Innviðaráðuneyti

645/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur.

1. gr.

Við c-lið 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 43, sem orðast svo:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/660 frá 2. desember 2022 um nákvæmar reglur um skrá yfir flugrekendur sem er bannað að stunda flugrekstur eða sæta rekstrartakmörkunum innan Sambandsins sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 2111/2005 og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 473/2006 þar sem mælt er fyrir um framkvæmdarreglur um skrá Bandalagsins yfir flugrekendur sem er bannað að stunda flugrekstur innan Bandalagsins sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 2111/2005.

 

2. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtalin gerð:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/660 frá 2. desember 2022 um nákvæmar reglur um skrá yfir flugrekendur sem er bannað að stunda flugrekstur eða sæta rekstrar­takmörkunum innan Sambandsins sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2111/2005 og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 473/2006 þar sem mælt er fyrir um fram­kvæmdar­reglur um skrá Bandalagsins yfir flugrekendur sem er bannað að stunda flugrekstur innan Bandalagsins sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr, 2111/2005, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105 frá 26. apríl 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41, frá 16. maí 2024, bls. 261-264.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 228. gr. laga um loftferðir nr. 80/2020 og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 31. maí 2024.

 

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica