399/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.
1. gr.
18. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Með reglugerð þessari eru innleiddar eftirfarandi tilskipanir og reglugerðir:
- Tilskipun ráðsins 96/53/EB um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildarríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir tiltekin ökutæki sem eru í notkun í bandalaginu.
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/7/EB um breytingu á tilskipun ráðsins 96/53/EB um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildarríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir tiltekin ökutæki sem eru í notkun í bandalaginu.
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/719 frá 29. apríl 2015 um breytingu á tilskipun ráðsins 96/53/EB um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildarríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir tiltekin ökutæki sem eru í notkun í bandalaginu.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1213 frá 12. júlí 2019 um ítarleg ákvæði sem tryggja samræmd skilyrði fyrir framkvæmd reglna um rekstrarsamhæfi og samrýmanleika innbyggðs vigtunarbúnaðar samkvæmt tilskipun ráðsins 96/53/EB.
2. gr.
Með reglugerð þessari er innleidd framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2019/1213/ESB um ítarleg ákvæði sem tryggja samræmd skilyrði fyrir framkvæmd reglna um rekstrarsamhæfi og samrýmanleika innbyggðs vigtunarbúnaðar samkvæmt tilskipun ráðsins 96/53/EB sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 27. febrúar 2020, bls. 469-490.
3. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 82. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 8. apríl 2020.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.