Innanríkisráðuneyti

377/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

Fyrirsögnin "Inngangur og gildissvið" á undan 1. gr. skal orðast svo:

Inngangur, gildissvið og markmið.

2. gr.

Á eftir breyttri fyrirsögn "Inngangur, gildissvið og markmið" kemur eftirfarandi texti:

Markmiðið með reglugerð þessari er að tryggja umferðaröryggis- og umhverfis­sjónarmið. Reglugerðin kveður m.a. á um tæknilegar kröfur þegar ökutæki er skráð á Íslandi, ásamt kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætluð eru í ökutæki. Hún setur samræmd viðmið til þess að auðvelda skráningu, sölu og notkun ökutækja á Evrópska efnahagssvæðinu, ásamt því að kveða á um kröfur um tæknilegt ástand ökutækja í notkun.

3. gr.

Núgildandi 3. gr. fellur niður og í stað hennar kemur ný 3. gr. svohljóðandi:

VIÐURKENNING SKRÁNINGARSKYLDRA ÖKUTÆKJA

03.00

Almenn ákvæði.

(1)

Skilgreiningar.

Framleiðandi: Einstaklingur eða aðili sem er ábyrgur gagnvart viðurkenningar­yfirvaldinu fyrir öllum þáttum gerðarviðurkenningar- eða heimildarferlisins svo og fyrir samræmi framleiðslunnar. Einstaklingurinn eða aðilinn þarf ekki að taka beinan þátt í öllum þrepum í smíði ökutækisins, kerfisins, íhlutarins eða aðskildu tæknieiningar­innar sem háð er gerðarviðurkenningu.

Fulltrúi: Fulltrúi er sá sem Umferðarstofa hefur viðurkennt til þess að bera ábyrgð á heildargerðarviðurkenningu, gerðarviðurkenningu og skráningu ökutækja fyrir hönd innflytjanda eða framleiðanda ökutækis. Umferðarstofa kveður nánar á um skyldur fulltrúa í verklagsreglum sínum.

Gerð: Ökutæki í tilteknum flokki sem eru ekki frábrugðin með tilliti til þeirra grund­vallar­atriða sem tilgreind eru í B-þætti II. viðauka tilskipunar 2007/46. Innan gerðar ökutækis geta verið afbrigði og útfærslur eins og skilgreint er í áðurnefndum viðauka.

Gerðarviðurkenning: Aðferð aðildarríkis Evrópusambandsins og EES/EFTA ríkis til að votta að gerð ökutækis, kerfi, íhlutur eða aðskilin tæknieining uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

Heildargerðarviðurkenning: Aðferð aðildarríkis Evrópusambandsins og EES/EFTA ríkis til að votta að gerð ökutækis, kerfi, íhlutur eða aðskilin tæknieining uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

Heildargerðarviðurkenning á ökutækjum er byggð tilskipun 2007/46/EB, tilskipun 2002/24 og tilskipun 2003/37/EB með síðari breytingum, eftir því sem við á.

Nýtt ökutæki: Ökutæki sem er 5.000 kg að leyfðri heildarþyngd eða minna telst vera nýtt hafi það ekki verið skráð hjá öðru skráningaryfirvaldi og ekið minna en 1.000 km.

Ökutæki sem er meira en 5.000 kg að leyfðri heildarþyngd telst vera nýtt hafi það ekki verið skráð hjá öðru skráningaryfirvaldi og ekið minna en 2.500 km.

Samræmingarvottorð: Skjal sem tilgreint er í IX. viðauka tilskipunar 2007/46/EB, er gefið út af framleiðanda og vottar að ökutæki úr framleiðsluröð af gerð sem hefur verið viðurkennd í samræmi við tilskipun 2007/46/EB uppfylli allar kröfur stjórnvaldsfyrirmæla á þeim tíma þegar það er framleitt.

Skráningarviðurkenning: Aðferð aðildarríkis Evrópusambandsins og EES/EFTA ríkis til að votta að eitt einstakt ökutæki, uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þess.

Tækniþjónusta: Stofnun eða aðili sem er tilnefndur sem prófunarstofa til að annast prófanir eða sem samræmismatsaðili fyrir hönd viðurkenningaryfirvalds, eða viður­kenningar­yfirvald, ef það á við.

Þjóðargerðarviðurkenning: Landsbundin gerðarviðurkenningaraðferð sem mælt er fyrir um í innlendum lögum eða reglum. Þjóðargerðarviðurkenning takmarkast við hvert aðildarríki Evrópusambandsins og EES/EFTA ríkis.

Að öðru leyti vísast til skilgreininga í tilskipun 2007/46/EB, tilskipun 2002/24 og tilskipun 2003/37/EB með síðari breytingum, eftir því sem við á.

03.01

Heildargerðarviðurkenning ökutækja.

(1)

Heildargerðarviðurkenningu skal veita fullbúnum raðsmíðuðum ökutækjum og hlutasmíðuðum ökutækjum, þ.e. bifreiðum og eftirvögnum þeirra ásamt kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki samkvæmt tilskipun 2007/46/EB með síðari breytingum, bifhjólum samkvæmt tilskipun 2002/24/EB með síðari breytingum og dráttarvélum samkvæmt tilskipun 2003/37/EB með síðari breytingum. Einnig skal veita einstökum kerfum (svo sem hemlabúnaði og útblásturskerfi), einstökum íhlutum (svo sem ljóskerum) og viðbótarbúnaði (svo sem dráttarbeisli og afturvörn) heildar­gerðarviðurkenningu samkvæmt tilskipunum þessum.

(2)

Umsókn um heildargerðarviðurkenningu skal skila til Umferðarstofu.

(3)

Við viðurkenningu á Íslandi skal leggja fram upplýsingar og skjöl á íslensku eða ensku. Skjöl á öðru tungumáli eru viðurkennd ef þau hafa verið þýdd yfir á íslensku eða ensku af löggiltum skjalaþýðanda.

 

Sá sem sækir um viðurkenningu, skal sjálfur standa straum af kostnaði við viðurkenninguna.

(4)

Þegar nýjar reglur taka gildi hjá Evrópusambandinu getur Umferðarstofa, að fenginni umsókn, ef þörf krefur og það gengur ekki gegn markmiðum reglugerðar þessarar varðandi umhverfis- og umferðaröryggissjónarmið, veitt leyfi til að skrá síðustu ökutæki gerðar í samræmi við 10% reglu B-hluta viðauka XII tilskipunar 2007/46/EB. Ákvæði þetta gildir eingöngu um bifreiðar og eftirvagna.


03.02


Þjóðargerðarviðurkenning ökutækja.

(1)

Unnt er að veita ökutækjum sem framleidd eru í fáum eintökum þjóðar­gerðar­viðurkenningu í samræmi við 23. gr. tilskipunar 2007/46/EB með síðari breytingum. Viðurkenninguna er unnt að veita í einum eða fleiri áföngum. Einnig er unnt að viðurkenna kerfi, einstaka íhluti og aðskildar tækni­einingar. Þjóðargerðarviðurkenning er landsbundin og gildir eingöngu í því ríki sem hún var veitt.

(2)

Þjóðargerðarviðurkenning skal aðeins veitt raðsmíðuðum nýjum ökutækjum. Sækja má um þjóðargerðarviðurkenningu á:

 

a.

bifreið, að undanskilinni fólksbifreið

 

b.

bifhjóli

 

c.

torfærutæki

 

d.

dráttarvél

 

e.

skráningarskyldum eftirvagni

 

f.

skráningarskyldu tengitæki.

(3)

Heimilt er að samþykkja þjóðargerðarviðurkenningu frá aðildarríki Evrópu­sambandsins og EES/EFTA ríki, þar sem gerðarviðurkenningin er framkvæmd á fullnægjandi hátt að mati Umferðarstofu, sem íslenska gerðar­viðurkenningu fyrir ökutæki í einum af ofangreindum ökutækisflokkum.

(4)

Um umsókn um gerðarviðurkenningu gildir:

 

a.

Sækja skal um gerðarviðurkenningu til Umferðarstofu. Umsækjandi skal senda tilkynningu til Umferðarstofu um það hver eða hverjir séu fulltrúar hans og hafi umboð til að skuldbinda hann.

 

b.

Umsókn um gerðarviðurkenningu skal senda á þar til gerðu eyðublaði sem er undirritað af fulltrúa. Umsóknin skal vera vélrituð, nákvæmlega og fullkomlega útfyllt og henni skulu fylgja tilskilin gögn. Staðfestingu, vottorð og önnur gögn frá framleiðanda/innflytjanda skal fulltrúi undirrita og stimpla með nafni umsækjanda.

(5)

Um ökutæki sem fært er til skoðunar fyrir gerðarviðurkenningu í skoðunar­stofu gildir:

 

a.

Fulltrúi skal færa til skoðunar ökutæki af þeirri gerð sem sótt er um viðurkenningu á.

 

b.

Ökutæki það sem fært er til skoðunar skal vera í eftirfarandi ásigkomulagi:

   

-

hreint að utan sem innan. Límmiðar og áletranir á rúðum eða annars staðar á ökutækinu skulu hafa verið fjarlægðir,

   

-

frágengið á sama hátt og viðskiptavinur fær það í hendur en án ryðvarnar hérlendis. Ástand þess og búnaður skal vera í samræmi við ákvæði í lögum og reglugerðum að því marki sem umsækjandi getur metið slíkt,

   

-

eldsneytisgeymir skal vera fullur og önnur vökvaforðabúr með rétt vökvamagn,

   

-

hreyfill, aflrás, stýrisbúnaður, hjólaupphengjur, hjól o.fl. skulu vera stillt eftir fyrirmælum framleiðanda. Ljós skulu vera stillt samkvæmt gildandi reglum.

 

c.

Ökutækið skal fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt reglugerð þessari og öðrum viðeigandi reglugerðum.

(6)

Umferðarstofa metur hvort gögn varðandi gerðarviðurkenningu eru full­nægjandi. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn um gerðarviðurkenningu:

 

a.

Teikning með öllum aðalmálum. Ef um hópbifreið er að ræða skal teikn­ingin vera málsett og í mælikvarðanum 1:20 eða 1:25, í hliðar- og ofanvarpi, og sýna skipan farþegasvæðis, stærð og staðsetningu farangurs­geymslna, ásamt fyrirkomulagi og stærð útganga, sbr. 8. og 11. gr.

 

b.

Myndir sem sýna ökutækið annarsvegar á ská framan frá og aðra hliðina, og hinsvegar á ská aftan frá og hina hliðina.

 

c.

Leiðbeiningabók eða sambærilegar upplýsingar.

 

d.

Upplýsingar um merkingu hvers tákns eða samstöðu tákna í verksmiðju­númeri og gerðarnúmeri.

 

e.

Kerfismynd af hemlakerfi ásamt nægjanlega ítarlegri lýsingu á vinnsluferli þess. Sé ökutækið búið hleðslustýrðum hemlajöfnunarloka skulu fylgja upplýsingar um þrýsting hemlalofts eða hemlavökva frá hemlajöfnunarloka miðað við hleðslu.

 

f.

Staðfestingar eða vottorð frá framleiðanda ökutækisins um:

   

-

að viðkomandi gerð ökutækisins uppfylli þau skilyrði í reglugerð þessari sem þarfnast skriflegra staðfestinga og talin eru upp í viðauka II,

   

-

burðargetu einstakra ása og leyfða heildarþyngd,

   

-

mestu leyfðu heildarþyngd eftirvagns/tengitækis, með og án hemla, sem tengja má við ökutækið,

   

-

gerð, slagrými og afl hreyfils ökutækisins.

 

g.

Krefjast má viðgerðarbókar, teikninga, útreikninga og annarra upplýsinga, svo sem staðfestinga eða vottorða umfram það sem tilgreint er í viðauka II í þeim mæli sem Umferðarstofa telur hagkvæmt að leggja til grundvallar fyrir gerðarviðurkenningu í stað þess að prófa sjálft ökutækið. Fram­leiðandi eða óháður rannsóknaraðili, sem Umferðarstofa samþykkir, skal gefa út slíka staðfestingu eða vottorð.

 

h

Skoðunarvottorð frá faggiltri skoðunarstofu.

 

i.

Umferðarstofu er óheimilt án samþykkis hlutaðeigandi að nota fylgigögn með gerðarviðurkenningu fyrir aðra en þann sem gerðarviðurkenningin var gefin út á.

(7)

Gerðarviðurkenning skal gefin út af Umferðarstofu til umsækjanda og gildir fyrir ökutæki af sömu gerð og það sem fært var til skoðunar. Aðili sem gerðar­viðurkenningin er gefin út á ábyrgist að skyldur sem hana varða verði haldnar.

(8)

Umferðarstofa hefur eftirlit með að ökutæki sem skrá skal samkvæmt gerðar­viðurkenningu sé í samræmi við lýsingu viðkomandi gerðarviðurkenn­ingar.

 

Að auki gildir:

 

a.

Umferðarstofa getur lagt fyrir óháðan rannsóknaraðila að prófa einstaka hluti eða búnað á gerðarviðurkenndu ökutæki.

 

b.

Umsækjandi skal færa þann fjölda ökutækja til skoðunar hjá óháðum rannsóknaraðila sem Umferðarstofa fer fram á.

 

c.

Ökutæki sem færa skal til prófunar skal vera nýtt frá verksmiðju og í samræmi við viðkomandi gerðarviðurkenningu.

 

d.

Umferðarstofa metur niðurstöður rannsóknar frá rannsóknaraðila og ber saman við staðfestingar eða vottorð sem framleiðandi/innflytjandi leggur fram vegna gerðarviðurkenningar.

(9)

Umferðarstofa getur afturkallað gerðarviðurkenningu ökutækis í tiltekinn tíma hafi við skráningu og/eða athugun komið í ljós að:

 

a.

hönnun, innrétting eða búnaður ökutækisins víkur frá því sem fram kom við umsókn um gerðarviðurkenningu.

 

b.

mörg ökutæki sömu gerðarviðurkenningar reynast gölluð eða eru í ófull­nægjandi ástandi.

 

Umferðarstofa getur krafist þess að öll ökutæki sem tilheyra tiltekinni gerðar­viðurkenningu skuli innan tiltekins tíma færð til skoðunar hjá skoðunar­stofu eða óháðum rannsóknaraðila ef í ljós kemur að eitt þeirra er ekki í samræmi við gerðarviðurkenninguna.

 

Ef ástæða er til að ætla að mörg ökutæki sömu gerðarviðurkenningar séu gölluð eða í ófullnægjandi ástandi getur Umferðarstofa krafið framleið­anda/innflytj­anda um að endurbæta öll skráð ökutæki þessarar gerðarviðurkenn­ingar þannig að þau verði í lögmæltu ástandi.

(10)

Gerðarviðurkenning gildir á meðan þau ökutæki sem viðurkenningin á við taka engum breytingum sem kalla á nýja gerðarviðurkenningu eða viðbótar­viðurkenningu. Sá sem gerðarviðurkenningin er gefin út á skal tilkynna Umferðarstofu skriflega um breytingar. Umferðarstofa ákveður hvort þá verður krafist nýrrar gerðarviðurkenningar eða viðbótarviðurkenningar.

 

Ekki skal gefa út viðbótarviðurkenningu ef fimm ár eða meira eru liðin frá upphaflegum útgáfudegi gerðarviðurkenningar.


03.03


Þjóðargerðarviðurkenning tengibúnaðar fyrir ökutæki.

(1)

Gerðarviðurkenningu má veita nýjum, raðsmíðuðum tengibúnaði fyrir bifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna.

(2)

Um tengibúnað sem færður er til gerðarskoðunar í skoðunarstofu gildir:

 

a.

Fulltrúi skal færa til skoðunar bifreið með þeirri gerð tengibúnaðar, sem sótt er um gerðarviðurkenningu á.

 

b.

Tengibúnaðurinn skal vera varanlega festur við ökutækið. Frágangur skal vera samkvæmt 19. og 21. gr.

(3)

Umferðarstofa metur hvort gögn varðandi gerðarviðurkenningu eru full­nægjandi. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn um gerðarviðurkenningu:

 

a.

Upplýsingar frá framleiðanda bifreiðar um festur tengibúnaðar og hve þungan eftirvagn eða tengitæki má tengja við bifreið.

 

b.

Teikning af tengibúnaði frá framleiðanda tengibúnaðarins.

 

c.

Mynd (merki eða ljósrit) af merki tengibúnaðar.

 

d.

Upplýsingar um mestu þyngd, lóðrétta og lárétta, sem tengja má við tengibúnaðinn.

 

e.

Skoðunarvottorð frá faggiltri skoðunarstofu.

(4)

Að öðru leyti gilda ákvæði liða 03.02 (3) og (4).


03.04


Skráningarviðurkenning nýrra ökutækja.

(1)

Skráningarviðurkenningu er heimilt að veita öllum nýjum skráningarskyldum ökutækjum.

(2)

Sækja skal um skráningarviðurkenningu til Umferðarstofu eða aðila í umboði hennar. Umferðarstofa metur hvort gögn varðandi skráningarviðurkenningu eru fullnægjandi.

(3)

Ökutæki sem fært er til skoðunar fyrir skráningarviðurkenningu skal fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt reglugerð þessari. Þessar kröfur teljast uppfylltar standist ökutækið skráningarskoðun/fulltrúaskoðun samkvæmt skoðunarhandbók.

(4)

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn um skráningarviðurkenningu nýrra öku­tækja:

 

a.

Frumrit upprunavottorðs frá framleiðanda ökutækisins, eftir því sem við á. Séu gögn misvísandi sem Umferðarstofu eru látin í té af umsækjanda, flutningsaðila eða tollstjóra gildir liður 03.04 (2).

 

b.

Upplýsingar um:

   

1.

Gerð ökutækis,

   

2.

Tegund ökutækis,

   

3.

Undirtegund ökutækis,

   

4.

Verksmiðjunúmer,

   

5.

Framleiðanda,

   

6.

Slagrými,

   

7.

Orkugjafa,

   

8.

Burðargetu einstakra ása,

   

9.

Afl hreyfils (kW),

   

10.

Hávaða við snúning; kyrrstöðumæling og akstursmæling,

   

11.

Leyfða heildarþyngd,

   

12.

Eiginþyngd,

   

13.

Útblástursmengun (EURO staðall),

   

14.

Þyngd hemlaðs eftirvagns,

   

15.

Þyngd óhemlaðs eftirvagns.

   

Ofangreindar upplýsingar skulu, eftir því sem við á, staðfestar með vottorði frá framleiðanda eða viðurkenndri tækniþjónustu í frumriti, þar sem fram kemur verksmiðjunúmer viðkomandi ökutækis.

 

c.

Vottorð um niðurstöðu skráningarskoðunar frá faggiltri skoðunarstofu, eða fulltrúaskoðunar eigi hún við.

 

d.

Farmbréf.


03.05


Skráningarviðurkenning notaðra ökutækja.

(1)

Skráningarviðurkenningu er heimilt að veita öllum notuðum skráningarskyldum ökutækjum.

(2)

Sækja skal um skráningarviðurkenningu til Umferðarstofu eða aðila í umboði hennar. Umferðarstofa metur hvort gögn varðandi skráningarviðurkenningu eru fullnægjandi.

(3)

Ökutæki sem fært er til skoðunar fyrir skráningarviðurkenningu skal fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt reglugerð þessari. Þessar kröfur teljast uppfylltar standist ökutækið skráningarskoðun samkvæmt skoðunarhandbók.

(4)

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn um skráningarviðurkenningu allra notaðra ökutækja:

 

a.

Frumrit erlends skráningarskírteinis, eða titilsbréfs, sem veitir heimild til notk­unar án takmörkunar í landinu þar sem skráningarskírteinið/titilsbréfið er gefið út. Gögn þurfa einnig að fylgja um staðfestingu á fyrsta skráningar­degi og/eða framleiðsluári, komi þessi atriði ekki fram í skráningar­skírtein­inu/titilsbréfinu.

   

Séu gögn misvísandi sem Umferðarstofu eru látin í té af umsækjanda, flutn­ingsaðila eða tollstjóra gildir liður 03.05 (2).

 

b.

Upplýsingar um:

   

1.

Gerð ökutækis,

   

2.

Tegund ökutækis,

   

3.

Undirtegund ökutækis,

   

4.

Verksmiðjunúmer,

   

5.

Framleiðanda,

   

6.

Slagrými,

   

7.

Orkugjafa,

   

8.

Burðargetu einstakra ása,

   

9.

Afl hreyfils (kW),

   

10.

Hávaða við snúning; kyrrstöðumæling og akstursmæling,

   

11.

Leyfða heildarþyngd,

   

12.

Eiginþyngd,

   

13.

Útblástursmengun (EURO staðall),

   

14.

Þyngd hemlaðs eftirvagns,

   

15.

Þyngd óhemlaðs eftirvagns.

   

Ofangreindar upplýsingar skulu, eftir því sem við á, staðfestar með vottorði frá framleiðanda eða viðurkenndri tækniþjónustu í frumriti, þar sem fram kemur verksmiðjunúmer viðkomandi ökutækis. Komi framangreindar tæknilegar upplýsingar fram í erlendu skráningarskírteini ökutækisins teljast þær vera fullnægjandi.

 

c.

Vottorð um niðurstöðu skráningarskoðunar frá faggiltri skoðunarstofu.

 

d.

Farmbréf, nema þegar innflytjandi er skráður eigandi samkvæmt skrán­ingar­skírteini.

(5)

Ökutæki sem fært er til skoðunar fyrir skráningarviðurkenningu skal fullnægja öllum kröfum sem gerðar voru til slíks ökutækis hér á landi þegar það var fyrst skráð almennri skráningu, að viðbættum afturvirkum kröfum um gerð og búnað ökutækja. Þessar kröfur teljast uppfylltar standist ökutækið skráningarskoðun samkvæmt skoðunarhandbók og nánari reglum Umferðarstofu.


03.12


Hópbifreið.

(1)

Með hópbifreið skal fylgja málsett teikning í mælikvarðanum 1:20 eða 1:25, í hliðar- og ofanvarpi, sem sýnir skipan farþegasvæðis, stærð og staðsetningu farangursgeymslna, ásamt fyrirkomulagi og stærð útganga, sbr. 8. og 11. gr.


03.50


Eftirvagn.

(1)

Með eftirvagni II, III og IV skal fylgja teikning af ökutækinu með öllum aðal­málum.

(2)

Með eftirvagni II, III og IV skal fylgja kerfismynd af hemlakerfi eða staðfesting frá framleiðanda á því að hemlakerfi ökutækis sé af tiltekinni tegund og uppfylli EB-staðla.

(3)

Um eftirvagn til farþegaflutninga gilda ákvæði um hópbifreið, sbr. lið 03.12 (1).


03.60


Tengitæki.

(1)

Um tengitæki gilda ákvæði um eftirvagn, sbr. lið 03.50.


03.70


Torfærutæki.

(1)

Við viðurkenningu til skráningar á torfærutæki skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. liðum 03.04 (4)b og 03.05 (4)b. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á.


03.105


Námuökutæki.

(1)

Við viðurkenningu til skráningar á námuökutæki skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. liðum 03.04 (4)b og 03.05 (4)b. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á.


03.201


Beltabifreið.

(1)

Við viðurkenningu til skráningar á beltabifreið skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. liðum 03.04 (4)b og 03.05 (4)b. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á.


03.207


Rallbifreið.

(1)

Við viðurkenningu til skráningar á rallbifreið skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. liðum 03.04 (4)b og 03.05 (4)b. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á.


03.210


Fornbifreið.

(1)

Við viðurkenningu til skráningar á fornbifreið skal ekki gera kröfu um stað­festingu eða vottorð skv. lið 03.05 (4)b. Þó skal framvísa upplýsingum um lög­mætan eiganda og erlendu skráningarskírteini eða samsvarandi fylgi­skjali, ásamt staðfestingu á fyrsta skráningardegi og/eða fram­leiðslu­ári, komi þessi atriði ekki fram í skráningarskírteininu. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á.


03.211


Flugvallarrúta.

(1)

Við viðurkenningu til skráningar á flugvallarrútu, eða flugvallarökutæki, eftir atvikum, skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. liðum 03.04 (4)b og 03.05 (4)b. Þó skal framvísa upplýsingum um lögmætan eiganda og erlendu skráningarskírteini eða samsvarandi fylgiskjali, ásamt staðfestingu á fyrsta skráningardegi og/eða framleiðsluári, komi þessi atriði ekki fram í skrán­ingar­skírteininu. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á.


03.212


Íslensk sérsmíðuð bifreið.

(1)

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn um skráningarviðurkenningu umfram það sem kemur fram í 03.04 (4):

 

a.

Málsettar teikningar með öllum aðalmálum (lengd, breidd, hæð, hjólhaf og spor­vídd).

 

b.

Staðfesting frá framleiðanda hreyfils um framleiðsluár hreyfils, ásamt hreyfil­kóða og númeri.

 

c.

Upplýsingar um tegund og gerð ása, hemla og stýrisbúnaðar.

(2)

Við viðurkenningu til skráningar á íslenskri bifreið skal ekki gera kröfur um stað­festingu eða vottorð skv. lið 03.04 (4)a.


03.310


Fornbifhjól.

(1)

Við viðurkenningu til skráningar á fornbifhjóli skal ekki gera kröfu um stað­festingu eða vottorð skv. lið 03.05 (4)b. Þó skal framvísa upplýsingum um lög­mætan eiganda og erlendu skráningarskírteini eða samsvarandi fylgi­skjali, ásamt staðfestingu á fyrsta skráningardegi, og/eða framleiðsluári, komi þessi atriði ekki fram í skráningarskírteininu. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglu­gerð þessari eftir því sem við á.

4. gr.

Í stað "tilskipunar nr. 78/933/EBE með síðari breytingum" kemur: tilskipun nr. 2009/61/EB með síðari breytingum í eftirgreindum ákvæðum:

  1. lið 07.30 (9) í 7. gr.,
  2. töflu í II. viðauka, í fremsta dálk með fyrirsögninni "tilskipun".
  3. tölulið 14 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í III. viðauka, í næstfremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun",
  4. tölulið 14 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka, í næstfremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun".

Töluliður 14 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka breytist að auki þannig að í reitina "stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur við tilskipun nr. 2009/61/EB:

L 203, 5.8.2009

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10.2012, bls. 856.


Síðari viðbætur 14. töluliðar falla út, þar sem um er að ræða viðbætur við tilskipun sem fellur brott.

5. gr.

4. gr. breytist þannig:

  1. Ákvæði 04.10 (1) skal orðast svo:

Flötur fyrir aftanvert skráningarmerki bifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-tilskipunar nr. 70/222 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1003/2010, með síðari breytingum.

  1. Ákvæði 04.10 (2) skal orðast svo:

Ef skilti með varanlega skráðu verksmiðjunúmeri bifreiðar og öðrum ökutækisbundnum upplýsingum er fest við bifreiðina telst það hafa fullnægjandi upplýsingar til að greina bifreiðina ef það er í samræmi við ákvæði EBE-tilskipunar nr. 76/114 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1003/2010, með síðari breytingum.

  1. Ákvæði 04.50 (2) skal orðast svo:

Flötur fyrir skráningarmerki eftirvagns telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-tilskipunar nr. 70/222 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1003/2010, með síðari breytingum.

  1. Ákvæði 04.50 (3) skal orðast svo:

Ef skilti með varanlega skráðu verksmiðjunúmeri eftirvagns og öðrum ökutækisbundnum upplýsingum er fest við eftirvagninn telst það hafa fullnægjandi upplýsingar til að greina eftirvagninn ef það er í samræmi við ákvæði EBE-tilskipunar nr. 76/114 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1003/2010, með síðari breytingum.

6. gr.

9. gr. breytist þannig:

  1. Ákvæði 09.11 (4) skal orðast svo:

Búnaður til að fjarlægja móðu og hrím af rúðum fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-tilskipunar nr. 78/317 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 672/2010, með síðari breytingum.

  1. Ákvæði 09.11 (5) skal orðast svo:

Búnaður til að hreinsa framrúðu fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-tilskipunar nr. 78/318 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1008/2010, með síðari breytingum.

7. gr.

11. gr. breytist þannig:

  1. Ákvæði 11.11 (1) skal orðast svo:

Dyrabúnaður fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-til­skip­unar nr. 70/387 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 130/2012, með síðari breytingum.

  1. Ákvæði 11.13 (1) skal orðast svo:

Dyrabúnaður sendibifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-til­skip­unar nr. 70/387 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 130/2012, með síðari breytingum.

  1. Ákvæði 11.14 (1) skal orðast svo:

Dyrabúnaður vörubifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-til­skip­unar nr. 70/387 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 130/2012, með síðari breytingum.

  1. Ákvæði 11.50 (3) skal orðast svo:

Dyrabúnaður eftirvagns telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-tilskipunar nr. 70/387 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 130/2012, með síðari breytingum.

8. gr.

12. gr. breytist þannig:

Ákvæði 12.10 (3) skal orðast svo:

Búnaður bifreiðar til aksturs aftur á bak og búnaður til mælingar á ökuhraða bifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-tilskipunar nr. 75/443 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 130/2012, með síðari breytingum.

9. gr.

14. gr. breytist þannig:

Ákvæði 14.10 (2) skal orðast svo:

Dráttarbúnaður bifreiðar telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-tilskipunar nr. 77/389 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1005/2010, með síðari breytingum.

10. gr.

16. gr. breytist þannig:

  1. Fyrri málsliður ákvæðis 16.10 (6) skal orðast svo:

Gerð og ásetning hjólbarða á bifreið telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE-tilskipunar nr. 92/23 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 458/2011, með síðari breytingum, eru uppfyllt.

  1. Fyrri málsliður ákvæðis 16.50 (3) skal orðast svo:

Gerð og ásetning hjólbarða á eftirvagni telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE-tilskipunar nr. 92/23 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 458/2011, með síðari breytingum, eru uppfyllt.

11. gr.

17. gr. breytist þannig:

  1. Ákvæði 17.11 (3) skal orðast svo:

Skermun hjóla fólksbifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE-tilskipunar nr. 78/549 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1009/2010, með síðari breyt­ingum, eru uppfyllt.

  1. Ákvæði 17.14 (2) skal orðast svo:

Skermun hjóla vörubifreiðar með leyfða heildarþyngd yfir 7.500 kg telst vera full­nægjandi ef ákvæði EBE-tilskipunar nr. 91/226 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 109/2011, með síðari breytingum, eru uppfyllt.

  1. Ákvæði 17.53 (2) skal orðast svo:

Skermun hjóla eftirvagns II telst fullnægjandi ef ákvæði EBE-tilskipunar nr. 91/226 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 109/2011, með síðari breytingum, eru uppfyllt.

12. gr.

18. gr. breytist þannig:

  1. Ákvæði 18.10 (15) skal orðast svo:

Bifreið telst uppfylla kröfur um útblástursmengun ef hún uppfyllir þann staðal sem í gildi er fyrir hana á hverjum tíma samkvæmt ákvæðum eftirfarandi EB-tilskipana og reglu­gerða:

1)

Tilskipun 2005/55/EB, með síðari breytingum.

2)

EB-reglugerð nr. 715/2007, með síðari breytingum.

3)

EB-reglugerð nr. 595/2009, með síðari breytingum.



Tilskipun 2005/55/EB, með síðari breytingum.

EB-reglugerð nr. 715/2007, með síðari breytingum.

EB-reglugerð nr. 595/2009, með síðari breytingum.

  1. Ákvæði 18.10 (16) fellur brott.
  2. Ákvæði 18.10 (18) fellur brott.
  3. Í lok 18.10 gr. bætist við nýtt ákvæði, 18.10 (19), sem orðast svo:

Hreyfill vetnisknúinnar bifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB-reglugerðar nr. 79/2009 og ESB-reglugerðar nr. 406/2010, með síðari breytingum, eru uppfyllt.

  1. Ákvæði 18.11 (3) skal orðast svo:

Aðferð til að mæla eldsneytiseyðslu og magn koldíoxíðs í útblæstri bifreiðar telst vera fullnægjandi ef hún uppfyllir ákvæði EB-reglugerðar nr. 715/2007 með síðari breytingum.

13. gr.

22. gr. breytist þannig:

Í ákvæði 22.00 (2) skal síðasti málsliður orðast svo:

Gerð og búnaður skal fullnægja kröfum sem settar eru fram í tilskipunum 74/60/EB, 74/483/EB og EB-reglugerð nr. 78/2009, með síðari breytingum.

14. gr.

23. gr. breytist þannig:

Ákvæði 23.10 (2) skal orðast svo:

Gerð árekstrarvarnar framan á bifreið telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB-reglugerða nr. 78/2009 og nr. 631/2009, með síðari breytingum, eru uppfyllt.

15. gr.

Viðauki II breytist þannig:

Töflu viðaukans er skipt út fyrir eftirfarandi töflu:

Tilskipun / reglugerð

Efni

M1

M2

M3

N1

N2

N3

O1

O2

O3

O4

B1

B2

T1

T2

T3

T4

70/157/EBE

Hljóðstyrkur og útblásturskerfi

4

4

4

4

4

4

                   

70/221/EBE

Eldsneytisgeymar

4

4

4

4

4

4

                   

Undirvörn að aftan

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

70/222/EBE

Flötur fyrir skrán­ingar­merki að aftan

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

70/311/EBE

Stýrisbúnaður

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

70/387/EBE

Dyrabúnaður

4

   

4

4

4

4

4

4

4

           

70/388/EBE

Hljóðmerkisbúnaður

4

4

4

4

4

4

                   

71/127/EBE

Speglar

4

4

4

4

4

4

                   

71/320/EBE

Hemlabúnaður

2

2

2

2

2

2

4

4

4

4

           

Hemlar (læsivörn)

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

72/245/EBE

Rafsegultruflanir

4

4

4

4

4

4

                   

74/60/EBE

Innréttingar

4

                             

74/61/EBE

Þjófavörn

4

4

4

4

4

4

                   

74/151/EBE

Svæði fyrir skráningarmerki að aftan (viðauki II)

                       

4

4

4

4

Eldsneytisgeymar (viðauki III)

                       

4

4

4

4

Þyngdarklossar (viðauki IV)

                       

2

2

2

2

Hljóðmerkisbúnaður (viðauki V)

                       

4

4

4

4

Hljóðstyrkur (viðauki VI)

                       

4

4

4

4

2009/60/EB

Hámarkshraði, pallur fyrir farm

                       

2

2

2

2

74/297/EBE

Stýrisbúnaður við árekstur

4

   

4

                       

2009/59/EB

Speglar

                       

4

4

 

4

74/347/EBE

Sjónsvið ökumanns, rúðuþurrkur

                       

4

4

 

4

74/408/EBE

Sæti og sætisfestingar

4

4

4

4

4

4

                   

74/483/EBE

Útstæðir hlutir

4

                             

75/321/EBE

Stýrisbúnaður

                       

4

4

4

4

75/322/EBE

Rafsegultruflanir

                       

4

4

4

4

75/443/EBE

Hraðamælir og bakkgír

4

4

4

4

4

4

                   

76/114/EBE

Áletranir

4

4

4

4

4

4

 

4

4

4

           

76/115/EBE

Festur öryggisbelta

4

4

4

4

4

4

                   

76/432/EBE

Hemlabúnaður

                       

4

4

4

4

76/756/EBE

Ljósker og glitaugu, staðsetning

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

76/757/EBE

Glitaugu

2

2

2

2

2

2

2

2

2

2

           

76/758/EBE

Breiddar-, stöðu- og hemlaljósker

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

76/759/EBE

Stefnuljósker

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

76/760/EBE

Númersljósker

4

4

4

4

4

4

 

4

4

4

           

76/761/EBE

Aðalljós og perur

2

2

2

2

2

2

                   

76/762/EBE

Þokuljós að framan

2

2

2

2

2

2

                   

76/763/EBE

Farþegasæti

                       

4

4

 

4

77/311/EBE

Hljóðstyrkur í eyrnahæð ökumanns

                       

5

5

5

5

77/389/EBE

Dráttarbúnaður

4

4

4

4

4

4

                   

77/536/EBE

Veltigrind, viðurkenningar

                         

2

 

2

77/537/EBE

Útblástursmengun frá dísilvélum

                       

2

2

2

2

77/538/EBE

Þokuafturljósker

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

77/539/EBE

Bakkljósker

4

4

4

4

4

4

 

4

4

4

           

77/540/EBE

Stöðuljósker

4

4

4

4

4

4

                   

77/541/EBE

Festur öryggisbelta

2

2

2

2

2

2

                   

77/649/EBE

Sjónsvið ökumanns

4

                             

78/316/EBE

Stjórntæki og gaumljós

5

5

5

5

5

5

                   

78/317/EBE

Móðueyðing

4

                             

78/318/EBE

Rúðuþurrkur og rúðusprautur

4

                             

2001/56/EBE

Miðstöð, upphitun

4

                             

78/549/EBE

Skermun hjóla

4

                             

78/764/EBE

Ökumannssæti

                       

4

4

 

4

78/932/EBE

Höfuðpúðar

2

                             

78/933/EBE

Ljósabúnaður og glitaugu

                       

4

4

4

4

2009/68/EB

Gerð ljóskera og glitaugna

                       

2

2

2

2

Lýsing og merkjagjöf

                       

4

4

4

4

2009/58/EB

Bakkgír og tengibúnaður

                       

4

4

 

4

79/622/EBE

Veltigrind

                         

2

 

2

80/720/EBE

Athafnarými ökumanns

                       

4

4

 

4

80/1269/EBE

Afl hreyfils

4

4

4

4

4

4

                   

3821/85/EBE

Ökuritar

 

1

1

1

1

1

                   

86/297/EBE

Aflúrtak og hlífar

                       

4

4

4

4

86/298/EBE

Veltigrind að aftan

                       

2

     

86/415/EBE

Stjórnbúnaður

                       

5

5

 

5

87/402/EBE

Veltigrind að framan

                       

2

     

2009/144/EB

Aflúrtaksvörn (viðauki II)

                       

5

5

5

5

Gler (viðauki III)

                       

4

4

 

4

Tengibúnaður (viðauki IV)

                       

4

4

4

4

Skilti (merkingar) (viðauki V)

                       

4

4

4

4

Hemlastjórnbúnaður (viðauki VI)

                       

4

4

4

4

89/297/EBE

Hliðarvörn

       

4

4

   

4

4

           

91/226/EBE

Aur- og hjólhlífar

       

4

4

   

4

4

           

92/21/EBE

Stærð og þyngd fólksbifreiða

4

                             

92/22/EBE

Öryggisrúður

3

3

3

3

3

3

                   

92/23/EBE

Hjólbarðar

2

2

2

2

2

2

                   

92/24/EBE

Hraðatakmarkarar

   

1

 

1

1

                   

92/114/EBE

Útstæðir hlutir

     

4

4

4

                   

93/14/EBE

Hemlun

                   

4

4

       

93/29/EBE

Stjórntæki og gaumljós

                   

5

5

       

93/30/EBE

Hljóðmerkisbúnaður

                   

4

4

       

93/31/EBE

Standari

                   

5

5

       

93/32/EBE

Handföng

                   

5

5

       

93/33/EBE

Þjófavörn

                   

4

4

       

2009/139/EB

Áletranir

                   

4

4

       

2009/67/EB

Ljósker

                   

4

4

       

93/93/EBE

Stærð og þyngd

                   

4

4

       

93/94/EBE

Svæði fyrir skráningarmerki

                   

4

4

       

94/20/EB

Tengibúnaður

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

95/1/EB

Hámarkshraði og vélarafl

                   

4

4

       

95/28/EB

Eldfælin efni

   

4

                         

96/27/EB

Vörn við hliðarárekstri

4

   

4

                       

96/79/EB

Vörn við árekstur að framan

4

                             

97/27/EB

Stærð og þyngd

 

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

2000/25/EB

Útblástursmengun

                       

2

2

2

2

2002/51/EB

Útblástursmengun

                     

1

       

2003/53/EB

Endurvinnsla

5

5

5

5

5

                     

715/2007/EB

Útblástursmengun

2

2

 

2

2

2

                   

692/2008/EB

Útblástursmengun

2

2

2

2

2

2

                   

661/2009/EB

Almennt öryggi

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

78/2009/EB

Árekstrarvörn

4

   

4

                       

672/2010/ESB

Móðueyðing

4

                             

1003/2010/ESB

Flötur fyrir skrán­ingar­merki að aftan

4

4

4

4

4

4

4

4

4

4

           

1005/2010/ESB

Dráttarbúnaður

4

4

4

4

4

4

                   

1008/2010/ESB

Rúðuþurrkur og rúðusprautur

4

                             

1009/2010/ESB

Skermun hjóla

4

                             

19/2011/ESB

Áletranir

4

4

4

4

4

4

 

4

4

4

           

109/2011/ESB

Aur- og hjólhlífar

       

4

4

   

4

4

           

458/2011/ESB

Hjólbarðar

2

2

2

2

2

2

2

2

2

2

           

130/2012/ESB

Aðgangur og stýrihæfni

4

4

4

4

4

4

                   

65/2012/ESB

Gírskiptivísar

4

                             

347/2012/ESB

Neyðarhemlunar­kerfi

 

4

4

 

4

4

                   

351/2012/ESB

Akreinavarar

 

4

4

 

4

4

                   

16. gr.

Viðauki III breytist þannig:

Töflu undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar" er skipt út fyrir eftirfarandi töflu:

Tölul.

Tilskipun / reglugerð

Efnisinnihald

Reglugerðarákvæði

2

70/157/EBE

Hljóðstyrkur og útblásturskerfi

18.00 (1), 18.10 (14)

4

70/221/EBE

Eldsneytisgeymar, undirvörn að aftan

18.00 (3), 23.01 (5), 23.10 (1), 23.50 (1)

5

70/222/EBE

Flötur fyrir skráningarmerki að aftan

04.10 (1), 04.50 (2)

6

70/311/EBE

Stýrisbúnaður

05.10 (9), 05.50 (3)

7

70/387/EBE

Dyrabúnaður

11.11 (1), 11.13 (1), 11.14 (1), 11.50 (3)

8

70/388/EBE

Hljóðmerkisbúnaður

13.10 (1)

10

71/320/EBE

Hemlabúnaður

06.07 (1), 06.09 (1), 06.10 (9), 06.10 (17), 06.50 (16), 06.53 (5), 06.53 (6)

11

72/245/EBE

Rafsegultruflanir

19.10 (5)

13

74/60/EBE

Innréttingar

22.11 (2)

14

74/61/EBE

Þjófavörn

18.10 (1)

15

74/297/EBE

Stýrisbúnaður við árekstur

05.10 (7), 05.11 (1), 05.13 (1)

16

74/408/EBE

Sæti og sætisfestingar

08.10 (2)

17

74/483/EBE

Útstæðir hlutir

22.11 (3)

18

75/443/EBE

Hraðamælir og bakkgír

12.10 (3)

19

76/114/EBE

Áletranir

04.10 (2), 04.50 (3)

20

76/115/EBE

Festur öryggisbelta

24.10 (2)

21

76/756/EBE

Ljósker og glitaugu, staðsetning

07.10 (9), 07.50 (8)

22

76/757/EBE

Glitaugu

07.10 (8), 07.50 (6)

23

76/758/EBE

Breiddar-, stöðu- og hemlaljósker

07.10 (9), 07.50 (8)

24

76/759/EBE

Stefnuljósker

07.10 (9), 07.50 (8)

25

76/760/EBE

Númersljósker

07.10 (9), 07.50 (8)

26

76/761/EBE

Aðalljósker og perur

07.10 (3)

27

76/762/EBE

Þokuljós að framan

07.10 (4)

28

77/389/EBE

Dráttarbúnaður

14.10 (2)

29

77/538/EBE

Þokuafturljósker

07.10 (9), 07.50 (8)

30

77/539/EBE

Bakkljósker

07.10 (9), 07.50 (8)

31

77/540/EBE

Stöðuljósker

07.10 (9)

32

77/541/EBE

Festur öryggisbelta

24.10 (1), 24.14 (1)

33

77/649/EBE

Sjónsvið ökumanns

09.11 (3)

34

78/316/EBE

Stjórntæki og gaumljós

08.10 (3)

35

78/317/EBE

Móðueyðing

09.11 (4)

36

78/318/EBE

Rúðuþurrkur og rúðusprautur

09.11 (5)

38

78/549/EBE

Skermun hjóla

17.11 (3)

39

78/932/EBE

Höfuðpúðar

24.02 (1), 24.11 (3)

43

80/1269/EBE

Afl hreyfils

18.10 (3)

45

89/297/EBE

Hliðarvörn

23.14 (3), 23.53 (2)

 

89/459/EBE

Hjólbarðar, mynsturdýpt

16.10 (6), 16.50 (3)

45a

91/226/EBE

Aur- og hjólhlífar

17.14 (2), 17.53 (2)

 

92/6/EBE

Virkni hraðatakmarkara

12.03 (1)

45b

92/21/EBE

Stærð og þyngd fólksbifreiða

14.11 (2), 21.11 (2), 22.11 (4)

45c

92/22/EBE

Öryggisrúður

09.10 (8), 09.50 (1)

45d

92/23/EBE

Hjólbarðar

16.10 (6), 16.50 (3)

45e

92/24/EBE

Hraðatakmarkarar

12.03 (1)

45g

92/114/EBE

Útstæðir hlutir

22.13 (2), 22.14 (2)

45r

94/20/EB

Tengibúnaður

21.10 (4), 21.50 (2)

45t

95/28/EB

Eldfælin efni

22.12 (7)

45u

96/27/EB

Vörn við hliðarárekstri

22.11 (5), 22.13 (3)

45v

96/79/EB

Vörn við árekstur að framan

22.11 (6)

45w

97/27/EB

Stærð og þyngd

22.12 (8), 22.13 (4), 22.14 (3), 22.50 (1)

45y

2001/85/EB

Hópbifreiðar

08.12 og 11.12

45zc

2003/97/EB

Speglar

09.10 (7)

45zf

2004/104/EB

Rafsegultruflanir

19.10 (5)

45zh

2005/49/EB

Rafsegultruflanir

19.10 (5)

45zi

2005/39/EB

Sæti, höfuðpúðar og festingar

08.10 (2), 24.11 (2)

45zj

2005/40/EB

Öryggisbelti og aðhaldsbúnaður

24.10 (1)

45zk

2005/41/EB

Festingar öryggisbelta

24.10 (2)

45zl

2005/55/EB

Útblástursmengun

18.10 (15)

45zn

2005/64/EB

Endurvinnsla

 

45zo

2005/78/EB

Útblástursmengun

 

45zp

2006/368

Árekstrarvörn að framan, prófunaraðferðir

23.10 (2)

45zq

2006/40/EB

Mengun frá loftræstingu

10.10 (2)

45zr

706/2007/EB

Mengun frá loftræstingu

10.14

45zs

2007/38/EB

Speglar á vörubifreiðum

 

45zt

715/2007/EB

Útblástursmengun

18.11 (3), 18.10 (15)

45zu

692/2008/EB

Útblástursmengun

 

45zx

2007/46/EB

Heildargerðarviðurkenning/ þjóðargerðarviðurkenning

03.00 (1), 03.01 (1), 03.01 (4), 03.02 (1),

45zy

78/2009/EB

Árekstrarvörn

22.00 (2), 23.10 (2)

45zz

631/2009/EB

Árekstrarvörn, prófunaraðferðir

23.10 (2)

45zza

661/2009/EB

Almennt öryggi

04.10 (1), 04.10 (2), 04.50 (2), 04.50 (3), 09.11 (4), 09.11 (5), 11.11 (1), 11.13 (1), 11.14 (1), 11.50 (3), 12.10 (3), 14.10 (2), 16.10 (6), 16.50 (3), 17.11 (3), 17.14 (2), 17.53 (2)

45zzb

672/2010/ESB

Móðueyðing

09.11 (4)

45zzc

1003/2010/ESB

Flötur fyrir skráningarmerki að aftan

04.10 (1), 04.10 (2), 04.50 (2), 04.50 (3)

45zzd

1005/2010/ESB

Dráttarbúnaður

14.10 (2)

45zze

1008/2010/ESB

Rúðuþurrkur og rúðusprautur

09.11 (5)

45zzf

1009/2010/ESB

Skermun hjóla

17.11 (3)

45zzg

19/2011/ESB

Áletranir

 

45zzh

109/2011/ESB

Aur- og hjólhlífar

17.14 (2), 17.53 (2)

45zzi

458/2011/ESB

Hjólbarðar

16.10 (6), 16.50 (3)

45zzj

79/2009/EB

Vetnisknúin ökutæki

18.10 (19)

45zzk

595/2009/EB

Útblástursmengun

18.10 (15)

45zzl

582/2011/ESB

Útblástursmengun

 

45zzm

406/2010/ESB

Vetnisknúin ökutæki

18.10 (19)

45zzn

130/2012/ESB

Aðgangur og stýrihæfni

11.11 (1), 11.13 (1), 11.14 (1), 11.50 (3), 12.10 (3)

45zzo

65/2012/ESB

Gírskiptivísar

 

45zzp

347/2012/ESB

Neyðarhemlunarkerfi

 

45zzq

351/2012/ESB

Akreinavarar

 

45zzr

523/2012/ESB

Reglugerðir efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu

 

17. gr.

Viðauki IV breytist þannig:

Töflu undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar" er skipt út fyrir eftirfarandi töflu:

Tölul.

Tilskipun / reglugerð

Síðari viðbætur

Stjórnartíðindi EB

EES-birting

2

Hljóðstyrkur og útblásturskerfi 70/157/EBE

     
 

L 042 23.02.70

* EES-gerðir S4

73/350/EBE

L 321 22.11.73

* EES-gerðir S4

77/212/EBE

L 066 12.03.77

* EES-gerðir S4

81/334/EBE

L 131 18.05.81

* EES-gerðir S4

84/372/EBE

L 196 26.07.84

* EES-gerðir S4

84/424/EBE

L 238 06.09.84

* EES-gerðir S4

89/491/EBE

L 238 15.08.89

* EES-gerðir S4

92/97/EBE

L 371 19.12.92

** EES-viðbætir bók 2

96/20/EB

L 092 13.04.96

*** 73/96; 16, 17.04.1997

1999/101/EB

L 334 28.12.99

*** 50/2000; 42, 21.09.2000

2007/34/EB

L 155 15.06.2007

*** 3/2008; 33, 12.06.2008

4

Eldsneytisgeymar og undirvörn að aftan 70/221/EBE

     
 

L 076 06.04.70

* EES-gerðir S4

79/490/EBE

L 128 26.05.79

* EES-gerðir S4

81/333/EBE

L 131 18.05.81

* EES-gerðir S4

97/19/EB

L 125 16.05.97

*** 39/98; 6, 04.02.1999

2000/8/EB

L 106 03.05.00

*** 104/2000; 8, 15.02.2001

2006/20/EB

L 048, 18.02.2006

*** 109/2006

5

Flötur fyrir skráningar­merki að aftan
70/222/EBE

     
 

L 076 06.04.70

* EES-gerðir S4

6

Stýrisbúnaður 70/311/EBE

     
 

L 133 18.06.70

* EES-gerðir S4

92/62/EBE

L 199 18.07.92

** EES-viðbætir bók 2

1999/7/EB

L 040 13.02.99

*** 156/99; 11, 01.03.2001

7

Dyrabúnaður
70/387/EBE

     
 

L 176 10.08.70

* EES-gerðir S4

98/90/EB

L 337 12.12.98

*** 143/99; 3, 18.01.2001

2001/31/EB

L 130 12.05.2002

*** 70/02; 29, 13.06.2002

8

Hljóðmerkisbúnaður 70/388/EBE

     
 

L 176 10.08.70

* EES-gerðir S4

10

Hemlabúnaður 71/320/EBE

     
 

L 202 06.09.71

* EES-gerðir S4

74/132/EBE

L 074 19.03.74

* EES-gerðir S4

75/524/EBE

L 236 08.09.75

* EES-gerðir S4

79/489/EBE

L 128 26.05.79

* EES-gerðir S4

85/647/EBE

L 380 31.12.85

* EES-gerðir S4

88/194/EBE

L 092 09.04.88

* EES-gerðir S4

91/422/EBE

L 233 22.08.91

** EES-viðbætir bók 2

98/12/EB

L 081 18.03.98

*** 16/99; 28, 22.06.2000

2002/78/EB

L 267 04.10.02

*** 41/2003; 39, 31.07.2003

11

Rafsegultruflanir 72/245/EBE

     
 

L 152 06.07.72

* EES-gerðir S4

89/491/EBE

L 238 15.08.89

* EES-gerðir S4

95/54/EB

L 266 08.11.95

*** 72/96; 16, 17.04.1997

2004/104/EB

L 337, 13.11.2004

*** 76/2005; 52, 13.10.2005

2005/49/EB

L 194, 26.07.2005

*** 20/2006; 28, 01.06.2006

2005/83/EB

L 305, 24.11.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

2006/28/EB

L 65, 07.03.2006

*** 109/2006

2009/19/EB

L 70, 14.3.2009

*** 7/2013.

13

Innréttingar
74/60/EBE

     
 

L 038 11.02.74

* EES-gerðir S4

78/632/EBE

L 206 29.07.78

* EES-gerðir S4

2000/4/EB

L 87 08.04.00

*** 104/2000; 8, 15.02.2001

14

Þjófavörn
74/61/EBE

     
 

L 038 11.02.74

* EES-gerðir S4

95/56/EB

L 286 29.11.95

*** 74/96; 16, 29.11.1995

15

Stýrisbúnaður við árekstur
74/297/EBE

     
 

L 165 20.06.74

* EES-gerðir S4

91/662/EBE

L 366 31.12.91

** EES-viðbætir bók 2

16

Sæti og sætisfestingar 74/408/EBE

     
 

L 221 12.08.74

* EES-gerðir S4

81/577/EBE

L 209 29.07.81

* EES-gerðir S4

96/37/EB

L 186 25.07.96

*** 62/97; 5, 05.02.1998

2005/39/EB

L 255, 30.09.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

17

Útstæðir hlutir 74/483/EBE

     
 

L 266 02.10.74

* EES-gerðir S4

79/488/EBE

L 128 26.05.79

* EES-gerðir S4

2007/15/EB

L 75, 14.03.2007

*** 3/2009; 16, 19.03.2009

18

Hraðamælir og bakkgír 75/443/EBE

     
 

L 196 26.07.75

* EES-gerðir S4

97/39/EB

L 177 05.07.97

*** 55/98; 16, 15.04.1999

19

Áletranir
76/114/EBE

     
 

L 024 30.01.76

* EES-gerðir S4

78/507/EBE

L 155 13.06.78

* EES-gerðir S4

20

Festur öryggisbelta 76/115/EBE

     
 

L 024 30.01.76

* EES-gerðir S4

81/575/EBE

L 209 29.07.81

* EES-gerðir S4

82/318/EBE

L 139 19.05.82

* EES-gerðir S4

90/629/EBE

L 341 06.12.90

** EES-viðbætir bók 2

96/38/EB

L 187 26.07.96

*** 63/97; 5, 05.02.1998

2005/41/EB

L 255, 30.09.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

21

Ljósker og glitaugu, staðsetning
76/756/EBE

     
 

L 262 27.09.76

* EES-gerðir S4

80/233/EBE

L 051 25.02.80

* EES-gerðir S4

82/244/EBE

L 109 22.04.82

* EES-gerðir S4

83/276/EBE

L 151 09.06.83

* EES-gerðir S4

84/8/EBE

L 009 12.01.84

* EES-gerðir S4

89/278/EBE

L 109 20.04.89

* EES-gerðir S4

91/663/EBE

L 366 31.12.91

** EES-viðbætir bók 2

97/28/EB

L 171 30.06.97

*** 29/98; 48, 19.11.1998

2007/35/EB

L 157 19.06.2007

*** 3/2008; 33, 12.06.2008

2008/89/EB

L 257, 24.09.2008

*** 43/2009; 33, 25.06.2009

22

Glitaugu
76/757/EBE

     
 

L 262 27.09.76

* EES-gerðir S4

97/29/EB

L 171 30.06.97

*** 70/98; 30, 08.07.1999

23

Breiddar-, stöðu- og hemlaljósker
76/758/EBE

     
 

L 262 27.09.76

* EES-gerðir S4

89/516/EBE

L 265 12.09.89

* EES-gerðir S4

97/30/EB

L 171 30.06.97

*** 40/98; 6, 04.02.1999

24

Stefnuljósker
76/759/EBE

     
 

L 262 27.09.76

* EES-gerðir S4

89/277/EBE

L 109 20.04.89

* EES-gerðir S4

1999/15/EB

L 097 12.04.99

*** 157/99; 11, 01.03.2001

25

Númersljósker
76/760/EBE

     
 

L 262 27.09.76

* EES-gerðir S4

97/31/EB

L 171 30.06.97

*** 41/98; 6, 04.02.1999

26

Aðalljós og perur
76/761/EBE

     
 

L 262 27.09.76

* EES-gerðir S4

89/517/EBE

L 265 12.09.89

* EES-gerðir S4

1999/17/EB

L 097 12.04.99

*** 157/99; 11, 01.03.2001

27

Þokuljós að framan
76/762/EBE

     
 

L 262 22.09.76

* EES-gerðir S4

1999/18/EB

L 097 12.04.99

*** 157/99; 11, 01.03.2001

28

Dráttarbúnaður
77/389/EBE

     
 

L 145 13.06.77

* EES-gerðir S4

96/64/EB

L 258 11.10.96

*** 75/97; 18, 07.05.1998

2005/13/EB

L 55, 01.03.2005

*** 113/2005

29

Þokuafturljósker
77/538/EBE

     
 

L 220 29.08.77

* EES-gerðir S4

89/518/EBE

L 265 12.09.89

* EES-gerðir S4

1999/14/EB

L 097 12.04.99

*** 157/99; 11, 01.03.2001

30

Bakkljósker
77/539/EBE

     
 

L 220 29.08.72

* EES-gerðir S4

97/32/EB

L 171 30.06.97

*** 42/98; 6, 04.02.1999

31

Stöðuljósker
77/540/EBE

     
 

L 220 29.08.77

* EES-gerðir S4

1999/16/EB

L 097 12.04.99

*** 157/99; 11, 01.03.2001

32

Festur öryggisbelta
77/541/EBE

     
 

L 220 29.08.77

* EES-gerðir S4

81/576/EBE

L 209 29.07.81

* EES-gerðir S4

82/319/EBE

L 139 19.05.82

* EES-gerðir S4

90/628/EBE

L 341 06.12.90

* EES-gerðir S4

96/36/EB

L 178 17.07.96

*** 76/97; 18, 07.05.1998

2000/3/EB

L 053 25.02.00

*** 103/2000; 60, 06.12.2001

2005/40/EB

L 255, 30.09.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

33

Sjónsvið ökumanns
77/649/EBE

     
 

L 267 19.10.77

* EES-gerðir S4

81/643/EBE

L 231 15.08.81

* EES-gerðir S4

88/366/EBE

L 181 12.07.88

* EES-gerðir S4

90/630/EBE

L 341 06.12.90

** EES-viðbætir bók 2

34

Stjórntæki og gaumljós
78/316/EBE

     
 

L 081 28.03.78

* EES-gerðir S4

93/91/EBE

L 284 19.11.93

** EES-viðbætir bók 2

94/53/EB

L 299 22.11.94

*** 133/01; 6, 24.01.2002

35

Móðueyðing
78/317/EBE

     
 

L 081 28.03.78

* EES-gerðir S4

36

Rúðuþurrkur og rúðusprautur
78/318/EBE

     
 

L 081 28.03.78

* EES-gerðir S4

94/68/EB

L 354 31.12.94

*** 40/95; 25, 13.06.1996

38

Skermun hjóla
78/549/EBE

     
 

L 168 26.06.78

* EES-gerðir S4

94/78/EB

L 354 31.12.94

*** 41/95; 25, 13.06.1996

39

Höfuðpúðar
78/932/EBE

     
 

L 325 20.11.78

* EES-gerðir S4

43

Afl hreyfils
80/1269/EBE

     
 

L 375 31.12.80

* EES-gerðir S4

88/195/EBE

L 092 09.04.88

* EES-gerðir S4

89/491/EBE

L 238 15.08.89

* EES-gerðir S4

97/21/EB

L 125 16.05.97

*** 43/98; 6, 04.02.1999

1999/99/EB

L 334 28.12.99

*** 50/2000; 42, 21.09.2000

45

Hliðarvörn
89/297/EBE

     
 

L 124 05.05.89

* EES-gerðir S4

XIII
17

Hjólbarðar, mynsturdýpt
89/459/EBE

     
 

L 226 03.08.89

* EES-gerðir S40

45a

Aur- og hjólhlífar
91/226/EB

     
 

L 103 23.04.91

*** 1/95; 14, 20.04.1995

2010/19/ESB

L 72, 20.3.2010.

Birt í EES-viðbæti nr. 14, 7.3.2013, bls. 502.

2011/415/ESB

L 185, 15.7.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 351.

45b

Stærð og þyngd fólksbifreiða
92/21/EBE

     
 

L 129 14.05.92

** EES-viðbætir bók 2

95/48/EB

L 233 30.09.95

*** 76/96; 16, 17.04.1997

XIII
17b

Virkni hraðatakmarkara
92/6/EB

     
 

L 057 02.03.92

** EES-viðbætir bók 2

2002/85/EB

L 327 04.12.02

 

45c

Öryggisrúður
92/22/EBE

     
 

L 129 14.05.92

** EES-viðbætir bók 2

2001/92/EB

L 292 09.11.2001

*** 48/2002; 6, 30.01.2003

45d

Hjólbarðar
92/23/EBE

     
 

L 129 14.05.92

** EES-viðbætir bók 2

2001/43/EB

L 211 04.08.2001

*** 26/2002; 29, 13.06.2002

2005/11/EB

L 46, 17.02.2005

*** 112/2005; 66, 22.12.2005

45e

Hraðatakmarkarar
92/24/EBE

     
 

L 129 14.05.92

** EES-viðbætir bók 2

2004/11/EB

L 44 14.02.2004

*** 4/2005; 32, 23.06.2005

45g

Útstæðir hlutir
92/114/EBE

     
 

L 409 31.12.92

** EES-viðbætir bók 2

45r

Tengibúnaður
94/20/EB

     
 

L 195 29.07.94

*** 30/94; 57, 31.12.1994

45t

Eldfælin efni
95/28/EB

     
 

L 281 23.11.95

*** 1/97; 13, 27.03.1997

45u

Vörn við hliðarárekstri
96/27/EB

     
 

L 169 08.07.96

*** 60/97; 5, 05.02.1998

45v

Vörn við árekstur að framan
96/79/EB

     
 

L 018 21.01.97

*** 44/98; 6, 04.02.1999

1999/98/EB

L 009 13.01.2000

*** 72/2000; 59, 14.12.2000

45w

Stærð og þyngd
97/27/EB

     
 

L 233 25.08.97

*** 56/98; 16, 15.04.1999

2001/85/EB

L 42 13.02.2002

*** 138/2002; 4, 23.01.2003

2003/19/EB

L 79 26.03.2003

*** 170/2003; 15, 25.03.2004

45y

Hópbifreið,
2001/85/EB

     
 

L 42, 13.02.2002

*** 138/2002; 4,

45zc

Speglar
2003/97/EB

     
 

L 25 29.01.2004

*** 122/2004; 12, 10.03.2005

2005/27/EB

L 81, 30.03.2005

*** 111/2005; 66, 22.12.2005

45zf

Rafsegultruflanir
2004/104/EB

     
 

L 337 13.11.2004

*** 76/2005; 52, 13.10.2005

45zh

Rafsegultruflanir, 2005/49/EB

     
 

L 194, 26.07.2005

*** 20/2006; 28, 01.06.2006

45zi

Sæti, höfuðpúðar og festingar
2005/39/EB

     
 

L 255, 30.09.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

45zj

Öryggisbelti og aðhaldsbúnaður, 2005/40/EB

     
 

L 255, 30.09.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

45zk

Festingar fyrir öryggisbelti
2005/41/EB

     
 

L 255, 30.09.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

45zl

Útblástursmengun 2005/55/EB

     
 

L 275, 20.10.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

2005/78/EB

L 313, 29.11.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

2006/51/EB

L 152, 07.06.2006

*** 144/2006

2008/74/EB

L 192, 19.07.2008

Birt í EES-viðbæti nr. 7, 2.2.2012, bls. 308.

45zn

Endurvinnsla
2005/64/EB

     
 

L 310, 25.11.2005

*** 77/2006; 52,

2009/1/EB

L 9, 14.01.2009

Birt í EES-viðbæti nr. 32, 14.6.2012, bls. 32.

45zo

Útblástursmengun 2005/78/EB

     
 

L 313, 29.11.2005

*** 77/2006; 52, 19.10.2006

2006/51/EB

L 152, 07.06.2006

*** 144/2006

2008/74/EB

L 192, 19.07.2008

Birt í EES-viðbæti nr. 7, 2.2.2012, bls. 308.

45zp

Árekstrarvörn að framan, prófunaraðferðir 2006/368/EB

     
 

L 161 14.06.2006

*** 144/2006; 15, 29.3.2007

45zq

Mengun frá loftræstingu 2006/40/EB

     
 

L 161 14.06.2006

*** 144/2006; 15, 29.3.2007

45zr

Leki frá loftræstikerfum
706/2007/EB

     
 

L 161, 20.06.2007

*** 3/2008; 37, 09.07.2009

45zs

Speglar á vörubifreiðum
2007/38/EB

     
 

L 184 14.07.2007

*** 3/2008; 33, 12.06.2008

45zt

Gerðarviðurkenning með tilliti til mengandi efna í útblæstri
715/2007/EB

     
 

L 171, 29.06.2007

*** 4/2008; 37, 09.07.2009

692/2008/EB

L 199, 28.07.2008

*** 43/2009; 33, 25.06.2009

595/2009/EB

L 188, 18.7.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 244.

566/2011/ESB

L 158, 16.6.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 300.

459/2012/ESB

L 142, 1.6.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 20, 28.3.2013, bls. 164.

45zu

Gerðarviðurkenningu með tilliti til losunar frá léttum farþega- og atvinnuökutækjum
692/2008/EB

     
 

L 199, 28.07.2008

*** 43/2009; 33, 25.06.2009

566/2011/ESB

L 158, 16.6.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 300.

459/2012/ESB

L 142, 1.6.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 20, 28.3.2013, bls. 164.

45zx

Heildargerðarviðurkenning
2007/46/EB

     
 

L 263, 9.10.2007

Birt í EES-viðbæti nr. 19, 29.3.2012, bls. 98.

1060/2008/EB

L 292, 31.10.2008

Birt í EES-viðbæti nr. 12, 1.3.2012, bls. 433.

78/2009/EB

L 35, 4.2.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 12, 1.3.2012, bls. 531.

385/2009/EB

L 118, 13.5.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 12, 1.3.2012, bls. 562.

2010/19/ESB

L 72, 20.3.2010.

Birt í EES-viðbæti nr. 14, 7.3.2013, bls. 502.

2011/415/ESB

L 185, 15.7.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 351.

371/2010/ESB

L 110, 1.5.2010.

Birt í EES-viðbæti nr. 19, 29.3.2012, bls. 438.

661/2009/EB

L 200, 31.7.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10.2012, bls. 371.

79/2009/EB

L 35, 4.2.2009.

*** 41/2012.

595/2009/EB

L 188, 18.7.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 244.

183/2011/ESB

L 53, 26.2.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9.2012, bls. 849.

582/2011/ESB

L 167, 25.6.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 9, 7.2.2013, bls. 1.

678/2011/ESB

L 185, 15.7.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 324.

65/2012/ESB

L 28, 31.1.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 20, 28.3.2013, bls. 1097.

45zy

Árekstrarvörn
78/2009/EB

     
 

L 35, 4.2.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 12, 1.3.2012, bls. 531.

45zz

Árekstrarvörn, prófunaraðferðir
631/2009/EB

     
 

L 195, 25.7.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 24, 26.4.2012, bls. 25.

459/2011/ESB

L 124, 13.5.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9.2012, bls. 420.

45zza

Almennt öryggi
661/2009/EB

     
 

L 200, 31.7.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10.2012, bls. 371.

407/2011/ESB

L 108, 28.4.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9.2012, bls. 270.

523/2012/ESB

L 160, 21.6.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 16, 14.3.2013, bls. 79.

45zzb

Móðueyðing
672/2010/ESB

     
 

L 196, 28.7.2010.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 201.

45zzc

Flötur fyrir skrán­ingar­merki að aftan
1003/2010/ESB

     
 

L 291, 9.11.2010.

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9.2012, bls. 245.

45zzd

Dráttarbúnaður
1005/2010/ESB

     
 

L 291, 9.11.2010.

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9.2012, bls. 254.

45zze

Rúðuþurrkur og rúðusprautur
1008/2010/ESB

     
 

L 292, 10.11.2010.

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10.2012, bls. 395.

45zzf

Skermun hjóla
1009/2010/ESB

     
 

L 292, 10.11.2010.

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9.2012, bls. 261.

45zzg

Áletranir
19/2011/ESB

     
 

L 8, 12.1.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10.2012, bls. 414.

249/2012/ESB

L 82, 22.3.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10.2012, bls. 271.

45zzh

Aur- og hjólhlífar
109/2011/ESB

 

L 34, 9.2.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 217.

45zzi

Hjólbarðar
458/2011/ESB

     
 

L 124, 13.5.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9.2012, bls. 278.

45zzj

Gerðarviðurkenning vetnisknúinna ökutækja
79/2009/EB

     
 

L 35, 4.2.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 20, 28.3.2013, bls. 752.

45zzk

Útblástursmengun - þung ökutæki
595/2009/EB

     
 

L 188, 18.7.2009.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 244.

582/2011/ESB

L 167, 25.6.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 9, 7.2.2013, bls. 1.

45zzl

Útblástursmengun - þung ökutæki
582/2011/ESB

     
 

L 167, 25.6.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 9, 7.2.2013, bls. 1.

64/2012/ESB

L 167, 25.6.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 16, 14.3.2013, bls. 6.

45zzm

Vetnisknúin ökutæki
406/2010/ESB

     
 

L 122, 18.5.2010.

Birt í EES-viðbæti nr. 20, 28.3.2013, bls. 767.

45zzn

Aðgangur og stýrihæfni
130/2012/ESB

     
 

L 43, 16.2.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 67, 29.11.2012, bls. 144.

45zzo

Gírskiptivísar
65/2012/ESB

     
 

L 28, 31.1.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 20, 28.3.2013, bls. 1097.

45zzp

Neyðarhemlunarkerfi
347/2012/ESB

     
 

L 109, 21.4.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 20, 28.3.2013, bls. 125.

45zzq

Akreinavarar
351/2012/ESB

     
 

L 110, 24.4.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 20, 28.3.2013, bls. 874.

45zzr

Inntaka reglugerða efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu
523/2012/ESB

     
 

L 160, 21.6.2012.

Birt í EES-viðbæti nr. 16, 14.3.2013, bls. 79.

18. gr.

Tafla með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka breytist þannig:

Í tölulið 29 við tilskipun 2000/25/EB og á eftir tilskipun 2011/72/ESB (í reitina "tilskipun", "síðari viðbætur", "stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur:

2011/87/ESB

L 301, 18.11.2011.

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9.2012, bls. 882.



19. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 15. apríl 2013.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica