Innanríkisráðuneyti

1219/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2007 um vernd skipa og hafnaraðstöðu.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, sem verður stafliður d og orðast svo:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/462 frá 30. mars 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 324/2008 um endurskoðaðar verklagsreglur um framkvæmd skoðana framkvæmdastjórnarinnar á sviði siglingaverndar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2016 frá 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, 13. október 2016, bls. 806-811.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um siglingavernd, nr. 50/2004 með síðari breytingum og 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 14. desember 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica