1. gr.
Við 42. gr. reglugerðarinnar bætist ný 5. mgr. sem orðast svo:
Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/45/ESB frá 3. apríl 2014, um reglubundnar prófanir á aksturshæfni vélknúinna ökutækja og eftirvagna þeirra og um niðurfellingu á tilskipun 2009/40/EB. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55 frá 17. september 2015, bls. 75-152.
2. gr.
Við 42. gr. reglugerðarinnar bætist ný 6. mgr. sem orðast svo:
Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/47/ESB frá 3. apríl 2014, um tæknilegt eftirlit á vegum með aksturshæfni atvinnuökutækja í Sambandinu og um niðurfellingu á tilskipun 2000/30/EB. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63 frá 15. október 2015, bls. 495-579.
3. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 29. nóvember 2018.
F. h. r.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Jónas Birgir Jónasson.