Innviðaráðuneyti

1363/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.

1. gr.

Við 1. mgr. 25. gr. a reglugerðarinnar bætast 25 nýir töluliðir, svohljóðandi:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1242 frá 20. júní 2019 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir ný, þung ökutæki og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 595/2009 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 og tilskipun ráðsins 96/53/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 398/2021, 10. desember 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 1150‑1188.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2867 frá 5. október 2023 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 með því að setja fram leiðbein­andi meginreglur og viðmiðanir til að ákvarða verklagsreglur um sannprófanir á gildum fyrir koltvísýr­ings­losun og eldsneytisnotkun fólksbifreiða og léttra atvinnuökutækja í notkun (sannprófun ökutækja í notkun), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2024, 5. júlí 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 714-717.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1177 frá 7. júlí 2022 um breyt­ingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/683 með því að innleiða og uppfæra færslurnar í snið­mát­unum fyrir upplýsingaskjalið og samræmisvottorðið á pappír að því er varðar tiltekin öryggis­kerfi og aðlaga númerakerfið fyrir viðurkenningarvottorðin að gerð ökutækis, kerfis, íhlutar eða aðskilinnar tæknieiningar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 277/2022, 28. október 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 76, frá 17. nóvember 2022, bls. 297-313.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 715/2007 og (EB) nr. 595/2009 og niðurfellingu tilskipunar 2007/46/EB, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 49/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 29, frá 5. maí 2022, bls. 291-508.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1244 frá 20. maí 2021 um breytingu á X. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 að því er varðar staðlaðan aðgang að upplýsingum úr innbyggðu greiningarkerfi ökutækisins og upplýsingum um viðgerðir og viðhald, sem og kröfur og verklagsreglur vegna aðgangs að öryggisupplýsingum ökutækja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 19. maí 2022, bls. 465-477.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1445 frá 23. júní 2021 um breytingu á II. og VII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858, sbr. ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 51/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 29, frá 5. maí 2022, bls. 509-513.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/683 frá 15. apríl 2020 um fram­kvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 að því er varðar stjórnsýslu­kröfur um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 52/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 32, frá 19. maí 2022, bls. 143-368.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1812 frá 1. desember 2020 um að setja reglur um gagnaskipti á Netinu og um tilkynningu um ESB-gerðarviðurkenningar sam­kvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES‑nefndarinnar nr. 53/2022, 18. mars. 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 74-78.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/133 frá 4. febrúar 2021 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 að því er varðar grunnsnið og -uppbyggingu sem og aðferð við skipti á gögnum í samræmisvottorðinu á rafrænu formi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2022, 18. mars. 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, frá 5. maí 2022, bls. 514-516.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 frá 27. nóvember 2019 um gerðar­viðurkenningarkröfur að því er varðar vélknúin ökutæki og eftirvagna þeirra, og kerfi, íhluti og aðskildar tæknieiningar sem ætlaðar eru í slík ökutæki, með tilliti til almenns öryggis þeirra og verndunar farþega í ökutækjum og óvarinna vegfarenda, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 78/2009, (EB) nr. 79/2009 og (EB) nr. 661/2009 og reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 631/2009, (ESB) nr. 406/2010, (ESB) nr. 672/2010, (ESB) nr. 1003/2010, (ESB) nr. 1005/2010, (ESB) nr. 1008/2010, (ESB) nr. 1009/2010, (ESB) nr. 19/2011, (ESB) nr. 109/2011, (ESB) nr. 458/2011, (ESB) nr. 65/2012, (ESB) nr. 130/2012, (ESB) nr. 347/2012, (ESB) nr. 351/2012, (ESB) nr. 1230/2012 og (ESB) 2015/166, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 78-117.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/535 frá 31. mars 2021 um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 að því er varðar samræmdar verklags­reglur og tækniforskriftir fyrir gerðarviðurkenningu ökutækja, og kerfa, íhluta og aðskilinna tækni­eininga sem ætluð eru í slík ökutæki, með tilliti til almennra smíðaeiginleika þeirra og öryggis, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 70, frá 27. október 2022, bls. 96‑302.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/646 frá 19. apríl 2021 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 að því er varðar samræmdar verklagsreglur og tækniforskriftir fyrir gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja með tilliti til neyðar­kerfis þeirra fyrir akreinastýringu (ELKS), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES‑nefndarinnar nr. 57/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 316-338.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1243 frá 19. apríl 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 með því að mæla fyrir um ítarlegar reglur að því er varðar búnað sem greiðir fyrir uppsetningu áfengisláss í vélknúnum ökutækjum og um breyt­ingu á II. viðauka við þá reglugerð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 58/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 118-122.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1341 frá 23. apríl 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 með því að mæla fyrir um ítarlegar reglur sem varða sértækar prófunaraðferðir og tæknilegar kröfur vegna gerðarviðurkenningar vélknúinna ökutækja að því er varðar þreytu- og athyglisvarakerfi þeirra og um breytingu á II. viðauka við þá reglugerð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, frá 5. maí 2022, bls. 517‑532.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/195 frá 11. febrúar 2022 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/683 að því er varðar upplýsinga­skjalið, vottorðin fyrir viðurkenningu ökutækja, blaðið með prófunarniðurstöðum og samræmis­vottorð á pappír, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 232/2022, 23. september 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 141-159.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1398 frá 8. júní 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 til að taka tillit til tækniframfara og þróunar á sviði reglusetningar að því er varðar breytingar á reglugerðum um ökutæki sem hafa verið sam­þykktar innan ramma efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 4/2023, 3. febrúar 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 20, frá 9. mars 2023, bls. 288-299.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1379 frá 5. júlí 2022 um breytingu á reglu­gerð (ESB) 2017/2400 að því er varðar ákvörðun koltvísýringslosunar og eldsneytisnotkunar meðal­þungra og þungra vöruflutningabifreiða og þungra hópbifreiða og til að innleiða rafknúin ökutæki og aðra nýja tækni, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 40/2023, 17. mars 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73, frá 12. október 2023, bls. 255‑ 544.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1362 frá 1. ágúst 2022 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 595/2009 að því er varðar frammistöðu þungra eftirvagna með tilliti til áhrifa þeirra á koltvísýringslosun, eldsneytisnotkun, orkunotkun og akstursdrægi vélknúinna ökutækja án losunar og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/683, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2023, 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40, frá 25. maí 2023, bls. 105-166.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/545 frá 26. janúar 2022 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 með því að mæla fyrir um ítarlegar reglur sem varða sértækar prófunaraðferðir og tæknilegar kröfur vegna gerðarviðurkenningar vélknúinna ökutækja að því er varðar atvikarita þeirra og vegna gerðarviðurkenningar þeirra kerfa sem aðskildar tæknieiningar og um breytingu á II. viðauka við þá reglugerð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2023, 13. júní 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 7. september 2023, bls. 64-69.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2236 frá 20. júní 2022 um breytingu á I., II., IV. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 að því er varðar tæknilegar kröfur fyrir ökutæki sem eru framleidd í ótakmörkuðum framleiðsluröðum, ökutæki sem eru framleidd í litlum framleiðsluröðum, ökutæki sem eru sjálfkeyrandi að fullu og ökutæki til sér­stakra nota og að því er varðar uppfærslu á hugbúnaði, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2023, 5. júlí 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73, frá 12. október 2023, bls. 545-720.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/163 frá 7. febrúar 2022 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 að því er varðar virkni­kröfur fyrir markaðseftirlit með ökutækjum, kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 208/2023, 22. september 2023, birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 362-368.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2399 frá 6. október 2023 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2022/1362 að því er varðar tilteknar villur varðandi hermun með tölvuvæddri straumfræði, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 11/2024, 2. febrúar 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 21. mars 2024, bls. 236-238.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1426 frá 5. ágúst 2022 um reglur vegna beitingar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 að því er varðar samræmdar verklagsreglur og tækniforskriftir fyrir gerðarviðurkenningu sjálfkeyrandi aksturskerfis (ADS) í ökutækjum sem eru sjálfkeyrandi að fullu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES‑nefndarinnar nr. 12/2024, 2. febrúar 2024, birt í EES‑ viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58, frá 1. ágúst 2024, bls. 225-288.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/883 frá 21. mars 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/535 að því er varðar flöt til að merkja eftirvagn með öðru skráningarmerki að aftan og massa orkugeymslukerfa og um leiðréttingu á þeirri reglugerð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES‑ nefndarinnar nr. 154/2024, 5. júlí 2024, birt í EES‑viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 507‑517.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1127 frá 8. febrúar 2024 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1242 með því að setja fram leiðbeinandi meginreglur og viðmiðanir til að ákvarða verklagsreglur um sannprófanir á gildum fyrir koltvísýr­ings­losun og eldsneytisnotkun þungra ökutækja í notkun (sannprófun ökutækja í notkun), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 247/2024, 25. október 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, frá 21. nóvember 2024, bls. 616‑ 619.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 25. nóvember 2024.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica