1. gr.
Hvar sem orðin "Siglingastofnun" eða "Siglingastofnun Íslands" koma fyrir í reglugerðinni, í hvers konar beygingarfalli kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
4. gr.
Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist svohljóðandi málsgrein:
Samgöngustofa getur haft eftirlit með fiskiskipum undir fána annars aðila sem starfa á innhöfum eða í landhelgi Íslands eða landa afla sínum í höfnum eða leggjast að höfn hér á landi í samræmi við 4. gr. Torremolinos-bókunarinnar.
5. gr.
4. mgr. 3. reglu. I. kafla viðauka 1 við reglugerðina orðast svo:
Stjórnvöld, sem veita skipi, sem er 24 m að lengd eða lengra og fellur undir gildissvið Torremolinos-bókunarinnar, undanþágu samkvæmt þessari reglu, skulu tilkynna það til Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 4. gr. tilskipunar 97/70/EB, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 3, 18. janúar 2001, bls. 210, til að staðfesta að lágmarksöryggis sé að fullu gætt.
6. gr.
2. mgr. 4. reglu 1. kafla, viðauka 1 við reglugerðina orðast svo:
Stjórnvöld, sem heimila búnað, efni, tæki eða vélar eða eitthvað annað, sem er hluti þar af, eða einhverjar ráðstafanir í stað þess sem krafist er fyrir skip, sem er 24 m að lengd eða lengra og fellur undir gildissvið Torremolinos-bókunarinnar, skulu senda Eftirlitsstofnun EFTA upplýsingar um einstök atriði þar að lútandi, ásamt skýrslu um prófanir sem gerðar hafa verið í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 4. gr. tilskipunar 97/70/EB sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 3, 18. janúar 2001, bls. 210.
7. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 17. reglu, II. kafla, viðauka I við reglugerðina:
Í stað orðanna "nýjum skipum" kemur: öllum skipum yfir 24 metrum.
8. gr.
Eftirfarandi breyting verður á punkti 3a), 5. reglu, hluta B, VII. kafla, viðauka I við reglugerðina:
Stafliður b) orðast svo:
Öll skip yfir 24 metrum, skulu búin léttbát sem unnt er að ná um borð aftur eftir að björgunaraðgerð hefur verið framkvæmd. Þessi krafa gildir þó ekki telji Samgöngustofa það ónauðsynlegt vegna stærðar og stýrieiginleika skipsins, nálægðar leitar- og björgunaraðstöðu, aðgangs að viðvörunarkerfum eða veðurathugana svo og þess að starfræksla skipsins takmarkist við veðursæl svæði eða sérstakar árstíðir.
9. gr.
Ákvæði 1. mgr. 13. reglu, hluta B, VII. kafla, viðauka I við reglugerðina orðast svo:
Á öllum skipum yfir 24 metrum skulu vera þrjár færanlegar metrabylgjufjarskiptastöðvar (VHF) (handstöðvar) fyrir talfjarskipti. Á skipum, sem eru styttri en 45 metrar getur Samgöngustofa heimilað að hafa aðeins tvær slíkar stöðvar ef krafan um þrjár stöðvar verður talin óþarfi að teknu tilliti til farsviðs skips og fjölda í áhöfn. Í skipum, sem eru styttri en 24 metrar skal vera a.m.k. ein færanleg metrabylgjufjarskiptastöð ef skipið er í ferðum utan við hafsvæði STK og A1.
10. gr.
Eftirfarandi málsgrein bætist við 14. reglu hluta B í VII. kafla viðauka I við reglugerðina:
Öll skip milli 24 og 45 metrar skulu búin a.m.k. einum ratsjársvara.
11. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 3. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 30. apríl 2021.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.