1. gr.
2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Lengd ökutækis skal mæld milli þeirra hluta sem standa lengst fram og lengst aftur. Þó skal við mat á leyfilegri lengd ökutækis fylgja töflu 1 í F. þætti 2. hluta viðauka XIII reglugerðar (ESB) 2021/535, sem innleidd var með reglugerð nr. 1363/2024, þar sem tilteknir hlutar reiknast ekki sem hluti af heildarlengd ökutækis. Þá skal mæla lengd eftirvagns frá hugsaðri lóðréttri línu í gegnum miðju tengihluta hans að aftasta hluta eftirvagnsins. Lárétt fjarlægð frá hugsaðri lóðréttri línu í gegnum miðju tengipinna að hvaða hluta sem er fremst á festivagninum má mest vera 2,04 m.
2. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. og 82. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 19. desember 2024.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ingilín Kristmannsdóttir.