1. gr.
14. gr. breytist þannig:
Síðari málsliður ákvæðis 14.11 (2) orðist þannig:
Massi og dráttarmassi fólksbifreiðar telst innan leyfðra marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 92/21 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr.:
Á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október skal bifreið til neyðaraksturs búin hjólbörðum með a.m.k. 2,0 mm mynstursdýpt. Á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 14. apríl skal bifreið til neyðaraksturs búin hjólbörðum með a.m.k. 4,0 mm mynstursdýpt.
3. gr.
21. gr. breytist þannig:
Ákvæði 21.11 (2) orðist þannig:
Þyngd dráttarbeislis á tengibúnað fólksbifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 92/21 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr.:
Þyngd og stærð eftirvagns telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 97/27 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.
5. gr.
Viðauki III breytist þannig:
Tafla undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar":
Aftast í töfluna, á eftir tölulið 45zzr, kemur nýr töluliður, 45zzu. Í reitina "Tölul.", "Tilskipun / reglugerð", "Efnisinnihald" og "Reglugerðarákvæði" kemur:
45zzu |
1230/2012/ESB |
Stærð og þyngd |
14.11 (2), 21.11 (2), 22.11 (3), 22.12 (7), 22.13 (4), 22.50 (3) |
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á viðauki IV:
Tafla undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar":
195/2013/ESB |
L 65, 8.3.2013 |
Birt í EES-viðbæti nr. 23, 10.4. 2014, bls. 327. |
1230/2012/ESB |
L 353, 21.12.2012 |
Birt í EES-viðbæti nr. 12, 27.2. 2014, bls. 32. |
195/2013/ESB |
L 65, 8.3.2013 |
Birt í EES-viðbæti nr. 23, 10.4. 2014, bls. 327. |
45zzu |
Stærð og þyngd 1230/2012/ESB |
L 353, 21.12.2012 |
Birt í EES-viðbæti nr. 12, 27.2. 2014, bls. 32. |
7. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi, að undanskilinni 2. gr. sem skal taka gildi 1. nóvember 2014.
Innanríkisráðuneytinu, 21. júlí 2014.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Ragnhildur Hjaltadóttir.