Samgönguráðuneyti

99/1985

Reglugerð um eftirgjöf á hinu fasta ársfjórðungsgjaldi fyrir venjulegan síma hjá elli- og örorkulífeyrisþegum - Brottfallin

1. gr.

Póst- og símamálastofnun skal fella niður hið fasta ársfjórðungsgjald of venjulegum síma hjá elli- og örorkulífeyrisþegum, með þeim skilyrðum, sem sett eru í reglugerð þessari.

 

2. gr.

Umsókn um niðurfellingu ársfjórðungsgjalds skal vera á sérstöku eyðublaði, réttilega útfylltu og undirrituðu. Eyðublöðin skulu afhent í starfsmannadeild Póst- og símamálastofn­unar, á póst- og símstöðvum og í Tryggingastofnun ríkisins.

Allar slíkar umsóknir skulu sendar starfsmannadeildinni, sem kannar aðstæður og afgreiðir málið síðan, sé skilyrðum reglugerðar þessarar fullnægt.

 

3. gr.

Skilyrði til að ársfjórðungsgjald megi fella niður eru:

a) Að viðkomandi elli- og örorkulífeyrisþegi njóti óskertrar uppbótar á elli- eða örorkulífeyri (tekjutrygging), samkvæmt 19. gr. laga nr. 67/1971, um almannatrygg­ingar.

b) Að umsækjandi búi einn í íbúð, eða sé harm í hjónabandi eða öðru sambýli þá uppfylli hver einstaklingur kröfur reglugerðar þessarar.

Umsækjandi telst þó uppfylla skilyrði þessarar greinar, ef sambýlismaður nýtur makabóta í stað óskertrar tekjutryggingar.

Jafnframt teljast skilyrðin uppfyllt þótt fólk undir 25 ára aldri dveljist á heimilinu, sem þar hefur ekki lögheimili, enda hafi viðkomandi elli- og örorkulífeyrisþegi óskerta tekjutryggingu eftir sem áður.

Auk allra almennra íbúða sem um getur í upphafi 3. gr. b) nær grein þessi til leigu ­og þjónustuíbúða fyrir aldraða og öryrkja, enda uppfylli hver einstaklingur skilyrði greinar þessarar svo sem fyrr getur.

c) Að ekki sé annar sími í íbúðinni.

 

4. gr.

Heimild til niðurfellingar gjalds samkvæmt reglugerð þessari nær aðeins til hins fasta ársfjórðungsgjalds síma samkvæmt gjaldskrá en ekki til annarra gjalda, hvorki stofngjalda, gjalda vegna umframsímtala, aukabúnaðar, né annarra gjalda en fasts ársfjórðungsgjalds, sem nú eru í gildi eða síðar kunna að verða sett með gjaldskrá.

Rétthafar samkvæmt gjaldskrá þessari skulu hlýta almennum skilmálum um innheimtu símagjalda o.fl.

 

5. gr.

Þótt réttur elli- og örorkulífeyrisþega til að fá hið fasta ársfjórðungsgjald síma fellt niður, sé viðurkenndur, fær harm ekki forgangsrétt til að fá síma umfram aðra umsækjendur.

 

6. gr.

Skylt skal rétthafa síma, er fengið hefur ársfjórðungsgjald fellt niður að tilkynna starfsmannadeild Póst- og símamálastofnunar þær breytingar sem á högum hans kunna að verða og raskað geta forsendum fyrir gjaldfrelsi hans. Misnotkun eða rangar upplýsingar varða missi réttinda samkvæmt reglugerð þessari.

 

7. gr.

Tryggingastofnun ríkisins lætur Póst- og símamálastofnun ársfjórðungslega í té skýrslu um þá elli- og örorkulífeyrisþega um land allt, sem óskertrar tekjutryggingar njóta, sbr. a) 1ið 3. gr. reglugerðar þessarar, ennfremur þeirra er njóta makabóta.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 9. gr. laga nr. 73 28. maí 1984 um fjarskipti, til að öðlast gildi nú þegar og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 46 4. febrúar 1983 um sama efni.

 

Samgönguráðuneytið, 13. febrúar 1985.

 

Matthías Bjarnason.

Halldór S. Kristjánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica