1. gr.
Í lok 6. gr. bætist við ný málsgrein, 6. mgr., sem orðast svo:
Heimilt er að víkja frá kröfum 1.-5. mgr. þegar heilsufars- eða læknisfræðilegar ástæður krefjast þess. Skal slíkt einungis gert á grundvelli læknisvottorðs viðkomandi barns og skal vottorðinu framvísað sé þess óskað.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 71. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 9. janúar 2014.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Ragnhildur Hjaltadóttir.