Innanríkisráðuneyti

477/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 992/2007 um öryggiskröfur fyrir jarðgöng. - Brottfallin

1. gr.

Hvar sem orðið "vegamálastjóri", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Vegagerðin.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

2. mgr. fellur brott.

Við greinina bætist ný málsgrein, sem verður 3. mgr., svohljóðandi:

Ef rannsóknarskýrsla er samin til að greina kringumstæður atviksins eða slyssins sem um getur í 2. mgr. eða þær niðurstöður sem af því má draga skal stjórnandi jarðgangnanna senda þá skýrslu til öryggisfulltrúans, Vegagerðarinnar og neyðarþjónustu eigi síðar en mánuði eftir að hann fær hana í hendur.

3. gr.

3. málsl. 2. mgr. 6. gr. orðast svo:

Ráðstafanir samkvæmt þessari málsgrein eru háðar samþykki Vegagerðarinnar og skal gerð viðeigandi grein fyrir þeim í samræmi við ákvæði tilskipunar 2004/54/EB.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.:

1. mgr. orðast svo:

Ný jarðgöng skulu hönnuð í samræmi við kröfur í I. viðauka og tekin í notkun í samræmi við málsmeðferð sem mælt er fyrir um í II. viðauka.

2. mgr. fellur brott.

5. gr.

8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Eftirlit með framkvæmd öryggismála í jarðgöngum.

Samgöngustofa hefur eftirlit með því að fylgt sé ákvæðum reglugerðar þessarar um öryggi í jarðgöngum.

6. gr.

3. mgr. 9. gr. fellur brott.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

1. mgr. orðast svo:

Vegagerðin skal ganga úr skugga um að fram fari reglubundnar skoðanir á þeim öryggis­þáttum sem kveðið er á um í reglugerð þessari. Reglubundnar skoðanir skulu framkvæmdar eigi sjaldnar en á sex ára fresti af aðilum sem óháðir eru stjórnanda jarðgangna og starfa eftir verklagsreglum sem tryggja gæði.

Við greinina bætist ný málsgrein, sem verður 3. mgr., svohljóðandi:

Ef ráðstafanir til úrbóta fela í sér verulegar breytingar á byggingu eða rekstri jarðgangna skal afla nýs samþykkis fyrir jarðgöngin í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í II. viðauka.

8. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af kröfum þeim sem gerðar eru í tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins nr. 2004/54/EB frá 29. apríl 2004 um lágmarksöryggiskröfur fyrir jarð­göng í samevrópska vegakerfinu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breyt­ingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 10/2006, frá 1. desember 2006, sem birtist í EES-viðauka nr. 17/2006, bls. 11.

9. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 42. og 46. gr. vegalaga nr. 80/2007 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 8. maí 2015.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Marta Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica