Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

1348/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað I. viðauka kemur nýr I. viðauki, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 71, frá 11. nóvember 2021, bls. 302.

Í stað III. viðauka kemur nýr III. viðauki, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 71, frá 11. nóvember 2021, bls. 525.

Á eftir III. viðauka kemur nýr viðauki, sem verður IV. viðauki. Hann birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 71, frá 11. nóvember 2021, bls. 518-524.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 40. gr. og 41. gr. skipalaga, nr. 66/2021 og öðlast þegar gildi. Reglugerðin er sett til innleiðingar á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/411 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/45/EB um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip að því er varðar öryggiskröfur fyrir farþegaskip í innanlandssiglingum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2020, frá 23. október 2020.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 16. nóvember 2021.

 

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica