Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Samgönguráðuneyti

119/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar á grundvelli sameiginlegra tæknilegra reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 589/1994 með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 5. tölulið í X. viðauka komi nýir töluliðir 6-8 sem orðist svo:

6)             CTR 4 - BM: ISDN-stofntenging (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 94/796/ EBE) um notendabúnað, sem á að tengja með stofntengingu við almenna ISDN samnetið við T-viðmiðunartengipunkt eða samliggjandi S- og T-viðmiðunartengipunkt.

                Samhæfði staðallinn er:

                                NET 5 (ISDN-stofntenging); Stjtíð. EB nr. C 53, 24.2.1993, bls. 6.

                                Hér er um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, sem skal endurskoða fyrir árslok 1996.

 

7)             CTR 3 - BM: ISDN-grunntenging (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 94/797/ EBE) um notendabúnað, sem á að tengja með grunntengingu við almenna ISDN samnetið við T-viðmiðunartengipunkt eða samliggjandi S- og T-viðmiðunartengipunkt.

                Samhæfði staðallinn er:

                                NET 3 (ISDN-grunntenging); Stjtíð. EB nr. C 53, 24.2.1993, bls. 6.

                                Hér er um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, sem skal endurskoða fyrir árslok 1996.

 

8)             CTR 14: ONP 64 kb/s óskipulagt (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 94/821/ EBE) um notendabúnað sem á að tengja við nettengipunktinn fyrir stafrænar óskipulegar leigulínur með 64 kb/s flutningsgetu í almenna fjarskiptanetinu.

                Samhæfði staðallinn er:

                                Tæknilegar kröfur í tengslum við frjálsan aðgang að netum (ONP)

                                Stafrænar óskipulegar leigulínur með 64 kb/s flutningsgetu (D64U)

                                Tengikröfur sem eru gerðar til skilflata fyrir endabúnað:

                                TBR 14 - janúar 1994 (að formála undanskildum).

 

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 73/1984 sbr. 1. nr. 32/1993 og með hliðsjón af ofangreindum ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Samgönguráðuneytinu, 31. janúar 1996.

 

Halldór Blöndal.

Halldór S. Kristjánsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica