1. gr.
Markmið.
Markmið þessarar reglugerðar er að innleiða áætlun um að flýta beitingu krafna um tvöfaldan byrðing eða samsvarandi hönnunarkrafna fyrir olíuflutningaskip með einföldum byrðingi, sem kveðið er á um í Alþjóðasamningi um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun frá 1978 (MARPOL 73/78), sem og að banna flutning á þungri olíu í olíuflutningaskipum með einföldum byrðingi, til hafna eða frá höfnum aðildarríkja EES.
2. gr.
Innleiðing á EES-gerð.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi EES-gerð:
3. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. mgr. 3. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Við gildistöku þessarar reglugerðar fellur brott reglugerð nr. 1110/2008, um hönnun olíuflutningaskipa, með síðari breytingum.
Innanríkisráðuneytinu, 30. september 2014.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra.
Ragnhildur Hjaltadóttir.