Innanríkisráðuneyti

192/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

1. gr. breytist þannig:

Ákvæði 01.30 orðast svo:

01.30 Dráttarvél.

(1)

Vélknúið ökutæki sem aðallega er hannað til að draga annað ökutæki og draga, ýta, flytja og knýja vinnutæki, er á hjólum og/eða beltum.

Dráttarvél I (T1): Dráttarvél sem eigi er hönnuð til hraðari aksturs en 40 km/klst., er óhlaðin með 1.150 mm sporvídd eða meira, eigin þyngd meiri en 600 kg og 1.000 mm hæð undir lægsta punkt eða minna.

Dráttarvél II (T2): Dráttarvél sem eigi er hönnuð til hraðari aksturs en 40 km/klst., er án farms, með minni sporvídd en 1.150 mm, eigin þyngd meiri en 600 kg og 600 mm hæð undir lægsta punkt eða minna. Ef hlutfall milli hæðar undir þyngdarpunkt og minnstu sporvíddar er meira en 0,9 má dráttarvél eigi vera hönnuð til hraðari aksturs en 30 km/klst.

Dráttarvél III (T3): Dráttarvél sem eigi er hönnuð til hraðari aksturs en 40 km/klst. og með eigin þyngd 600 kg eða minna.

Dráttarvél IV (T4): Önnur dráttarvél sem eigi er hönnuð til hraðari aksturs en 40 km/klst., en fellur þó ekki undir dráttarvél I, II eða III.

Dráttarvél V (T5): Dráttarvél sem hönnuð er til hraðari aksturs en 40 km/klst.

2. gr.

3. gr. breytist þannig:

a.

13. töluliður ákvæðis 03.04 (4)b orðast svo:

Útblástursmengun (mengunarstaðall),

b.

13. töluliður ákvæðis 03.05 (4)b orðast svo:

Útblástursmengun (mengunarstaðall),

c.

Í lok ákvæðis 03.05 (4)b skal í stað "Komi framangreindar tæknilegar upplýsingar fram í erlendu skráningarskírteini ökutækisins teljast þær vera fullnægjandi." koma: Komi framangreindar tæknilegar upplýsingar fram í erlendu skráningarskírteini eða titilsbréfi ökutækisins teljast þær vera fullnægjandi. Þegar erlent skráningarskírteini hefur verið gefið út í landi innan EES-svæðisins er þó ekki gerð krafa um framvísun vottorðs samkvæmt lið þessum.

d.

Ákvæði 03.12 (1) orðast svo:

Ef fullnægjandi upplýsingar liggja ekki þegar fyrir í skráningargögnum, er Sam­göngu­stofu heimilt að óska eftir að með hópbifreið fylgi málsett teikning í mæli­kvarðanum 1:20 eða 1:25, í hliðar- og ofanvarpi, sem sýnir skipan farþega­svæðis, stærð og staðsetningu farangursgeymslna, ásamt fyrirkomulagi og stærð útganga, sbr. 8. og 11. gr.

e.

Ákvæði 03.50 (1) orðast svo:

Ef fullnægjandi upplýsingar liggja ekki þegar fyrir í skráningargögnum, er Sam­göngu­stofu heimilt að óska eftir að með eftirvagni II, III og IV fylgi teikning af öku­tæk­inu með öllum aðalmálum.

f.

Ákvæði 03.50 (2) orðast svo:

Ef fullnægjandi upplýsingar liggja ekki þegar fyrir í skráningargögnum, er Sam­göngu­stofu heimilt að óska eftir að með eftirvagni II, III og IV fylgi kerfismynd af hemla­kerfi.

3. gr.

4. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 04.10 (1) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 70/222 eða".
  2. Í ákvæði 04.10 (2) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 76/114 eða".
  3. Í ákvæði 04.20 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 93/94" kemur: EB-tilskipunar 2009/62.
  4. Í ákvæði 04.50 (2) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 70/222 eða".
  5. Í ákvæði 04.50 (3) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 76/114 eða".

4. gr.

5. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 05.10 (7) í stað "EBE-tilskipun nr. 74/297" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglum nr. 12.
  2. Í ákvæði 05.10 (9) í stað "EBE-tilskipunar nr. 70/311" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 79.
  3. Í ákvæði 05.11 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 74/297" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 12.
  4. Í ákvæði 05.13 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 74/297" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 12.
  5. Í ákvæði 05.50 (3) í stað "EBE-tilskipunar nr. 70/311" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 79.

5. gr.

6. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 06.07 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 71/320með síðari breytingum eða ákvæði ECE-reglna nr. 13" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009og UN-ECE-reglna nr. 13.
  2. Í ákvæði 06.09 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 71/320 með síðari breytingum eða ákvæði ECE-reglna nr. 13" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 13.
  3. Í ákvæði 06.10 (9) í stað "EBE-tilskipun nr. 71/320" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglur nr. 13.
  4. Í ákvæði 06.10 (17) í stað "EBE-tilskipunar nr. 71/320" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 13.
  5. Í ákvæði 06.50 (16) í stað "EBE-tilskipunar nr. 71/320" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 13.
  6. Í ákvæði 06.53 (5) í stað "ásamt tilheyrandi skýringum í EBE-tilskipun nr. 71/320" kemur: eða í samræmi við ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 13.
  7. Í ákvæði 06.53 (6) í stað "EBE-tilskipun nr. 71/320" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglur nr. 13.

6. gr.

7. gr. breytist þannig:

a.

Ákvæði 07.01 (7) orðast svo:

Beygjuljós.

Litur: Skal vera hvítur.

Staðsetning: Skal vera framan á eða fremst á sitt hvorri hlið ökutækis. Þokuljósker geta verið notuð sem ljósker fyrir beygjuljós.

Tenging: Ljósker skulu tengd stöðuljóskerum. Einnig skal hvort ljósker um sig vera tengt stefnuljóskerum sömu hliðar. Þegar ökutæki er ekið undir 40 km/klst. getur beygjuljós einnig kviknað þeim megin á ökutækinu sem stýrishjóli er snúið í átt að.

b.

Ákvæði 07.01 (17) orðast svo:

Upplýsingamerki/auglýsingaskilti.

Litur: Skal vera hvítur eða gulur. Myndir, texti o.þ.h. geta haft aðra liti svo lengi sem þeir litir eru minna áberandi.

Staðsetning: Á þaki, fyrir ofan framrúðu, eða í hliðarrúðu fyrir aftan ökumann. Ef að ökutæki eru ekki frambyggð með þakhæð sem er a.m.k. 1,8 m yfir akbraut, þarf skiltið að vera staðsett a.m.k. 40 sm frá fremsta hluta þaksins. Skiltið má ekki lýsa aftur. Þó má leiðarskilti á hópbifreiðum II einnig vera aftan á ökutæki.

Ljósstyrkur: Að hámarki 60 cd.

Tenging: Ljósker skulu tengd um eigin rofa óháð öðrum ljóskerum eða samtengd stöðuljóskerum og mega ekki vera blikkandi.

Gildistaka: Ákvæði liðar 07.01 (17) gilda einnig um ökutæki sem skráð er fyrir gildistöku reglugerðarinnar.

c.

Í ákvæði 07.10 (3) í stað "EBE-tilskipun nr. 76/761 með síðari breytingum, E-merkt í samræmi við viðeigandi ECE-reglur nr. 1.01 og 37.03" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglur nr. 31, 37, 98, 112 og 123.

d.

Í ákvæði 07.10 (4) í stað "EBE-tilskipun nr. 76/762 með síðari breytingum, E-merkt í samræmi við viðeigandi ECE-reglur nr. 19.02 eða 37.03" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglur nr. 19.

e.

Í ákvæði 07.10 (8) í stað "EBE-tilskipun nr. 76/757" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglur nr. 3.

f.

Ákvæði 07.10 (9) orðast svo:

Staðsetning ljósabúnaðar og glitaugna bifreiðar telst vera fullnægjandi ef við­kom­andi ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 48, með síðari breytingum, eru uppfyllt.

Virkni og gerð ljóskera bifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 4, 6, 7, 23, 38, 77, 87 og 91, með síðari breyt­ingum, eru uppfyllt.

g.

Í ákvæði 07.50 (6) í stað "EBE-tilskipun nr. 76/757" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglur nr. 3.

h.

Ákvæði 07.50 (8) orðast svo:

Staðsetning ljósabúnaðar og glitaugna eftirvagns telst vera fullnægjandi ef við­komandi ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 48, með síðari breytingum, eru uppfyllt.

Virkni og gerð ljóskera eftirvagns telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 4, 6, 7, 23, 38, 77, 87 og 91, með síðari breyt­ingum, eru uppfyllt.


7. gr.

8. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 08.10 (2) í stað "EBE-tilskipunar nr. 74/408 og 2005/39" kemur: EB-til­skipunar nr. 2005/39, EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 17 og 80.
  2. Í ákvæði 08.10 (3) í stað "EBE-tilskipunar nr. 78/316" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009og UN-ECE-reglna nr. 121.

8. gr.

9. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 09.10 (7) í stað "EBE-tilskipunar nr. 2003/97" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 46.
  2. Í ákvæði 09.10 (8) í stað "EBE-tilskipunar nr. 92/22" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 43.
  3. Í ákvæði 09.11 (3) í stað "EBE-tilskipunar nr. 77/649" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009og UN-ECE-reglna nr. 125.
  4. Í ákvæði 09.11 (4) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 78/317 eða".
  5. Í ákvæði 09.11 (5) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 78/318 eða".

9. gr.

10. gr. breytist þannig:

Í ákvæði 10.11 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 2001/56" kemur: ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 122.

10. gr.

11. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 11.11 (1) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 70/387 eða".
  2. Í ákvæði 11.13 (1) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 70/387 eða".
  3. Í ákvæði 11.14 (1) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 70/387 eða".
  4. Í ákvæði 11.50 (3) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 70/387 eða".

11. gr.

12. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 12.03 (1) í stað "EBE-tilskipunum nr. 92/24 og 92/6" kemur: EBE-tilskipun 92/6, EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglum nr. 89
  2. Í ákvæði 12.10 (3) í stað "EBE-tilskipunar nr. 75/443 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 130/2012" kemur: ESB-reglugerðar nr. 130/2012, EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 39.

12. gr.

13. gr. breytist þannig:

Í ákvæði 13.10 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 70/387" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 28.

13. gr.

14. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 14.10 (2) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 77/389 eða".
  2. Síðari málsliður ákvæðis 14.11 (2) orðist þannig: Massi og dráttarmassi fólks­bifreiðar telst innan leyfðra marka ef uppfyllt eru ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.

14. gr.

17. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 17.11 (3) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 78/549 eða".
  2. Í ákvæði 17.14 (2) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 91/226 eða".
  3. Í ákvæði 17.53 (2) fellur brott "EBE-tilskipunar nr. 91/226 eða".

15. gr.

18. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 18.00 (3)b í stað "ákvæði um prófun í EBE-tilskipun nr. 70/221 með síðari breytingum" kemur: ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 34, með síðari breytingum.
  2. Í ákvæði 18.10 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 74/61" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 18 og 116.
  3. Ákvæði 18.10 (13) orðast þannig:
    Samgöngustofa veitir sérstakt leyfi til aðila sem hyggst tengja við eldsneytiskerfi bifreiðar búnað sem breytt getur samsetningu útblásturslofts.
    Samgöngustofa veitir sérstakt leyfi til aðila sem hyggst breyta bifreið á þann hátt að hún gangi fyrir rafmagni. Leyfið skal háð þeim skilyrðum sem Samgöngustofa setur.
  4. Í lok ákvæðis 18.10 (15), kemur ný málsgrein sem orðast svo:
    Samgöngustofu er við skráningarviðurkenningu samkvæmt 3. gr. reglugerðar þess­arar, heimilt að viðurkenna aðra staðla en þá sem um getur í 1. mgr., að því gefnu að þeir teljist sambærilegir með tilliti til umferðaröryggis- og umhverfis­sjónarmiða að mati Samgöngustofu.

16. gr.

19. gr. breytist þannig:

Í ákvæði 19.10 (5) í stað "EBE-tilskipunar nr. 72/245 og 2005/49" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 10.

17. gr.

21. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 21.10 (4) í stað "EB-tilskipunar nr. 94/20." kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 55 og 102 með síðari breytingum.
  2. Ákvæði 21.11 (2) orðast þannig:
    Þyngd dráttarbeislis á tengibúnað fólksbifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.
  3. Í ákvæði 21.50 (2) í stað "EB-tilskipunar nr. 94/20." kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 55 og 102 með síðari breytingum.

18. gr.

22. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 22.00 (2) í stað "tilskipunum 74/60/EB, 74/483/EB" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009, UN-ECE-reglum nr. 21 og 26.
  2. Í ákvæði 22.11 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 74/60" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 21.
  3. Í ákvæði 22.11 (2) í stað "EBE-tilskipunar nr. 74/483" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 26.
  4. Síðari málsliður ákvæðis 22.11 (3) orðast þannig:
    Þyngd og stærð fólksbifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EB-reglu­gerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breyt­ingum.
  5. Í ákvæði 22.11 (4) í stað "EB-tilskipunar nr. 96/27 eru uppfyllt" kemur: EB-reglu­gerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 95 með síðari breytingum eru upp­fyllt.
  6. Í ákvæði 22.11 (5) í stað "EB-tilskipunar nr. 96/79" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 94.
  7. Í ákvæði 22.12 (6) í stað "EB-tilskipunar nr. 95/28 eru uppfyllt." kemur: EB-reglu­gerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 55 með síðari breytingum eru upp­fyllt.
  8. Síðari málsliður ákvæðis 22.12 (7) orðast þannig:
    Þyngd og stærð hópbifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.
  9. Í ákvæði 22.13 (2) í stað "EBE-tilskipunar nr. 92/114 eru uppfyllt." kemur: EB-reglu­gerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 61 með síðari breytingum eru upp­fyllt.
  10. Í ákvæði 22.13 (3) í stað "EB-tilskipunar nr. 96/27 eru uppfyllt" kemur: EB-reglu­gerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 95 með síðari breytingum eru upp­fyllt.
  11. Ákvæði 22.13 (4) orðast þannig:
    Þyngd og stærð sendibifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EB-reglu­gerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breyt­ingum.
  12. Í ákvæði 22.14 (2) í stað "EBE-tilskipunar nr. 92/114 eru uppfyllt." kemur: EB-reglu­gerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 61 með síðari breytingum eru upp­fyllt.
  13. Síðari málsliður ákvæðis 22.14 (3) orðast þannig:
    Þyngd og stærð vörubifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EB-reglu­gerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breyt­ingum.
  14. Ákvæði 22.50 (3) orðast þannig:
    Þyngd og stærð eftirvagns telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.

19. gr.

23. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 23.01 (5) í stað "EBE-tilskipunar nr. 70/221" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 58.
  2. Í ákvæði 23.04 (3) í stað "EBE-tilskipunar nr. 2000/40 eru uppfyllt" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 93 með síðari breytingum eru upp­fyllt.
  3. Í ákvæði 23.10 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 70/221" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 58.
  4. Ákvæði 23.14 (3) orðast svo:
    Vörubifreið skal búin hliðarvörn og skal frambrún varnarinnar vera að hámarki 300 mm aftan við framhjólið eða sveigja að ökumannshúsi undir horni sem má mest vera 45°.
  5. Ákvæði 23.14 (4) orðast svo:
    Hliðarvörn vörubifreiðar skal vera skv. lið 23.02 eða uppfylla ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 73, með síðari breytingum.
  6. Í ákvæði 23.50 (1) í stað "EBE-tilskipunar nr. 70/221" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 58.
  7. Ákvæði 23.53 (2) orðast svo:
    Eftirvagn III skal búinn hliðarvörn og skal vörnin vera skv. lið 23.02 eða upp­fylla ákvæði EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 73, með síðari breyt­ingum.

20. gr.

24. gr. breytist þannig:

  1. Í ákvæði 24.02 (1) í stað "EBE-tilskipun nr. 78/932" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009.
  2. Í ákvæði 24.10 (1) í stað "EBE-tilskipun nr. 77/541 með síðari breytingum, ECE-reglum nr. 16.04" kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglum nr. 16.
  3. Í ákvæði 24.10 (2) í stað "EBE-tilskipunar nr. 76/115 og 2005/41" kemur: EB-tilskipunar 2005/41, EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 14.
  4. Í ákvæði 24.10 (3) í stað "reglum efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, UN-ECE-reglur nr. 44.04, sbr. og tilskipun 77/541/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi öryggisbelti og aðhaldsbúnað í vélknúnum ökutækjum að tækniframförum, með síðari uppfærslum reglnanna og tilskipunarinnar." kemur: EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglum nr. 16 og 44, með síðari breytingum.
  5. Í ákvæði 24.11 (3) í stað "EBE-tilskipunar nr. 78/932" kemur: EB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ECE-reglna nr. 17 og 25.
  6. Eftirfarandi lokamálsliður 3. mgr. ákvæðis 24.12 (1) fellur brott: "Ekki er krafist öryggisbeltis fyrir farþega í fellisæti."
  7. Í ákvæði 24.14 (1) í stað "EBE-tilskipun nr. 77/541 og 2005/40" kemur: EB-tilskipun 2005/40, EB-reglugerð nr. 661/2009 og UN-ECE-reglum nr. 16.

21. gr.

Núverandi viðauki II fellur brott og í stað hans kemur nýr viðauki II, sem birtur er með reglugerð þessari.

22. gr.

Viðauki III breytist þannig:

  1. Eftirfarandi töluliðir í töflunni "Bifreiðar og eftirvagnar" falla brott:
    4, 5, 6, 7, 8, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 38, 39, 45, 45r, 45t, 45u, 45v, 45w, 45y og 45zc.
  2. Í tölulið 45zza, við reglugerð 661/2009/EB, orðast dálkurinn undir "reglu­gerðar­ákvæði" svo:
    04.10 (1), 04.10 (2), 04.50 (2), 04.50 (3), 05.10 (7), 05.10 (9), 05.11 (1), 05.13 (1), 05.50 (3), 06.07 (1), 06.09 (1), 06.10 (9), 06.10 (17), 06.50 (16), 06.53 (5), 06.53 (6), 07.10 (3), 07.10 (4), 07.10 (8), 07.10 (9), 07.50 (6), 07.50 (8), 08.10 (2), 08.10 (3), 09.10 (7), 09.10 (8), 09.11 (3), 09.11 (4), 09.11 (5), 10.11 (1), 11.11 (1), 11.13 (1), 11.14 (1), 11.50 (3), 12.03 (1), 12.10 (3), 14.10 (2), 14.11 (2), 16.10 (6), 16.50 (3), 17.11 (3), 17.14 (2), 17.53 (2), 18.00 (3), 18.10 (1), 19.10 (5), 21.10 (4), 21.11 (2), 21.50 (2), 22.00 (2), 22.11 (1), 22.11 (2), 22.11 (3), 22.11 (4), 22.11 (5), 22.12 (6), 22.12 (7), 22.13 (2), 22.13 (3), 22.13 (4), 22.14 (2), 22.14 (3), 22.50 (3), 23.01 (5), 23.04 (3), 23.10 (1), 23.14 (4), 23.50 (1), 23.53 (2), 24.02 (1), 24.10 (1), 24.10 (2), 24.10 (3), 24.11 (3), 24.14 (1).

23. gr.

Viðauki IV breytist þannig:

Tafla undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar":

Eftirfarandi töluliðir í töflunni falla brott:

4, 5, 6, 7, 8, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 38, 39, 45, XIII 17, 45r, 45t, 45u, 45v, 45w, 45y og 45zc.

Í tölulið 45zx við tilskipun 2007/46/EB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

214/2014/ESB

L 69, 8.3.2014

Birt í EES-viðbæti nr. 64, 30.10.2014, bls. 158.



Í tölulið 45zzk við reglugerð nr. 595/2009/EB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi ESB" og "EES-birting"), kemur:

133/2014/ESB

L 47, 18.02.2014

Birt í EES-viðbæti nr. 54, dags. 25.09.2014, bls. 259.



Tafla undir fyrirsögninni "dráttarvélar":

Í tölulið 28 við tilskipun 2003/37/EB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

2014/44/ESB

L 82, 20.3.2014.

Birt í EES-viðbæti nr. 64, 30.10.2014, bls. 220.



Í tölulið 29 við tilskipun 2000/25/EB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

2014/43/ESB

L 82, 20.3.2014

Birt í EES-viðbæti nr. 64, 30.10.2014, bls. 227.



24. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 9. febrúar 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica