;;n hugsuð lína beint í Leiðarhöfða. Þaðan takmarkast höfnin af strandlengjunni sunnan Hafnarkaupstúns, austur á Heppu. Þaðan beina linu í syðsta tanga Ægissíðu og þaðan í austasta tanga hennar. Frá Ægissíðu eru takmörkin beina línu austast í Mikley og út í Austurfjörur og eftir Austurfjörum vestur að Hornafjarðarósi.
II. KAFLI
Stjórn hafnarinnar.
2. gr.
Hreppsnefnd Hafnarhrepps hefur á hendi stjórn hafnarmála undir stjórn þess ráðuneytis, sem fer með hafnamál.
3. gr.
Í hafnarnefnd eiga sæti 5 menn, kosnir af hreppanefnd á sama hátt og aðrar fastanefndir. Varamenn eru jafnmargir. Nefndin kýs sér sjálf formann. Hafnarnefnd annast alla framkvæmd hafnarmála og hefur á hendi eftirlit með
höfninni, sér um viðhald og umbætur og stýrir framkvæmdum. Hún annast fjárhald hafnarinnar og reikningsskil f, h. hreppsnefndar og sér um að reikningar hafnarsjóðs séu endurskoðaðir á sama há(t og reikningar sveitarsjóðs.
4. gr.
Hafnarnefnd ræður starfsmenn hafnarinnar.
Altar meiri háttar ákvarðanir hafnarnefndar, er varða fjármál hafnarinnar, skal senda hreppsnefnd til fullnaðar afgreiðslu
III. KAFLI
Um almenna reglu.
5. gr.
Höfnin merkir í kafla þessum allt hafnarsvæðið.
6. gr.
Hafnarnefnd sér um að gætt sé reglu á höfninni og við hang. Er öllum skylt að hlýða boði hennar og banni tafarlaust, eða þeirra starfsmanna, er hún setur til þess að gæta reglu, eða hafa umsjón með höfninni.
Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar kurteisi i starfi sinu.
Þyki einhverjum sér óréttur ger af starfsmönnum hafnarinnar, getur harm kært það fyrir hafnarnefnd eða hreppsnefnd, en skipun starfsmannsins ber að hlýða þegar í stað.
7. gr.
Þeim, seta ekkert erindi eiga, er bannað að dvelja á landi hafnarinnar, ef þeir með því tef ja fermingu eða affermingu eða önnur störf, sem þar eru unnin. Einnig má banna þeim umferð um hafnarsvæðið.
8. gr.
Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð gilds og ljósa í skipum í höfninni. Í skipum, sem flytja eldfim efni, má ekki kveikja gild eða ljós, nema fyllstu varúðar sé gætt.
Tóbaksreykingar eru bannaðar í þeim skipum, og á því svæði, sem unnið er að fermingu eða affermingu eldfimrar vöru.
Bannað er að sjóða tjöru, bik, fernisolíu eða annað, sem eldhætta getur stafað af í skipum í höfninni eða landi hafnarinnar, nema með sérstöku leyfi hafnarnefndar.
Bensín og tómar bensintunnur eða önnur eldfim efni má ekki geyma á bryggjum eða við höfnina.
Bannað er að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við höfnina eða á henni.
9. gr.
Bannað er að kasta í höfnina úrgangsolíu, kjölfestu, fiski, fiskúrgangi, vírum, tógum, umbúðum eða öðru þess háttar. Skal það flutt þangað, sem hafnarnefndin vísar til.
Í landi hafnarinnar má ekkí taka kjölfestu, grjót eða sand nema með leyfi hafnarnefndar.
10. gr.
A landi hafnarinnar má ekki smíða ný skip, eða framkvæma viðgerðir á eldri skipum, eða leggja skipum í fjörur hafnarinnar, nema með leyfi hafnarnefndar og með þeim skilmálum, sem hún setur.
IV. KAFLI
Um hafnsögu og legu skipa í höfninni.
11. gr.
Skip telst í reglugerð þessari sérhvert fljótandi far.
12. gr.
Hvert það skip, sem ætlar til hafnarinnar og nota vill hafnsögumann, skal gera um það boð til hafnsögumanns, eða skrifstafu hafnar að fara til móts við skipið út fyrir Hornafjarðarós, eða þangað, sem fært þykir vegna veðurs eða annarra ástæðna, að dómi hafnsögumanns. Vísar þá hafnsögumaðurinn skipinu leið til hafnar og má ekki yfirgefa það án samþykkis skipstjóra, fyrr en skipið er lagst við festar i höfninni. Heimilt er hafnsögumanni, meðan harm hefur ekki lokið starfi sínu, að banna hverjum þeim, sem ekki á lögmætt erindi, að koma á skipsfjöl. meðan hafnsögumaður dvelur um borð, her skipinu að sjá honum fyrir fæði.
Ef sjúkdómur er á skipi, eða ástæða til að æí1a að sótthætta geti stafað frá því, her hafnsögumanni að stuðla að því, að fylgt sé reglum um varnir gegn því, að næmir sjúkdómar berist til landsins.
13. gr.
Ef skip, sem ekki hefur hafnsögumann um borð, kemur i höfnina, skal skipstjóri tafarlaust snúa sér til hafnarnefndar, sem segir til, hvar skipið megi liggja. Ekkert íslenskt skip, sem er stærra en 300 brúttó rúmlestir og ekkert erlent
skip má fara inn í höfnina, eða út úr henni, án þess að hafnsögumaður sé um borð. Hafnarnefndin getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði.
14. gr.
Skip, sem koma inn í höfnina, skulu hafa að minnsta kosti eitt akkeri tilbúið í festarauga. Leggist skipið við bryggju eða hafnarbakka, skal hliðarbátum, vörpuhlerum og þess háttar tækjum, snúið inn fyrir borðstokkinn, þannig að eigi valdi truflun fyrir aðra umferð.
15. gr.
Venjulega er skipum heimilt að leggjast að bryggjum í þeirri röð, sem þau koma inn í höfnina. Þó skulu póst- og farþegaskip, er siglt eftir fastri ferðaáætlun, að jafnaði eiga forgangsrétt við bryggju og verða önnur skip að víkja meðan þau eru afgreidd.
Verði ágreiningur um þetta atriði, ræður hafnarnefndin í hvaða röð skip koma að bryggju.
16. gr.
Ekkert skip má liggja annars staðar víð bryggju, eða hafnarbakka, en þar sem hafnarnefndin eða starfsmenn hafnarinn ar hafa ákveðið.
Þeir geta einnig vísað skipum frá bryggju ef þeir álíta það nauðsynlegt vegna veðurs eða af öðrum ástæðum.
17. gr.
Eigi má festa skipum við bryggju eða hafnarbakka, nema við festarhringi eða festarstólpa. Festum skal þannig fyrir komið, að þær hindri sem minnst umferð á bryggjum eða uppfyllingum. Þar sem eigi verður hjá því komist, að festar liggi yfir bryggju, skal varúðarmerkjum komið fyrir á festartaugum.
18. gr.
Ekki má láta aflvélar skipa ganga með svo miklu afli að það valdi öðrum skipum hættu eða óþægindum.
19. gr.
Ef skip lendir á grynningum, eða sekkur, þar sem það að áliti hafnarnefndar tálmar greiðri notkun hafnarinnar eða umferð um hana, skal færa það burt, svo fljótt sem auðið er. Verði dráttur á því, getur hafnarnefndin látið færa skipið á kostnað eiganda og er henni heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum ef nauðsyn krefur
20. gr.
Í hverju skipi, að undanskildum skipum, sem hafa leyfi hafnarnefndar til að liggja mannlaus í höfninni, skal jafnan vera einn maður, að minnsta kosti, er geti tekið á móti fyrirskipunum hafnarstarfsmanna og framkvæmt þær.
Ef eigandi, skipstjóri eða umráðamaður skips, tregðast við að hlýða boðum hafnarnefndar, eða starfsmanna hafnarinnar, um að flytja skip sitt, festartaugar eða strengi, er heimilt að gera það á kostnað og ábyrgð eiganda eða umráðamanns.
V. KAFLI
Um umferð um höfnina.
21. gr.
Ekki má sigla hraðar en með 3 mílna ferð um leiðina út og inn frá Mikleyjarál að bryggjum.
22. gr.
Ekki má leggja skipum við dufl eða akkeri í höfninni. Skip mega ekki leggja svo út frá sér strengi eða önnur festartæki, að það tálmi umferð um höfnina. Hafnarnefndin getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði.
23. gr.
Bannað er að leggja veiðarfærum í höfnina, þar sem það getur hindrað greiða umferð um hana.
VI. KAFLI
Um fermingu og affermingu.
24. gr.
Skip, sem ekki ferma eða afferma, mega aldrei liggja svo í höfninni, að það tálmi fermingu eða affermingu annarra skipa.
25. gr.
Sé vinnu við skip eigi haldið áfram með hæfilegum hraða, að dómi hafnarnefndar, eða ef hlé verður á að nauðsynjalausu, ber skipinu að víkja fyrir öðrum skipum, ef hafnarnefnd krefst þess.
26. gr.
Ef nauðsyn ber til að skipum, sem ferma eða afferma, sé lagt hverju við hliðina á öðru, er heimilt að flytja farm þeirra skipa, sem utar liggja, yfir þilfar hinna á bjálkabrúm eða með öðrum hætti. Svo er og skipshöfn og farþegum þeirra skipa, er utar liggja, heimil nauðsynleg umferð um, þilför þeirra skipa, er nær liggja.
27. gr.
Álíti hafnarnefndin að hætta geti stafað af fermingu eða affermingu eldfimrar vöru, getur hún stöðvað verkið, þar til gerðar hafa verið nauðsynlegar varúðarráðstafanir.
Um umferð um höfnina.
28. gr.
Þegar lokið er fermingu eða affermingu, skal eigandi vöru eða afgreiðslumaður láta ræsta bryggju þá eða uppfyllingu, sem notuð hefur verið. Sé það vanrækt, má láta gera það á kostnað eiganda eða afgreiðslumanns vörunnar.
29. gr.
þeir munir eða vörur, sem affermdar eru eða látnar í skip, mega ekki liggja á bryggjum, eða uppfyllingum og eigi annars staðar á landi hafnarinnar, en þar sem hafnarnefnd ákveður.
Heimilt er að taka gjald eftir vörur, sem látnar ;eru liggja :í landi hafnarinnar.
VII. KAFI,I
Um mannvirki einstakra manna og félaga innan hafnarinnar.
30. gr.
Meðfram strandlengjunni umhverfis höfnina má ekki gera á sjó fram bryggjur eða önnur mannvirki, né heldur breyta eða auka við þau mannvirki, sem fyrir eru og ekki fylla upp eða dýpka frá landi, nema hreppsnefnd hafi veitt samþykki sitt til þess, að fengnum tillögum hafnarnefndar, og gildir leyfið aðeins til tveggja ára. Úrskurði hreppsnefndar má skjóta til ráðuneytisins.
Sá, sem fengíð hefur leyfi til að gera slíkt mannvirki, skal halda því svo vel við, að engin hætta geti stafað af því.
31. gr.
Víð bryggjur eða uppfyllingar einstakra manna og félaga innan hafnarinnar, hafa skip rétt til að leggjast að í sömu röð og þau koma inn og sækja um það. Þó skulu skip, sem sigla eftir fastri áætlun, hafa forgangsrétt, næst eiganda.
32. gr.
Við bryggjur einstakra manna og félaga sem skipum er ætlað að leggjast að, getur hafnarnefnd krafist að sé umsjónarmaður, sem hún tekur gildan.
33. gr.
Um lýsingu slíkra mannvirkja, þrifnað á þeim ,ýmis nauðsynleg áhöld, svo sem stiga, landgöngubrýr, björgunartæki o.s.frv. fer eftir þeim fyrirmælum, er hafnarnefnd setur á hverjum tíma, og gilda jafnt fyrir allar bryggjur og uppfyllingar innan hafnarinnar.
VIII. KAFLI
Um hafnargjöld.
34. gr.
Öll skip, hvort sem þau eru tóm eða hlaðin, skulu greiða hafnargjöld í hvert sinn er þau koma til hafnarinnar, með þeim undantekningum er síðar greinir. Gjaldið reiknast af hálfum rúmlestum í heilum krónum, og skal hálfur eða meira teljast sem heill en minna broti sleppt.
35. gr.
Undanþegin lesta- og bryggjugjöldum eru varðskip vitaskip, björgunarskip og rannsóknarskip, nema erindi þessara skipa til hafnarinnar sé annað en að framan greinir. Enn fremur skip, sem leita hafnar vegna óveðurs eða sjóskaða, ef þau hafa ekki samband við land.
Lestargjald.
36. gr.
a. Skip, heimilisföst í Hafnarkauptúni skulu greiða lestargjald einu sinni á ári, 29 krónur af hverri brúttórúmlest, þó eigi minna en 460 krónur á ári. Opnir bátar skulu greiða 290 krónur á ári.
b. Aðkomuskip, sem stunda fiskveiðar frá Hafnarkauptúni, skulu greiða lestargjald 7 krónur fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði.
c. Öll önnur skip, skulu greiða 250 krónur af hverri brúttórúmlest, nema strandferðaskip, sem sigla eftir fastri áætlun, greiða 1,15 krónu af brúttórúmlest.
Bryggjugjald.
37. gr.
a. Öll skip, sem leggjast að bryggju, eða skipi, sem við hana liggur, skulu greiða 50 aura af hverri brúttó rúmlest fyrir hvern sólarhring eða hluta úr sólarhring, þó eigi minna en 30 krónur á sólarhring.
b. Skip, sem greiða lestargjöld samkvæmt 36. gr. a og b, greiða ekki bryggjugjald.
c. Bryggjueigendur greiða ekki bryggjugjald af sínum eigin fiskiskipum.
d. Fyrir sérstaka notkun á hafnarbryggjum og uppfyllingum, svo sem aðgerð, síldarsöltun o.fl., skal greiða gjald, sem hafnarnefnd ákveður hverju sinni.
Vatnsgjald.
38. gr.
Fyrir vatn til skipa greiðist gjald, sem hreppsnefnd ákveður.
Hafnsögugjald.
39. gr.
Öll skip, sem til hafnarinnar koma og nota hafnsögumann, skulu greiða hafnsögugjald sem hér segir:
a. Við komu skips til hafnarinnar 400 krónur fyrir hvert skip, og auk þess gjald, 1 krónu fyrir hverja brúttó rúmlest.
b. Við brottför frá höfninni, 300 krónur fyrir hvert skip og auk þess 60 aura fyrir hverja brúttó rúmlest.
c. Fyrir leiðsögu um höfnina 300 Ien>nur fyrir hvert skip og auk þess 30 aura fyrir brúttó rúmlest.
d. Fyrir að vera úti í skipum skal greiða 1000 krónur fyrir hvern sólarhring, þar til hafnsögumaður er kominn heim. Sama gjald greiðist ef hafnsögumaður þarf að fara með skipinu til annarra hafna. Auk þess greiðist ferðakostnaður heim.
e. Skip, sem ekki eru skráð í Hafnarkauptúni, en sigla eftir föstum áætlunum, skulu því aðeins greiða hafnsögugjald, að þau noti hafnsögumann.
IX. KAFLI
Vörugjald.
40. gr.
Vörugjald skal greiða af öllum vörum, svo og skepnum, sem fluttar eru á land eða úr landi, eða úr einu skipi í annað, innan hafnarinnar, með þeim undantekningum er síðar getur.
41. gr.
Ef vörur, sem samkvæmt farmskrá skips eiga að fara til annarra hafna, en látnar eru á land um stundarsakir, skal aðeins greiða vörugjald, þegar vörurnar eru látnar í land.
42. gr.
Undanþegnar vörugjaldi eru þessar vörur:
a. Vörur, sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.
b. Vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar, sem fluttar eru úr landi.
e. Póstur og farangur ferðamanna.
d. Vörur og tæki til hafnarinnar.
43. gr.
Vörugjald skal reikna eftir máli eða þyngd með umbúðum. Brot úr gjaldeiningu telst sem heil. Fara skal eftir farmskrá skips við útreikning vörugjalds, og er skipstjóra eða skipaafgreiðslu skylt að láta starfsmönnum eða skrifstofu hafnarinnar í té eftirrit af farmskrá skipsins, áður en ferming eða afferming hefst.
Sé engin farmskrá, skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagnið, sem skip hans hefur fermt eða affermt. Þyki ástæða til, getur hafnarnefndin hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt, sem hún telur hentugast. Reynist vörumagnið meira en upp var gefið, greiðir skipið kostnaðinn.
Ef ýmsar vörutegundir eru í sömu umbúðum og beri farmskrá ekki en,eð sér greinilega sundurliðun, skal reikna vörugjald eftir þeirri tegund vöru, sem hæst gjald er af.
44. gr.
Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því, sem vörugjaldskrá tiltekur og greiðist gjald eins og þar segir.
Ef vafi leikur á því, í hvaða flokki skuli telja vöru, skal sveitarstjóri skera úr, en úrskurði hans má áfrýja til hafnarnefndar.
Vörugjaldskrá.
45. gr.
1. flokkur. Gjald kr. 3,00 fyrir hver 100 kg: Kol salt, sement, ís.
2. flokkur. Gjald kr. 4,00 fyrir hver 100 kg:
Kornvara og sykur í sekkjum og pökkum, fóðurvörur, áburður, garðávextir, mjólk.
3. flokkur. Gjald kr. 5.00 fyrir hver 100 kg:
Olíur og bensín i lausu máli og tunnum.
4. flokkur. Gjald kr. 6.00 fyrir hver 100 kg: Sjávarafurðir, landbúnaðarvörur.
5. flokkur. Gjald kr. 7.00 fyrir hver 100 kg:
Byggingarvörur, girðingarefni, útgerðarvörur, umbúðir um fisk og landbúnaðarvörur, efni til miðstöðva og raflagna, vatnspípur, smíðajárn, málningarvörur, smurningsolíur í litlum pakkningum.
6. flokkur. Gjald kr. 18.00 fyrir hver 100 kg:
Nýlenduvörur og önnur matvara, hreinlætisvörur, búsáhöld, vefnaðarvara, bifreiðar og vélknúin tæki, varahlutir til véla.
7. flokkur. Gjald kr. 30.00 fyrir hver 100 kg:
Sælgæti, öl og gosdrykkir, hljóðfæri, sportvörur og allar aðrar vörur, sem gjald reiknast af eftir þyngd.
8. flokkur. Gjald kr. 5.25 fyrir hvern 0.1 rúmmeter: Timbur, kork og önnur einangrunarefni.
9. flokkur. Gjald kr. 6.80 fyrir hvern 0.1 rúmmeter:
Húsgögn og allar aðrar vörur, sem gjald reiknast af eftir rúmmáli.
10. flokkur. Gjald kr. 4.00 hver tunna:
Síld, hrogn, garnir, saltkjöt.
11. flokkur. Gjald kr. 4.00 hvert stykki: Tómar tunnur.
12. flokkur. Gjald kr. 2.00 hvert stykki
Tómir ölkassar og mjólkurbrúsar.
13. flokkur. Gjald kr. 18.00 hvert stykki: Stórgripir.
Gjald kr. 6.00 hvert stykki: Kindur.
14. flokkur. Aflagjald:
1/2 % af verðmæti sjávarafla lögðum á land til vinnslu eða verkunar. Kaupandi, vinnsluaðili eða verkandi innheimtir gjaldið hjá innleggjanda og er ábyrgur fyrir því til hafnars,jóðs, þótt hann vanræki innheimtu þess hjá innleggjanda.
Minnsta gjald í öllum flokkum er kr. 2.00.
Ýmis gjöld.
46. gr.
Fyrir geymslu á vörum í húsum eða á lóðum hafnarinnar, skal greiða það gjald, sem hafnarnefnd ákveður.
47. gr.
Fyrir lóðir og land hafnarinnar, geymsluhús eða verbúðir, sem leigt er einstökum mönnum eða félögum, skal greiða leigugjald, sem ákveðið er með samningi.
48. gr.
Fyrir notkun á bátum og tækjum hafnarinnar og aðstoð, sem veitt er af starfsmönnum hennar, skal greiða það gjald, sem hafnarnefnd ákveður hverju sinni.
X. KAFLI
Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.
49. gr.
Sveitarstjóri sér um innheimtu alla gjalda til hafnarinnar. Gjöldin skal greiða í skrifstofu hreppsins.
50. gr.
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu hafnargjalda (skipagjalda). Er skipstjóra skylt að afhenda starfsmönnum hafnarinnar þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef þess verður krafist, og hefur hafnarsjóður haldsrétt í skipinu uns gjöldin eru greidd.
Hafnargjöld falla í gjalddaga þegar skipið er komið í höfnina nema þau gjöld, sem greiða ber einu sinni á ári samkvæmt 36. gr., en gjalddagi þeirra er 1. mars.
51. gr.
Móttakandi greiðir vörugjald og leigu samkvæmt 46.gr. fyrir vörur, sem koma til hafnarinnar, en seljandi fyrir vörur, sem fluttar eru úr höfninni. Ef margir eiga vörur með sama skipi, skal afgreiðslumaður skipsins standa hafnarsjóði skil á greiðslunni. Ef skip hefur ekki farm sinn skráðan, ber skipstjóri ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins.
Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað, greiðir sá vörugjaldið, er affermir. Vörugjöld falla í gjalddaga þegar skipið, sem vöruna flytur, er komið í höfnina, sem um aðfluttar vörur væri að ræða, en vörugjald af vörum sem fluttar eru frá höfninni, falla í gjalddaga, þegar vörurnar eru komnar á farmskrá. Skipstjóra eða afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.
Hafnarsjóður hefur og haldsrétt í vörum til tryggingar gjaldinu
52. gr.
Öll gjöld samkvæmt reglugerð þessari má taka lögtaki og hafa þau sama forgangsrétt sem önnur opinber gjöld. Hafnargjöld (skipagjöld) eru auk þess tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum.
Hafnargjöld teljast í reglugerð þessari öll þau gjöld, sem skipi ber að greiða til hafnarinnar, svo sem lestagjald, bryggjugjöld, vatnsgjald, hafnsögugjald, gjald fyrir báta og tæki og aðra þá aðstoð, sem höfnin læstur í té fyrir skipið.
Ýmis ákvæði.
53. gr.
Um skaðabótaskyldu vegna skemmda á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum.
Ef samningum verður eigi við komið um skaðabætur, skulu þær ákveðnar af tveimur óvilhöllum dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því er undirmati var lokið. Yfirmat skal framkvæmt af þremur óvilhöllum dómkvöddum mönnum. Kostnaðinn við yfirmatið greiðir sá, sem þess krefst, ef það gengur honum ekki í vil. Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.
54. gr.
Nú veldur skip skemmdum í höfninni, eða skipstjóri verður brotlegur við ákvæði reglugerðar þessarar, og er þá skipinu óheimil brottför úr höfninni, þar til málið er útkljáð, nema fullnægjandi trygging sé sett fyrir greiðslu, að dómi hafnarnefndar.
55. gr.
Enginn getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá lögreglustjóra, nema hann sanni, að hann hafi greitt gjöld sín til hafnarinnar, svo og sektir og skaðabætur, sem honum kann að bera samkvæmt reglugerð þessari.
56. gr.
Hverja þá skipun, sem samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa skipstjóra þess, en stýrimanni, ef skip'stjóri er ekki á skipi. Ef stýrimaður er einnig fjarverandi, má gefa einhverjum öðrum af skipshöfninni skipunina og er það ,jafngilt sem skipstjóri hafi fengið hana sjálfur.
57. gr.
Heimilt er að neita þeim aðilum um aðstoð og afgreiðslu, sem eru í vanskilum við höfnina á einhvern hátt.
58. gr.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum, allt að 100 000.00 krónum, nema þyngri refsing liggi við að lögum. Sektirnar renna í hafnarsjóð.
59. gr.
Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi staðfestist hér með samkvæmt hafnalögum nr. 48 29. apríl 1967, til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi hafnarreglugerð fyrir Hafnarkauptún í Hornafirði, nr. 289 29 desember 1964.
Samgönguráðuneytið, 10. mars 1970.
Ingólfur Jónsson.
Kristinn Gunnarsson.