1. gr.
Við 5. gr. reglugerðarinnar bætast þrjár nýjar mgr., 6.-8. mgr., sem orðast svo:
Ökutæki, sem um getur í d-, e- og g-lið 1. mgr., mega vera útbúin vindskeiðum sem bæta orkunýtni þess. Vindskeið mega þó ekki standa lengra aftur úr ökutæki en 500 mm nema að gerðarviðurkenning hafi farið fram.
Ef farið er yfir tiltekna hámarkslengd skal það ekki hafa í för með sér meiri hleðslulengd þessara ökutækja.
Við aðstæður þar sem öryggi vegfarenda er í hættu skal ökumaðurinn fella búnaðinn saman, draga hann inn eða fjarlægja hann. Ef búnaðurinn er felldur inn/felldur saman skal hann ekki fara yfir leyfilega hámarkslengd um meira en 200 mm. Taka skal sérstakt tillit til aðstæðna við notkun búnaðarins á þéttbýlissvæðum þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. eða lægri.
2. gr.
Við 10. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar mgr., 7.-8. mgr., sem orðast svo:
Ökutæki, sem eru knúin óhefðbundnu eldsneyti, skulu samrýmast leyfilega hámarksásþunganum sem settur er fram í I. viðauka.
Viðbótarþyngdin, sem ökutæki sem eru knúin óhefðbundnu eldsneyti þurfa, skal skilgreind á grundvelli vottorða, sem framleiðandi leggur fram, þegar ökutækið sem um er að ræða er viðurkennt.
3. gr.
Viðauki I við reglugerðina breytist þannig:
a) | Lýsing ökutækis í lið 1.3.1 skal vera: Tvíása bifreið önnur en hópbifreið. | ||
b) | Eftirfarandi línur bætast aftan við lið 1.3.1 og færast aðrir liður niður sem því nemur: |
1.3.2 | 19 | Tvíása bifreið, sem er knúin óhefðbundnu eldsneyti, önnur en hópbifreið, vegna tækjabúnaðar. |
1.3.3 | 19,5 | Tvíása hópbifreiðar |
c) | Eftirfarandi lína bætist aftan við núverandi lið 1.3.3 og færast aðrir liðir niður sem því nemur: |
1.3.6 | 27 | Þríása bifreið, sem er knúin óhefðbundnu eldsneyti, vegna tækjabúnaðar. |
d) | Lýsing ökutækis í lið 1.4 skal vera: Þríása liðskipt hópbifreið. | ||
e) | Ný lína bætist við og verður liður 1.4.1: |
1.4.1 | 29 | Þríása liðskipt hópbifreið sem er knúin óhefðbundnu eldsneyti, vegna tækjabúnaðar. |
4. gr.
Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/719 um breytingu á tilskipun ráðsins 96/53/EB um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildarríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir tiltekin ökutæki sem eru í notkun í Bandalaginu.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 68., 75. og 76. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 30. nóvember 2017.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Valgerður B. Eggertsdóttir.