HAFNARREGLUGERÐ
fyrir Haganesvík í Skagafjarðasýslu.
I. KAFLI
Takmörk hafnarinnar.
1. gr.
Takmörk hafnarinnar að norðan eru innan hugsaðrar linu beint milli Músanestanga og Borgarnefs. Að austan, sunnan og vestan takmarkast höfnin af strandlengjunni.
II. KAFLI
Stjórn hafnarinnar.
2. gr.
Í hafnarnefnd eiga sæti 3 menn, kosnir af hreppsnefnd Haganeshrepps að afloknum hreppsnefndarkosningum, -á sama hátt og til sama tíma og aðrar fastanefndir. Varamenn skulu kosnir jafnmargir, og á sama hátt. Nefndin kýs sér sjálf formann. Heimilt er hafnarnefnd að fela öðrum aðila að annast eitt eða fleiri starfa sinna.
3. gr.
Hafnarnefnd annast framkvæmdir hafnarmála og eftirlit með höfninni; og hafnarmannvirkjum, sér um viðhald og umbætur á hvorutveggja og annast fjárhald hafnarinnar og reikningsskil, undir yfirumsjón hreppsnefndar.
4. gr.
Öll gjöld, sem reglugerð þessi ræðir um, skulu renna i hafnarsjóð Haganeshrepps. Skal honum varið til að standast kostnað af mannvirkjum, sem við höfnina eru gerð. Hreppsnefnd veitir fé úr sjóðnum, að fengnum tillögum hafnarnefndar, og ákveður hvernig hann skuli ávaxtast, enda ber hún ábyrgð á eignum hans, eins og öðru fé hreppsins.
Við lok hvers reikningsárs, sem er almanaksárið, skal hafnarnefnd semja reksturs- og efnahagsreikning sjóðsins, og ber henni að hafa fullgert reikninginn ekki síðar en í febrúarlok næsta reikningsárs. Reikningar skulu endurskoðaðir og úrskurðaðir á sama hátt og hreppsreikningar.
Fyrir 1. nóvember ár hvert skal hafnarnefnd hafa samið og lagt fyrir hreppanefnd frumvarp til áætlunar um tekjur og gjöld hafnarinnar á komandi ári. Hreppsnefnd skal síðan fullsemja áætlunina og senda hana samgöngumálaráðuneytinu til staðfestingar fyrir árslok, ásamt nauðsynlegum skýringum á gjalda- og tekjuliðum.
III. KAFLI
Almennar reglur.
5. gr.
Hafnarnefnd sér um að gætt sé almennrar reglu i höfninni og við hana. Er öllum skylt að hlýða boði hennar og banni, og enn fremur annarra þeirra starfsmanna er hún felur störf sín. Þyki einhverjum sér óréttur ger, getur harm kært það fyrir sýslumanni, en skipun hafnarnefndar ber að hlýða tafarlaust, enda gæti hún, eða starfsmenn hennar allrar kurteisi í starfi sínu.
6. gr.
Ekki má kasta útbyrðis Í höfnina eða seglfestu, ösku, fiskúrgangi eða óþrifnaði, er valdið getur grynnkun eða skemmdum á hafnarsvæðinu. Ekki má tala seglfestu í landi hafnarinnar, eða landi einstakra manna á hafnarsvæðinu, nema að fengnu leyfi hafnarnefndar, og þeirra er landið eiga.
IV. KAFLI
Um legu skipa og umferð þeirra um höfnina.
7. gr.
Fiskiskip og önnur skip, er ferma ekki né afferma, mega aldrei liggja svo í höfninni, að það tálmi fermingu eða affermingu annarra skipa, og skulu þau í hvert skipti skyld að hlýða boði hafnarnefndar eða umboðsmanns hennar um það hvar þau megi liggja eða leggjast.
8. gr.
Vélbátum, sem heima eiga i Fljótum, eða gerðir eru út frá Haganesvík og liggja við sérstök legugögn á höfninni, má ekki leggja svo, að það hindri eða tefja umferð um höfnina.
9. gr.
Ef skip lendir á grynningum eða sekkur, þar sem það að áliti hafnarnefndar, tálmar greiða notkun hafnarinnar, skal færa það burt, svo fljótt, sem auðið er. Verði dráttur á því, getur hafnarnefnd látið færa skipið burt á kostnað eigandans og er heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum, ef nauðsyn krefur.
V. KAFLI
Um notkun bryggju og uppsáturstækja.
10. gr.
Venjulegum skipum og bátum, sem það Beta, er heimilt að leggjast að bryggju hafnarinnar í þeirri röð, sem þau koma. Þó skulu skip, sem sigla eftir fyrirfram ákveðinni ferðaáætlun og flytja póst, hafa að öðru jöfnu rétt til þess að leggjast að bryggju, þó önnur skip eða bátar liggi þar fyrir, og verða þau að víkja meðan hin eru afgreidd.
11. gr.
Þegar lokið er fermingu eða affermingu, skal afgreiðslumaður eða umráðamaður skips eða báts, ef þörf gerist láta ræsta bryggjuna. Farist það fyrir, má hafnarnefnd láta gera það á þeirra kostnað.
12. gr.
Þeir munir eða vörur, sem affermdar eru, eða láta á í skip, mega ekki liggja á bryggjunni, né uppsáturssvæði fyrir ofan bryggjuna, nema með leyfi hafnarnefndar. Skal flytja burt vörur og muni jafnskjótt og hún krefst þess.
13. gr.
Bátar, sem settir eru á uppsátursplani bryggjunnar, mega ekki standa á planinu sjálfu, og ekki í vegi fyrir því að greiðlega verði notað spil og spilstrengur til uppsáturs á planið, hvenær sem þörf krefur.
VI. KAFLI
Hafnargjöld
14. gr.
Öll skip 12 smálestir og þar yfir, skulu greiða hafnargjöld, er þau ,koma á Haganesvíkurhöfn, og hafa eitthvert samband við land.
Undanþegin hafnargjaldi eru þó herskip, varðskip, vitaskip, björgunarskip, skemmtiferðaskip, skip, sem gerð eru út til vísindarannsókna, skip sem leita hafnar vegna sjóskemmda.
Hafnargjöld reiknast af brúttóstærð skipa og í heilum tölum, en brotum skal sleppa.
15. gr.
Hafnargjaldskrá.
a. Skip og bátar með þilfari, sem eru i eiga manna búsettra f Fljótum, og gerðir eru út frá Haganesvík, skulu greiða einu sinni á ári 5 krónur af hverri brúttó smálest, þó aldrei minna en 80.krónur.
b. Skip, sem sigla eftir opinberum ferðaáætlunum skulu greiða 30 aura af hverri brúttósmálest, í hvert sinn er þau leggjast við festar á hafnarsvæðinu eða hafa samband við land. Þó skal heimilt að semja við flóabáta eða strandferðaskip, sem oftar koma en einu sinni á mánuði, að þau greiði fast gjald yfir árið.
c. Öll önnur skip, sem til hafnar koma, með þeim undantekningum, sem að framan greinir, skulu greiða 40 aura af hverri brúttó smálest.
16. gr.
Bryggjugjöld.
Hvert skip eða bátur, sem leggst að bryggju skal greiða bryggjugjald, sem hér segir:
a. Af öllum skipum og bátum manna búsettra í Fljótum, að stærð 10 smálestir og þar yfir,, greiðist 12 krónur af hverri smálest á ári. Trillubátar, sem skoðunarskyldir eru og uppskipunarbátar 50 krónur á ári. Minni trillubátar og árabátar greiði 30 krónur á ári.
b. Öll önnur skip og bátar, sem að bryggja leggjast, nema þau, sem undanþegin eru hafnargjöldum, skulu greiða 50 aura af smálest. Minnsta gjald í hvert sinn skal þó vera 10 krónur fyrir báta undir 10 lestum, en 30 krónur fyrir 10 lesta bát og stærri.
VII. KAFLI
Vörugjald
17. gr.
Vörugjald skal greiða af öllum vörum og skepnum, lifandi og dauðum, sem fermdar eru og affermdar á höfninni, með þeim undantekningum, er síðar getur.
18. gr,
Af vörum, sem samkvæmt farmskrá skips, eru ákveðnar til umhleðslu, og eiga því ekki að leggjast á land, nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft vörugjald.
19. gr.
Undanþegnar vörugjaldi eru þessar vörur:
a. Vistir og aðrar nauðsynjar báta og skipa; til eigin notkunar, sem fluttar eru úr landi.
b. Póstflutningur og venjulegur farþegaflutningur, sem ekki er á farmskrá.
c. Beitusíld, fryst og ófryst, innflutt.
20. gr.
Vörugjaldið skal reikna eftir máli eða þyngd með umbúðum. Brot úr gjaldeiningu telst heil. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds, og er skipstjóri: eða skipaafgreiðsla skyld að láta starfsmönnum hafnarinnar í té eftirrit af farmskrá skipsins. Sé engin farmskrá skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagnið, sem skip hans hefur fermt eða affermt. Reynist vörumagnið meira en upp var gefið, greiðir skipið mismuninn. Ef ýmsar vörutegundir eru i sömu umbúðum, skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund, sem hæst gjald er af.
21. gr.
Vörur skal flokka til vörugjalds, eftir því, sem vörugjaldskrá tiltekur, og gjald greiðast eins. og þar segir. Þó skal aldrei reikna vörugjald minna en kr. 1.511.
Ef vafi leikur á því f hvaða flokki skuli telja einhverja vöru, úrskurðar hafnarnefnd, en úrskurði hennar má áfrýja til hreppsnefndar.
22. gr.
Vörugjaldskrá:
1. flokkur : kr. 1.50 hver 100 kg
Kol, koks, salt, sement, aðfluttur nýr fiskur.
2. flokkur: kr. 2.00 hver 100 kg:
Útlendur áburður, fóðurvörur, garðávextir, frosinn fiskur, verkaður og óverkaður saltfiskur og skreið.
3. flokkur : kr. 2.50 hver 100 kg
Allar kornvörur aðrar en fóðurvörur, bárujárn, steypustyrktarjárn, kjöt, gærur; húðir, ull, hessian, kaðlar og veiðarfæri.
4. flokkur: kr. 4.00 fyrir hverju tunnu:
Olía og benzin í tunnum.
5. flokkur: kr. 2.50 fyrir hverja tunnu.
Síld, garnir; hrogn; kjöt í strokktunnum.
6. flokkur: kr. 1.00 fyrir hverja tunnu.
Tómar tunnur.
7. flokkur: kr. 10:00 fyrir hvern stórgrip.
8. flokkur: kr. 3.00 fyrir hverju kind aðrar skepnur, nema stórgripi.
9. flokkur: kr. 3.00 hver 100 kg:
Allur aðrar vörur sem reiknast eftir þyngd.
10. flokkur: 30 aurar fyrir hvert teningsfet.
Timbur.
11. flokkur: 60 aurar fyrir hvert teningsfet:
Allur aðrar vörur sem reiknast eftir rúmmáli.
12. flokkur: kr. 1.50 fyrir hvert stykki:
Ýmsar vörur í stykkjatali, undir 50 kg hvert stk.
13: flokkur: 50 aurar fyrir hvert stykki.
Tómir kassar undan öli o., fl., endursendar smáumbúðir.
14. flokkur: Bátar og skip, sem leggja upp afla sinn á Haganesvík, greiði kr, 5.00 af hverri smál., miðað við slægðan fisk með haus.
VIII.. KAFLI
Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.
23. gr.
Hafnarnefnd eða umboðsmaður hennar sér um innheimtu allra hafnargjalda.
24. gr.
Skipstjóri eða formaður ber ábyrgð á greiðslu lestagjalds og bryggjugjalds. Hafnarsjóður hefur haldsrétt á skipum uns gjöldin eru greidd. Gjalddagi þessara gjalda er þegar skipið hefur lagzt á höfnina eða að bryggju. Gjalddagi skipa þeirra og báta, sem greiða eiga einu sinni. á ári, er 1. ágúst.
Móttakandi vara, eða afgreiðslumaður skips ábyrgist vörugjald af aðfluttum vörum, en sendandi eða afgreiðslumaður af burtfluttum vörum, annars skipstjóri, ef farmur skips er ekki skráður. Hafnarsjóður hefur haldsrétt á vörum unz vörugjöld eru að fullu greidd.
25. gr.
Öll gjöld samkvæmt reglugerð þessari má taka lögtaki, og hafa þau sama forgangsrétt, sem opinber gjöld.
IX. KAFLI
Ýmis ákvæði.
26. gr.
Um skaðabótaskyldu fyrir skemmdir á höfninni og mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum.
Ef samningum verður ekki við komið, um skaðabætur fyrir skemmdir, skulu þær. ákveðast af þremur óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því, að matsgerð var lokið. Yfirmat skal framkvæmt af fimm dómkvöddum mönnum. Kostnaður við yfirmat greiðist af þeim, er hefur krafist þess, ef matsupphæðinni verður ekki breytt svo nemi 10% af hinni ákveðnu skaðabótaupphæð. Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.
27. gr.
Enginn, sem bakað hefur sér refsingu, eða skaðabótaskyldu fyrir brot á reglugerð þessari, má fara burt úr höfninni meðan mál hans er óútkljáð, nema hann setji tryggingu, er hafnarnefnd tekur gilda.
28. gr.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að 10000.00 krónum,.nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Sektir renna í hafnarjóð.
29. gr.
Mál út af brotum á reglugerð þessari skal fara með að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 29 23. apríl 1946 um hafnargerðir og lendingarbætur, til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Samgöngumálaráðuneytið, 4. maí 1956.
Ólafur Thors.
Brynjólfur Ingólfsson.