Innviðaráðuneyti

644/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

1. gr.

Við 1. mgr. 25. gr. a reglugerðarinnar bætast 12 nýir töluliðir, svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2724 frá 27. september 2023 um breytingu og leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 134/2014 að því er varðar tilteknar tilvísanir í reglugerðir efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE) og aðgengi að tilteknum hreinum lofttegundum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 51, 15 mars 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 628-632.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1589 frá 22. júlí 2020 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 að því er varðar gögn um ný, þung ökutæki sem aðildarríki og framleiðendur eiga að vakta og gefa skýrslu um, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2022, 4. febrúar 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 17. mars 2022, bls. 372-375.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/888 frá 13. mars 2019 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 að því er varðar gögn um ný, þung ökutæki sem aðildarríki og framleiðendur eiga að vakta og gefa skýrslu um, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 396/2021, 10. desember 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 1146-1149.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1859 frá 6. nóvember 2019 um reglur um beitingu 10. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1242 að því er varðar öflun tiltekinna gagna, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 198/2022, 10. júní 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 47, frá 14. júlí 2022, bls. 161-163.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1429 frá 31. maí 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 að því er varðar gögn um ný, þung ökutæki sem aðildarríki eiga að vakta og gefa skýrslu um, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 271-272.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1079 frá 20. júlí 2020 um sann­prófun og leiðréttingu á gögnunum sem um getur í reglugerð (ESB) 2018/956 um vöktun og skýrslu­gjöf vegna koltvísýringslosunar og eldsneytisnotkunar nýrra, þungra ökutækja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2022, 4. febrúar 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 17. mars 2022, bls. 376-379.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/96 frá 25. janúar 2022 um breyt­ingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1859 um reglur um beitingu 10. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) 2019/1242 að því er varðar öflun tiltekinna gagna, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 198/2022, 10. júní 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 47, frá 14. júlí 2022, bls. 164-165.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/941 frá 10. júní 2021 um sérstakt verklag til að auðkenna þung ökutæki sem eru vottuð sem atvinnuökutæki en eru ekki skráð sem slík og til að leiðrétta árlega, sértæka meðalkoltvísýringslosun framleiðanda til að taka þessi ökutæki með í reikninginn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 275-277.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1430 frá 31. maí 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 með því að tilgreina þau gögn sem aðildar­ríkin eiga að gefa skýrslu um í þeim tilgangi að sannprófa koltvísýringslosun og eldsneytis­notkun nýrra, þungra ökutækja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 273-274.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/247 frá 14. desember 2021 um breyt­ingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 að því er varðar gögnin um ný, þung ökutæki, sem aðildarríkin og framleiðendur eiga að vakta og gefa skýrslu um, og að því er varðar verklagsregluna um skýrslugjöf, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 159/2022, 29. apríl 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 689-691.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2502 frá 7. september 2023 um breyt­ingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 að því er varðar leiðréttingu á massa­gildunum fyrir nýjar fólksbifreiðar og ný, létt atvinnuökutæki, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 108/2024, 26. apríl 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 41, frá 16. maí 2024, bls. 284-285.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/851 frá 19. apríl 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/631 að því er varðar styrkingu staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir nýjar fólksbifreiðar og ný, létt atvinnuökutæki í samræmi við aukinn metnað Sambandsins í lofts­lags­málum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2024, 26. apríl 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41. frá 16. maí 2024, bls. 268-283.

 

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 30. maí 2024.

 

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Gauti Daðason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica