1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, c-liður, er orðast svo:
c. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2009/83 frá 23. janúar 2009 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 725/2004 að því er varðar kerfi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar fyrir einkvæm auðkennisnúmer fyrirtækja og skráðra eigenda, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2009 frá 3. júlí 2009, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56, 22. október 2009, bls. 13.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 50/2004 um siglingavernd og 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 2. júlí 2013.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Ragnhildur Hjaltadóttir.