Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

46/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja, með síðari breytingum.

1. gr.

Viðauki IV við reglugerðina breytist þannig:

1) Undir fyrirsögninni „bifreiðir og eftirvagnar“:

  1. Aftast í töfluna á eftir tölulið 45zzu kemur nýr töluliður, 45zzx. Í reitina „Tölul.“, „Tilskipun / reglugerð“, „Síðari viðbætur“, „Stjórnartíðindi EB“ og „EES-birting“ kemur:
    45zzx Neyðarsímkerfi
    2015/758/ESB
      L 123, 19.5.2015 Birt í EES-viðbæti nr. 27, 12.5.2016, bls. 1413-1425
  2. Undir tölulið 45zzx við reglugerð 2015/758/ESB (í reitina „Síðari viðbætur“, „Stjórnartíðindi EB“ og „EES-birting“), kemur:
    2017/78/ESB L 12, 17.01.2017 Birt í EES-viðbæti nr. 77, 30.11.2017, bls. 27-44.
    2017/79/ESB L 12, 17.01.2017 Birt í EES-viðbæti nr. 77, 30.11.2017, bls. 45-86.

2. gr.

Með reglugerð þessari eru innleiddar og öðlast gildi hér á landi eftirtaldar gerðir:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2017/78/ESB frá 15. júlí 2016 um að setja stjórnsýsluákvæði vegna gerðarviðurkenningar á vélknúnum ökutækjum með tilliti til neyðarsímkerfa í ökutækjum, sem byggjast á neyðarnúmerinu 112 og samræmd skilyrði fyrir framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins 2015/758/ESB með tilliti til friðhelgi einkalífs og persónuverndar notenda slíkra kerfa, ásamt viðaukum. Vísað er til gerðarinnar í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2017, þann 5. maí 2017. Gerðin, ásamt viðaukum, er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 77/2017, 30. nóvember 2017, bls. 27-44.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2017/79/ESB frá 12. september 2016 um að ákvarða ítarlegar tæknilegar kröfur og prófunaraðferðir fyrir EB-gerðarviðurkenningu á vélknúnum ökutækjum, með tilliti til neyðarsímkerfa í ökutækjum, sem byggjast á neyðar­númerinu 112, á aðskildum tæknieiningum og íhlutum neyðarsímkerfa í ökutækjum, sem byggjast á neyðarnúmerinu 112 og um viðbætur og breytingar á reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins 2015/758/ESB með tilliti til undanþáganna og gildandi staðla, ásamt viðaukum. Vísað er til tilskipunarinnar í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2017, þann 5. maí 2017. Tilskipunin, ásamt viðaukum, er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 77/2017, 30. nóvember 2017, bls. 45-86.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerðin er sett með heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 8. janúar 2018.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica