Innanríkisráðuneyti

797/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. - Brottfallin

1. gr.

Liðurinn "Ásþungi og þyngd" í viðauka I breytist og verður þannig:

76. gr.

Ásþungi og þyngd

Sektarfjárhæð kr.

Ásþungi/heildarþungi allt að 10% umfram leyfilegt hámark

30.000       

Ásþungi/heildarþungi allt að 20% umfram leyfilegt hámark

60.000       

Ásþungi/heildarþungi allt að 30% umfram leyfilegt hámark

100.000       

Ásþungi/heildarþungi meiri en 30% allt að 50% umfram

leyfilegt hámark

100.000       

að viðbættum 10.000 fyrir hvert % umfram 30%.

2. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki II.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum öðlast gildi þann 1. september 2011.

Innanríkisráðuneytinu, 28. júlí 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica