Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

1139/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 205/2007 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, ásamt síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að auka öryggi í flugi með því að innleiða reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1194/2009 frá 30. nóvember 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1702/2003 um framkvæmdarreglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.

2. gr.

Við 4. gr. bætist nýr töluliður sem orðast svo:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1194/2009 frá 30. nóvember 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1702/2003 um framkvæmdarreglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 336, 18.12.2009, bls. 58 og Stjtíð. ESB L 58, 9.3.2010, bls. 23, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2010 frá 11. júní 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 71, 16. desember 2010, bls. 246.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 20. desember 2010.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica