Samgönguráðuneyti

209/1995

Reglugerð um Siglingamálastofnun ríkisins, skipulag, starfshætti og verkefni. - Brottfallin

1. gr.

Siglingamálastofnun ríkisins skiptist í eftirfarandi aðalsvið og deildir:

Stjórnsýslusvið:

  • Fjármáladeild
  • Samskiptadeild
  • Upplýsinga- og fræðsludeild

Eftirlitssvið:

  • Tæknideild
  • Skoðunardeild

2. gr.

Siglingamálastjóri annast framkvæmdastjórn þeirra mála sem falin eru Siglingamálastofnun í samræmi við lög, reglur og önnur fyrirmæli.

3. gr.

Skipting verkefna milli aðalsviða og milli deilda innan hvers aðalsviðs skal vera í samræmi við skipurit Siglingamálastofnunar sem ráðherra staðfestir hverju sinni.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um Siglingamálastofnun ríkisins nr. 20/1986, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. júní 1995. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um Siglingamálastofnun ríkisins, skipulag, starfshætti og verkefni nr. 184/1987.

Samgönguráðuneytið, 28. mars 1995.

Halldór Blöndal.

Jón Birgir Jónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica