1073/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.
1. gr.
Á 13. gr. reglugerðarinnar eru gerðar eftirfarandi breytingar:
- Síðasti málsliður 1. mgr. skal orðast svo:
Samgöngustofa getur sett nánari skilyrði fyrir leyfi og getur bundið undanþágu við til dæmis veðurfar, ástand vega og mannvirkja hverju sinni og gerð ökutækis.
- 2. málsliður 3. mgr. fellur niður.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 75. og 76. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 21. nóvember 2017.
Jón Gunnarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.