1. gr.
Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Heimilt er að setja búnað á markað sem er tilgreindur í 1. dálki í viðauka A.1 og sem hefur verið færður úr viðauka A.2, og framleiddur fyrir 30. apríl 2016 í samræmi við aðferðir við gerðarsamþykki sem voru í gildi fyrir þann dag innan Evrópska efnahagssvæðisins, og koma honum fyrir um borð í skipi skráðu innan Evrópska efnahagssvæðisins til 30. apríl 2018.
2. gr.
Í stað viðauka A kemur nýr viðauki A sem er hluti tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar 2015/559/ESB frá 9. apríl 2015 um breytingu á tilskipun ráðsins 96/98/EB um búnað um borð í skipum.
3. gr.
Innleiðing á EES-gerð.
Með reglugerð þessari eru innleidd ákvæði tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar 2015/559/ESB frá 9. apríl 2015 um breytingu á tilskipun ráðsins 96/98/EB um búnað um borð í skipum, sem vísað er til í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 156/2015, að því er varðar tilskipun 2015/559/ESB, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.
Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2015/559/ESB er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, 15. október 2015, bls. 700.
4. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 16. október 2015.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Björn Freyr Björnsson.