Innanríkisráðuneyti

732/2014

Reglugerð um kröfur um bil milli talrása í samevrópska loftrýminu.

1. gr.

Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar er að kveða á um kröfur um tíðnibil í talsamskiptum milli loftfara og stöðva á jörðu niðri í samevrópska loftrýminu.

2. gr.

Gildissvið.

Með reglugerðinni er mælt fyrir um samræmda innleiðingu á talfjarskiptum milli loftfara og stöðva á jörðu niðri sem byggja á 8,33 kHz rásabreidd.

3. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir (ESB) með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

a. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1079/2012 frá 16. nóv­ember 2012 um kröfur um bil milli talrása í samevrópska loftrýminu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 233 frá 13. desember 2013, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 488.
b. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 657/2013 frá 10. júlí 2013 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1079/2012 um kröfur um bil milli talrása í samevrópska loftrýminu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 235 frá 13. desember 2013, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 502.


4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. mgr. 75. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Um leið fellur reglugerð nr. 1085/2008, um kröfur um tíðnibil í talsamskiptum milli loftfara og stöðva á jörðu niðri í samevrópska loftrýminu, úr gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 16. júlí, 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica