Innanríkisráðuneyti

680/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 666/2001, um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi bætist við undirkafla, Lýsing á hafsvæðum C, í kafla II í II. viðauka við reglugerðina:

(fa)            Vestmannaeyjar að Landeyjahöfn

     Hafsvæði afmarkast af línum sem tengja eftirfarandi landfræðilega staði:

(83a)   63° 32' 02" N   20° 06'00" V
(83b)   63° 23' 46" N   20° 16'12" V
(83c)   63° 23' 53" N   20° 18'00" V
(83d)   63° 28' 05" N   20° 20'24" V
(83e)   63° 32' 20" N   20° 10'55" V

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 4. mgr. 3. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum og öðlast þegar gildi.

 

Innanríkisráðuneytinu, 15. júlí 2016.

 Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica